Ægir - 01.07.1997, Page 11
Góð byrjun á loðnuvertíðinni kemur víða fram:
Hlutabréfamarkaðurinn
tekur við sér
Byrjun loönuvertíöarinnar á þessu
sumri lofar mjög góöu um fram-
haldiö og eru menn sammála um aö
sú innspýting í þjóöfélagiö sem
veiöarnar eru muni eiga eftir aö
koma víöa fram. Hlutabréfamarkaö-
urinn er einn mælikvaröinn á áhrif
lobnuveiöanna og gengi bréfa í upp-
sjávarfyrirækjum fyrstu daga eftir
að veibar byrjuöu sýna aö markab-
urinn væntir góös af áhrifum þeirra
á afkomu fyrirtækjanna. Líklegast
er þó aö hlutabréfamarkaöurinn
bíbi eftir milliuppgjörum sem koma
í ágúst vegna fyrri hluta ársins.
Sigurður Sigurgeirsson, starfsmaöur
Landssbréfa, sagði í samtali viö Ægi að
eftir miklar hækkanir á hlutabréfum í
mars og apríl hafi bréfin lækkað aftur í
byrjun sumars en hvað uppsjávarfyrir-
tækin varðar má sjá að gengið hækkar
lítillega þessa dagana.
Ekki þurfti að bíða þess lengi þetta sumar-
ið loðna koetni á land.
Mynd: Þorgeir Baldursson
„Jú, þessi góða loðnuveiði í byrjun
vertíðarinnar hefur einhver áhrif á
markaðinn. Við sjáum til dæmis að
bréf í Samherja hafa hækkað og sömu-
leiðis í Síldarvinnslunni á Neskaupstað
og SR-Mjöl hefur verið að seljast á
svipuðu gengi. Fyrst og fremst held ég
að áhrifin af veiöunum komi fram í
meiri sölu bréfa í fyrirtækjunum,
áhuginn á félögunum verður meiri þó
ekki sé endilega um gengishækkanir á
bréfum að ræða. En samt má telja lik-
legt að eftir því sem vertíðin verður
betri, þeim mun líklegra sé að hækk-
anir komi fram þegar líður á haustið,"
sagði Sigurður.
Hann segir að búist sé við að milli-
uppgjör fyrir fyrri hluta ársins sýni
góða afkomu sjávarútvegsfyrirtækj-
anna. Veiðar hafi gengib vel í vetur og
mörg vinnslufyrirtækjanna eru að ráð-
ast í aðgerðir til að bæta afkomu í
landvinnslunni. Nýlokið er hluta-
bréfaútboði hjá Síldarvinnslunni á
Neskaupstað og útboð í bréfum Sam-
herja var fyrr á árinu en framundan
eru ný útboð, t.d. hjá Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur og Jökli á Raufarhöfn.
Við mælum með
Mörenót
<$> NETANAUST <$> LoJMJU
Súðarvogi 7 • 104 Reykjavík • Sími 568 9030 • Fax 568 0555 • Farsími 852 3885
ÆGIR 1 1