Ægir - 01.07.1997, Side 10
Hjaltlandi sé nú í eigu norskra aðila og
um 20% í Skotlandi öllu.
Innflutningur á fiski
Skoskir sjómenn hafa einnig hamast
gegn miklum innflutningi á ferskum
og frystum fiski til Skotlands og halda
því fram að þessi innflutningur keyri
niður verð á fiski í skoskum höfnum.
Þeir segja það ansi hart að á sama tíma
og kvótar þeirra eru skornir niður
landi erlend skip miklu magni af fersk-
um fiski; þetta valdi verðfalli á fiski
sem þýði að veiðarnar svari vart
kostnaði. Þeir sjá einkum ofsjónum
yfir löndunum færeyskra skipa í skosk-
um höfnum.
Til sanns vegar má færa að færeysk
skip hafa landaö miklu af ferskum
fiski, einkum þorski og ýsu, í skoskum
höfnum enda fá sjómenn betra verð
þar en í Færeyjum. Þorskafli Færey-
inga hefur aukist hratt undanfarin ár:
árið 1994 var þorskaflinn um 35.000
tonn en á síðasta ári var hann kominn
í rúm 56.000 tonn og ýsuaflinn jókst á
sama tíma úr 7.500 tonnum í tæp
13.000 tonn. Erfitt er þó að henda
reiður á hversu mikið af þessum afla
fer óunnið úr landi. Samkvæmt tölum
frá færeysku hagstofunni lönduðu fær-
eysk skip litlu meira af þorski og ýsu í
erlendum höfnum á síðasta ári en árið
á undan eða um 21.000 tonnum af
þorski og rúmum 5.000 tonnum af
ýsu. Nær allur þessi afli fer á markað á
Bretlandseyjum. Hins vegar er töluvert
af þeim fiski sem landað er í Færeyjum
skipað beint í gáma og úr landi þannig
að í reynd er útflutningur þeirra á
óunnum fiski töluvert meiri. Raunar
eru Færeyingar sjálfir lítt hrifnir af því
hversu mikið af fiski fer óunninn úr
landi enda táknar það minni vinnu
fyrir færeyskt fiskverkunarfólk en at-
vinnuleysi er enn nokkuð í eyjunum.
Eigendur færeyskra fiskvinnslufyrir-
tækja kvarta einnig undan því að
þeim gefist ekki einu sinni kostur á að
bjóða í fiskinn því oft sé búið að selja
hann til erlendra abila áður en hann
kemur að landi. Færeysk stjórnvöld
vilja stemma stigu við þessum mikla
útflutningi á óunnum fiski og lög
Laxeldisfyrirtœkin í
Skotlandi eiga í harðri
samkeppni við
Norðmenn og spár eru
uppi um að mörg
þeirra kunni að Ijúika
slagnum
með gjaldþroti.
voru nýverið sett sem heimila heima-
stjórninni að skylda skip til þess að
landa ákveðnum hluta afla á færeysk-
um uppboðsmörkuðum. Erfiðleikar
hafa verið í landvinnslunni í Færeyj-
um og ekki hefur bætt úr skák að sam-
kvæmt lögum er færeyskum skipum
óheimilt að vinna afla um borb. Þetta
fyrirkomulag hefur sætt nokkurri
gagnrýni og því haldið fram að einu
megi gilda hvort færeyskar hendur
vinni aflann í landi eða á rúmsjó svo
lengi sem vinnslan skapi atvinnu fyrir
Færeyinga. Líklegt verður að teljast að
draga muni úr útflutningi á óunnum
fiski frá eyjunum á næstu árum og víst
Nýr sjávar-
útvegsráðherra Skota
segir að sjómenn
í Skotlandi séu sjálfir
mesta ógnunin við
ofveidda fiskistofha í
Norðursjó
er að skoskir sjómenn myndu fagna
slíkri þróun.
Svarti markaðurinn
Líklegt er að þrengingar í skoskum
sjávarútvegi valdi því hversu miklum
fiski er landað án þess að aflinn sé gef-
inn upp. Ekki er ljóst hversu mikið
magn er um ab ræða en því hefur ver-
ið haldiö fram að allt að helmingur af
öllum afla sem landað er í Skotlandi sé
ekki gefinn upp. Þab verbur þó að telj-
ast ólíklegt að hlutfallið sé svo hátt.
Þeir sem hafa viljað áætla hlutfallið
með meiri varfærni telja að a.m.k.
einum þriðja hluta alls afla skoskra
sjómanna sé landað ólöglega. Elliot
Morley, hinn nýi sjávarútvegsráðherra
Breta, sagði nýverið að skoskir sjó-
menn væru mesta ógnunin við of-
veidda fiskistofna í Norbursjó og til
lítils sé að skera þorskkvótann niður
um 12% á þessu ári þar sem ólöglegar
veiðar geri meira en að vega upp á
móti niöurskurði í kvóta. Morley hef-
ur heitið því að grípa til harkalegra að-
gerða til þess að koma í veg fyrir ólög-
legar landanir skoskra sjómanna, m.a.
að skikka sjómenn til þess að landa í
höfnum þar sem eftirlit er fyrir hendi
og bátar skuli sæta eftirliti áður en þeir
fara af fiskimiðunum, líkt og tíbkast í
Noregi. Ljóst má vera að skoskir sjó-
menn munu sæta mun strangara eftir-
liti í framtíðinni þar sem ESB hefur
samþykkt gervihnattaeftirlit með
stærri skipum og breski sjávarútvegs-
ráðherrann hyggst auka til muna eftir-
lit með smærri bátunum. Ef tölur um
ólöglegar landanir eru réttar mun því
enn þrengja ab skoskum sjómönnum
þar sem þegar hefur verið samþykkt
ab skera niður kvóta í Norðursjó á
næstu árum. Víst er að ekki bætir úr
skák ab miðin undan Færeyjum eru
svört af þorski og því geta skoskir sjó-
menn vart vænst þess að fá hærra verð
fyrir sinn afla. Skoskir laxeldisbændur
sjá jafnframt fram á erfiða samkeppni
við Norðmenn og því hefur verib spáð
að mörg laxeldisfyrirtæki í Skotlandi
verði gjaldþrota innan tíðar. Það er því
kannski ekki að undra að Skotar barmi
sér mjög þessa mánuðina.
1 0 ÆGIR