Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1997, Page 7

Ægir - 01.07.1997, Page 7
Strandveiðimenn við IMorður-Atlantshaí Sameiginleg samtök stofnuð í haust? „yrði sterkt afl,“ segir framkvæmda- stjóri Landssambands smábátaeigenda Á sí&asta aðalfundi Landssambands smábátaeigenda var samþykkt að reynt yrði að stofna samtök strand- veiöimanna við Noröur-Atlantshaf og telur Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri LS, að margt bendi til að þessi samtök komist á í haust. Eins og sagt var frá í síðasta tölu- blaði Ægis fóru framkvæmdastjóri og formaður Landssambands smábátaeig- enda til funda á Nýfundnalandi nýver- ið vegna verðlækkunar vestra á grá- sleppuhrognum og bar samstarfið við Kanadamenn góðan árangur. Þetta telja smábátasjómenn sýna hvaða áhrif sameiginleg samtök strandveiði- manna geti haft þegar bein hagsmuna- mál sjómanna þjóðanna við Norður- Atlantshaf eru uppi. Örn segir að í desember síðastliðn- um hafi farið fram viðræður við Kanadamenn um stofnun samtaka af þessu tagi og kom þá fram mikill vilji þeirra til að Kanada, ísland, Grænland, Færeyjar og Noregur myndi þessi sam- tök. „Með samtökum af þessu tagi yrði til gífurlega sterkt afl og allir þessir að- ilar hafa sama sjónarmið, þ.e. að grunnslóðina eigi að nýta af smábát- unum. Það em mörg sameiginleg hagsmunamál smábátasjómanna í þessum löndum, t.d. markaðsmál, tryggingamál og margt annað. Einnig gætu komið upp stærri mál, t.d. ef togarar fara að sækjast eftir rýmri heimildum innan landhelgi, nú þegar flestar „smugur" úthafanna eru að lok- ast. Þá er eins gott að vera búnir að undirbúa vel báráttuna ef sú staöa kæmi upp. Það yrði sameiginleg bar- átta og þá gott aö hafa afl eins og þessi samtök að baki. í málinu meö grá- sleppuverðið í Kanada þá held ég að það hefði ekki verið jafn auðvelt fyrir okkur að fara til viðræðna við Kanada- mennina ef ekki hefði verið búið að ræða um þessi samtök," sagði Örn. Smáfiskaskilju fyrir- tækisins EX-it ehf. vel tekið Fyrirtækið EX-it ehf. á Sauðar- króki setti nú í byrjun sumars á markað nýja smáfiskaskilju , EX-it 60 Stundaglasið. Skiljan hefur undanfarin tvö ár verið í þróun og reynslu, bæði hjá Hafrannsókna- stofnun og togurum og fékk hún í framhaldinu viðurkenningu til notk- unar hér við land. Jóhannes Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri EX-it, segist ánægður með þær viðtökur og þann áhuga sem skiljunni hafi ver- ið sýndur á markaðnum en í sum- ar reyna mörg skip þennan búnað við landið. Skiljan er gerð fyrir þorsk, ýsu og ufsaveiðar og fram- leiðir EX-it tvær stærðir skiljunnar. Jóhannes segir stefnuna að halda þróun áfram og er nú á teikniborð- um hjá fyrirtækinu útfærsla fyrir rækjuveiðar. „Reynsla Hafrannsóknarstofn- unar sýndi að skiljan vann mjög vel og þar sem áður þurfti að loka svæðum var hægt að hafa opið. Þeir sjómenn sem við höfum verið í sambandi við eru ánægðir og telja að skiljurnar séu komnar til að vera og þær séu framtíðin í veiðunum," segir Jóhannes. Vel geymt i í Sæplast keri Kerin frá Sæplasti eru þrautrej'nd framleiðsla, miðuð við þarfir markaðar sem krefst styrks, góðrar endingar og hreinlætis. Hráefnið og afurðin eru örugglega vel geymd í keri frá Sæplasti. Sæplast hf • 620 Dalvík • Sfmi: 460 5000 • Grænt núrncr: 800 5080 • Fax: 460 5001 ÆGIR 7

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.