Ægir - 01.07.1997, Síða 16
Humarvertiöin stendur nú sem hcest og
hefur betur gengið undanfamar vikur en
í upphafl hennar. Humarinn er samt
smár og fyrirséö að vertíðin verður
lakari en í fyrra.
Mynd: Þorgeir Baldursson
Ekki næst að bæta upp slæma
byrjun humarvertíðarinnar
„Mér sýnist alveg ljóst a& viö mun-
um ekki ná ab bæta upp litla veiöi í
byrjun vertíöarinnar. Frá miöjum
júní hefur veiöin veriö áþekk og á
sama tíma í fyrra en í mínum huga
er alveg ljóst ab áætlanir um 1600
tonna veibi á vertíbinni ganga ekki
eftir. Mér sýnist nær ab gera ráb fyr-
ir um 1200 tonna afla," segir Pétur
Reimarsson, framkvæmdastjóri Ar-
ness í Þorlákshöfn.
Óneitanlega hefur humarvertíöin
valdið nokkrum vonbrigöum og grípa
þurfti til lokunar á svæöi fyrir Suður-
landi vegna þess hversu humarinn var
smár. Pétur segir aö meira fari í smærri
flokkana en áður og ljóst sé aö afkoma
bátanna og vinnslunnar sé lakari af
þeim sökum.
Fyrir humarvertíðina réðst Árnes í
kaup á fullkomnum vélbúnaði frá
Marel til vinnslunnar og er vinnslan
fyrir vikið ekki eins mannfrek og áöur.
Pétur segir færri unglinga fá vinnu við
humarvinnsluna en áður vegna tak-
mörkunar sem sett hefur verið á vinnu
unglinga. Um 70 manns eru í humar-
vinnslu Árness í sumar en voru um
100 í fyrra þegar vinnsla stóð sem
hæst.
Vertíðinni á að ljúka um miðjan
ágúst en Pétur reiknar með að sótt
verði um framlengingu, líkt og gert
var í fyrra. „Já, ég reikna með að við
förum fram á að fá að veiöa til ágúst-
loka. Það verður svo að ráðast hvort
við þeirri beiðni verður orðið en ég á
ekki von á að aflinn verði mikið yfir
1200 tonnum, jafnvel þó tímabilið
veröi framlengt."
íslendingar að auka útflutning sinn
á rækju til Japans
E-kóli veiran var þess valdandi að neysla á kaldsjávarrækju dróst nokkuð
saman um tíma í Japan á síðasta sumri, þar sem Japanir neyta mikið af
kaldsjávarrækjunni hrárri. Engu að síður jókst innflutningur þeirra á kald-
sjávarrækju um 4,3% og fór úr32.100 tonnum árið 1995 í 33.500 tonn í fyrra.
Hins vegar dróst innflutningur á hlýsjávarrækju saman milli áranna 1995 og
1996. Markaður fyrir kaldsjávarrækju í Japan tók vel við sér á síðara helmingi
ársins í fyrra og sérfræðingar telja að markaðurinn muni halda áfram að vaxa á
þessu ári. Grænlendingar flytja langmest út af rækju á markaðinn í Japan eða
alls um 13.900 tonn á síðasta ár eða ríflega 40%. Útflutningur frá Kanada
hefur vaxið hröðum skrefum eða úr 4.100 tonnum árið 1992 í alls 8.900 tonn
á síðasta ári. Islendingar eru þriðji stærsti aðilinn á markaðinum í Japan;
útflutningurinn á rækju á Japansmarkað hefur vaxið nokkuð undanfarin ár eða
úr 4.150 tonnum árið 1993 í alls 6.500 tonn á síðasta ári.
16 ÆGIR