Ægir - 01.07.1997, Síða 15
IMorðmenn taka skip miskunnarlaust og færa til hafnar vegna
meintra brota á reglum um tilkynningaskyldu:
Mörg eru„Sigurðarmálin“
hjá Norðmönnum
Þaö eru ekki abeins íslendingar sem
kvarta undan aö norska strandgæsl-
an fylgi reglugeröum út í ystu æsar
og dragi skip til hafnar í Noregi
vegna smávægilegra yfirsjóna.
Þannig fengu tveir togarar frá
Hjaltlandi, Adenia I og Antarctic,
svipaöa meöferö og Siguröur.
Togararnir voru aö síldveiöum við
Jan Mayen þegar norska strandgæslan
stöövaði skipin. Við skoðun kom í ljós
aö þeir höfðu ekki fullnægt hinum
ströngu norsku reglum um tilkynn-
ingaskyldu og nákvæma færslu afla-
dagbókar. Togurunum var því stefnt til
Bodö i Noregi og gert að greiða 50
þúsund pund í sekt.
Útgerðamenn hjaltnesku skipanna
voru mjög ósáttir við framferði norsku
strandgæslunnar og sögðu að hin
meintu brot hefðu ekki verið annab
en smávægileg tækniatriði. „Norð-
menn hafa getið sér orð fyrir að fylgja
eftir gífurlega ströngu eftirliti með er-
lendum skipum. Málið er að þeir vilja
ekki að erlend skip séu þarna á svæð-
inu, svo einfalt er það," sagði John
Goodlad hjá hjaltnesku sjómannasam-
tökunum.
„Ég held að hið stranga eftirlit nú sé
til komið vegna þess að þeim finnist
að þeir hafi þurft að láta ESB þjóðum
eftir of mikinn kvóta úr norsk-íslenska
síldarstofninum," bætti John Goodlad
við.
Innflutningur Japana á
karfa stóreykst
Heildarinnflutningur Japana á karfa
jókst verulega á síðasta ári eða um
10.000 tonn. Árið 1995 nam innflutn-
ingurinn 55.898 tonnum en í fyrra var
hann kominn í 65.000 tonn. Oft hefur
frambob á stærri karfa verið takmark-
að en í fyrra brá svo við að meira en
nóg var af stærri karfanum. Þrátt fyrir
mikinn innflutning á síðasta ári var
talið ab birgðir af karfa í Japan væru
fremur litlar um síðustu áramót og
kann það, ásamt dræmri veiði á
Reykjaneshrygg, að skýra þá verð-
hækkun sem oröið hefur á þessu ári.
íslendingar eru langstærstir á karfa-
markaðinum í Japan en á síbasta ári
jókst útflutningurinn um 3.700 tonn
og voru alls flutt út 27.744 tonn eða
42% af heild.
Innflutningur Japana á karfa 1993-1996
(tonn)
1993 1994 1995 1996
Kanada 2.145 782 1.924 2.483
Bandaríkin 10.957 10.142 11.369 11.404
ísland 17.588 28.338 24.043 27.744
Noregur 4.367 2.916 638 1.693
Portúgal Rússland, Eistland, 2.138 1.253 277 152
Lettland og Litháen 16.166 19.969 14.920 17.918
Önnur lönd 4.509 3.529 2.728 4.256
Samtals 57.871 66.929 55.898 65.650
ÆGIR 15