Ægir - 01.07.1997, Síða 21
Höfundur greinarinnar er
Sveinn Sveinbjörnsson,
fiskifræðingur á
Hafrannsóknastofnun
Þetta svarabi til þess samkvæmt nýja
spálíkaninu að stærð veiðistofnsins
yrbi um 2,4 milljónir tonna við upp-
haf vertíðar 1996 og leyfilegur há-
marksafli á allri vertíðinni 1996/1997
um 1635 þús. tonn miöaö við venju-
legar forsendur um 400 þús. tonna
hrygningarstofn, náttúruleg afföll og
vaxtarskilyrði. Eðli málsins samkvæmt
eru öryggismörk slíkra líkana fremur
víð og í ljósi þess hefur verið talið rétt
ab' takmarka upphafskvóta á vertíð
við um 2/3 af útreiknuðum hámarks-
afla. Þess vegna lagði Hafrannsókna-
stofnunin til að upphafskvóti vertíðar-
innar 1996/1997 yrði 1100 þús. tonn
og að sú tillaga yrði endurskoðuð er
stærð veiðistofnsins hefbi verið mæld
haustið 1996 og/eða veturinn 1997.
Fiskveiðinefnd Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins samþykkti þessar tillögur og
ákváðu stjórnvöld að eftir þeim skyldi
farið.
Leiðangrar á vertíðinni
1996/1997
Haustmæling 1996:
Á tímabilinu 27. október til 12. nóv-
ember var rannsóknaskipið Árni Frið-
riksson við loðnuleit og mælingar á
stærð loðnustofnsins. Rannsóknaskip-
ið Bjarni Sæmundsson var í sama
verkefni ásamt sjórannsóknum 30.
október til 6. nóvember en þá hófst
Skeiðarárhlaup og var skipinu þá beint
á þær slóðir til ýmissa rannsókna.
Loðnumælingunum var því lokið á
Árna Friðrikssyni einum að þessu
sinni og kom það ekki ab sök.
Að venju hófst leit úti af Vestfjörð-
um og þaðan var leitaö austur meb
Norðurlandi allt til Austfjarða. Ekki
var hægt að fullkanna Grænlandssund
og austurhluta grænlénska land-
grunnsins fyrir ís en lítillar loðnu
varð vart í nálægð við ísröndina. Veð-
ur var óvenju hagstætt og dreifing
lobnunnar og hegðun var talin mjög
heppileg til mælinga. Leiðarlínur og
togstöðvar skipanna eru sýndar á 1.
mynd.
Samfelldar lóðningar voru yfir land-
grunninu utanverðu frá Grænlands-
sundi (66° 30' N og 27° V) að Dala-
tanga (65° 20' N og 11° 30' V) en
þéttastar voru þær úti af vestanveröu
Norður - og Norðausturlandi frá Hala
að Kolbeinseyjarhrygg og norðaustur
af Langanesi. Nánast engrar loðnu
varð vart noröan 68° N. Lóöningarnar
voru samfelldar dreifarlóðningar, mis-
þéttar, en ekki fundust neinar torfur. Á
öllu svæðinu var mismikið af ársgam-
alli smáloðnu af árgangi 1995 og
fannst kynþroska loðnan á blettum
innan um eða í bland við hana. Und-
antekning frá þessu var mjótt belti
með landgrunnsbrúninni NA af land-
inu þar sem þéttar lóðningar af kyn-
þroska loönu fundust. Úti fyrir norð-
anverðri austurströndinni var svæði
með nánast hreinni ókynþroska eins
og tveggja ára loðnu og uppi á kant-
inum fyrir Norðausturlandi var einnig
talsvert af ársgamalli smáloðnu. Dreif-
ing loðnunnar var því með mjög svip-
uðum hætti og undanfarin þrjú haust.
Útbreiðsla og hlutfallsleg mergð loðn-
unnar í október - nóvember 1996 er
sýnd á 2. mynd og fjöldi og þyngd eft-
ir aldri kemur fram í 1. töflu.
Alls mældust því um 1919 þúsund
tonn af lobnu eða 214 milljaröar fiska.
Þar af mældust 1438 þús. tonn af kyn-
þroska loðnu (87 milljarðar fiska) og
um 482 þús. tonn af ókynþroska
loðnu (128 milljarðar fiska). Um 112
milljarðar fiska mældust af ókyn-
þroska eins árs loðnu sem er í meira
lagi (minnst hafa mælst 24 milljarðar
og mest 165 milljarðar og er meðal-
talið er um 77 milljarðar).
Enda þótt veður, dreifing loðnunn-
ar og hegðun væri hagstæð til mæl-
inga var erfitt að meta af nákvæmni
hlutfallið milli stór - og smáloðnu og
getur það hugsanlega hafa valdið ein-
hverri skekkju í mati á stærb veiði-
stofnsins annars vegar og fjölda ókyn-
þroska smáloðnu hins vegar. Meðal-
þyngd kynþroska fisksins var undir
meðallagi og kynþroskalengd var
nokkru minni en venjulegt er. Hlutfall
eldri árgangs (þriggja ára fisks) var,
eins og í mælingum undanfarin haust,
mun lægra en búist var við eða um
19%. Áætlað haföi verið aö þetta hlut-
fall yrði um 28% og var þaö byggt á
mati á fjölda 2ja ára ókynþroska lobnu
haustið 1995. Það var því talið líklegt
að eitthvað hafi vantab af stórri loðnu
í mælinguna og að sú lobna hafi ekki
verið aögengileg rannsóknaskipunum
er mælingarnar voru gerðar. Eins og
fram hefur komið mældust alls um
1438 þús. tonn af fullorðinni kyn-
þroska loðnu. Þetta svaraði til þess að
veiöa mætti 1011 þús. tonn til viðbót-
ar við það sem þegar var búið að veiða
(700 þús. tonn) eða að leyfilegur há-
marksafli á vertíðinni allri mætti vera
um 1700 þús. tonn miðað við venju-
legar forsendur um náttúruleg afföll,
l.Tafla
Fjöldi og þyngd loðnu eftir aldri í október/nóvember 1996
Árgangur Aldur Meðal- Fjöldi Þyngd
þyngd(g) í milljörðum (þús.tonn)
1995 1 3.3 111.9 365.4
1994 2 14.2 86.4 1225.7
1993 3 20.6 15.9 328.2
Samtals 1-3 9.0 214.2 1919.4
Þar af kynþroska 1-3 16.6 86.6 1438.3
ÆGIR 21