Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1997, Side 13

Ægir - 01.07.1997, Side 13
batnaöar. Ef ég tek bara einn hóp, þ.e. snurvoðarbátana, sem koma sterkt inn í viðskiptin á fiskmörkuðunum, þá sjá- um við hjá þessum hópi verulegar framfarir frá því sem var. Til að mynda hefði tíðkast áður að blóðga fiskinn í ílát en í dag eru flestir farnir að þvo og kæla. Varðandi trilluflotann þá merkj- um við líka breytingar. Það eru æði margir farnir að þvo fisk og leggja hann til. Nú var aflögð slægingar- skylda og það tel ég geta leitt til þess að hráefnið verði betra ef þeir viðhafa rétt vinnubrögð með því að blóðga fiskinn í ískrapa og láta hann blæða þar út og kólna, þvo hann síöan og leggja til og strá ís á milli. Þetta var farið að gera fyrst á Hornafjarð- arbátum í fyrrasumar þannig að þetta er að breytast. Það er skýr og fortaks- laus skylda í reglugerð að allan fisk eigi að ísa og kæla en síðan er í því ákveðin mótsögn að skoðunaraðilar sem taka út aðstöðu í bátunum hvað þetta varðar eru ekki með kröfur um að bátarnir sýni fram á að- stöðu til að geyma ís. En það eru æði margar trill- ur farnar að hafa ís um borð og þeir geta þetta allir ef vilji er til." Sjómenn þurfa að læra meira um hráefnið Óskar telur að of mikið þekkingarleysi á meðferð afla sé á íslenskum fiskiskip- um, þ.e. að sjómenn þurfi að gera sér betur grein fyrir hvað gerist í fiskinum ef meðferðin er ekki rétt. Munurinn á besta hráefninu og versta hráefninu sé mikill þegar í vinnslurnar er komið og allt komi þetta fram í því verði sem fá- ist fyrir afurðirnar. Allt skili þetta sér á endanum í launum sjómanna því vinnslurnar borgi mest fyrir hráefni af þeim bátum þar sem meðferðin er fyrsta flokks og varan eftir því. „Gæði alla leið er allra hagur. Arð- samasta vinna sem til er í sjávarútveg- inum eru handtökin sem menn leggja á sig til að ganga vel frá fiski um borð. Með sama hætti verður mesta sóunin þegar þetta er ekki gert. Mér finnst það alveg sorglegt að við landið erum við að draga hágæðavöru úr sjó en sumt af þessu er orðið að þriðja flokks vöru eftir tvo sólarhringa. Ég segi því enn að það vantar meiri fræðslu. Námskeiðahald er besta leiðin að mínu mati og við getum í því sam- bandi bent á þá breytingu sem orðin er á öryggismálunum í kjölfar nám- skeiða Slysavarnaskóla sjómanna. Eins tel ég að hægt sé að gera varðandi gæðamálin og meðferð afla. Það er líka alveg full ástæða til að hafa þema- vinnu um þetta efni í fiskimannanámi í Stýrimannaskólanum. Það yrði mjög gagnlegt." Eftirlitsaðilarnir mega ekki bregðast Óskar segir að jafnframt því sem bæta þurfi hugsunarhátt sjómanna gagn- vart hráefninu verði að efla eftirlitið og aðhaldið. í lögum sé að finna mjög góð ákvæði um hvernig fara eigi með afla úti á sjó en þessum kröfum verði eftirlitsaðilar, sér í lagi Fiskistofa, að fylgja eftir. „Við höfum beint erindum til Fiskistofu og Skoðunarstofu og erum sannast sagna mjög óhressir með hversu máttlausir þessir aðilar eru í að fá framþróun í þessum efnum. Ég tel að okkar félag hafi gert meira gagn með því að beita áhrifum okkar í gegnum fiskmarkaðina og við ætlum að fara að snúa okkur meira að bátun- um með fræðsluefni sem við hyggj- umst dreifa út. Rætur vandans eru um borð í bátunum og þörfin er mest hjá dagróðrarbátunum." Lélegur fiskur verð- lagður of hátt Samantekið telur Óskar að um sé að ræða hundruð millj- óna í ágóða ef gegn- umsneitt væri fyrsta flokks meðferð afla um borð. „Ég trúi því að drjúgur hluti af þessari upphæð geti skilað sér í fiskverði þar sem menn eru að keppast um að kaupa hráefnið. Það hefur sýnt sig að sumir bát- ar eru að fá mun betra verð fyrir sinn afla en það hefur líka tekið töluverðan tíma fyrir báta að skapa sér orð og sérkenni á mörk- uðunum. En því mið- ur hefur mikið sann- leikskorn verið í þeirri gagnrýni að lélegur fiskur hefur verið verðlagður of hátt miðaö við besta aflann en ef menn sýna þolinmæöi þá næst árangur og skapast verulegur verðmismunur." -Hvað myndurðu sætta þig við að það tæki langan tíma að ná bata í meðferð afla þannig að um 95% afla sem kæmi að landi hefði fengið fyrsta flokks meðhöndlun úti á sjó? „Ég væri afskaplega ánægður ef það tækist að fá þetta í gott lag á tveimur árum. Til þess þarf markvissar aðgerðir og stuðning viðkomandi yfirvalda," segir Óskar Þór Karlsson. Afli af fiskmörkuðum kominn til vinnslu. Óskar Þór segir staðreynd að þeir bátar fái betra verð sem til fyrirmyndar séu í meðferð afla. ÆGIR 13

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.