Ægir - 01.07.1997, Side 26
skap. „Þetta var afar skemmtilegur
tími," segir skipstjórinn og horfir
dreyminn yfir þögla bátana.
„Spennan snerist eðli málsins sam-
kvæmt um það að koma auga á
hvalinn og síðan að ná honum. Mað-
ur varð algerlega að treysta á hyggju-
vitið og reynsluna því við höfðum
aldrei nein tæki til þess arna, astik eða
neitt slíkt. Galdurinn fólst í því að átta
sig á því hvernig hann kafaði og hvar
hann kæmi upp til að anda. Þaö var
yfirleitt nokkuð fyrirsjáanlegt eftir tvö
til þrjú köf því svo virðist sem hver
hvalur kafi eftir ákveðnu mynstri.
Maður las í það og náði honum yfir-
leitt eftir 20 til 30 mínútur. Stundum
varð maður að vísu að sætta sig við að
þeir léku á okkur. Það var engu líkara
en að þessir stóru og gömlu hefðu lært
á okkur og vissu því nokk hvernig þeir
ættu að komast undan," segir Sigurður
og það fer ekkert á milli mála að þarna
fer veiðimaður sem ber virðingu fyrir
bráð sinni.
Norðmenn fóru illa
með stofninn
Sigurður segir að vitaskuld hafi mest
kapp verið lagt á að fá sem stærsta
hvali. Mest hafi verið upp úr því að
hafa, auk þess sem ákveðnar reglur
giltu um lágmarksstærðir. Kæmi það
fyrir að menn kæmu með of lítinn
hval að landi hirti ríkið aflann. Lang-
reyðin varð að vera yfir 50 fet, sand-
reyð og búrhvalir yfir 35 fetum og
steypireyð yfir 65 fet. Að sjálfsögðu
mátti ekki veiða kýr með kálfa. Sigurð-
ur segir að menn hafi þjálfast fljótt í
að sjá út stærðirnar á dýrunum. Hann
segir að mest hafi verið veitt af lang-
reyðinni á þessum tíma, eitthvað af
búrhval til að byrja með og síðan vita-
skuld sandreyð. Síðasta hnúfubakinn
segir hann hafa verið veiddan árið
1955 og síðan hafi verið lokað á veiðar
á steypireyð árið 1960. Hvalaskipstjór-
inn er á því að Norðmenn hafi farið
illa með steypireyöarstofninn hér vib
land.
„Á árunum fyrir stríð var alveg
sama þótt fullt væri af langreyð og
sandreyð í kringum þá. Þeir eltu
steypireyðinn uppi ef þeir komu auga
á hann. Hann var stærstur og þeir
vildu ná honum. Þeir voru á takmörk-
uðu svæði og gengu nærri stofninum
og því má sjálfsagt segja að tímabært
hafi verið aö friða hann."
Siguröur var messagutti í aðeins eitt
ár og vann því sem háseti frá 15 ára
aldri. Hann segir vinnuna ekki hafa
verið erfiða. Tiltölulega skamman tíma
hafi tekið aö ná þeim tveimur hvölum
sem mátti veiba, oftast frá einum og
upp í sex tíma. Mesti tíminn hafi yfir-
leitt farið í stím. Á hvalabátunum voru
alltaf fimmtán í áhöfn, kokkur, messi,
tveir stýrimenn, skipstjóri og fjórir há-
setar. Sex hafi síðan verið í vél, a.m.k.
á stærri bátunum.
Skemmtilegasta veiðimennskan
Fyrstu árin þurftu menn að sækja aðra
vinnu en hvalveiðarnar þar sem hvalir
voru eingöngu veiddir yfir sumarmán-
uðina. Fyrstu sautján árin var Sigurður
á bátum í Sandgerði, Keflavík, Akra-
nesi og Súgandafirði á veturna en
sneri alltaf í hvalinn þegar voraði.
„Mér þótti þetta frá upphafi lang-
skemmtilegasta veiðimennskan og það
var gott upp úr henni ab hafa. Hvalur-
inn er mikilfengleg skepna og gaman
við hann að eiga. Ég myndi segja að
nótaveiðin væri einna líkust hvalveið-
inni. Þar er þetta spurning hvort mað-
ur nær að „búmma" á torfuna eða
ekki."
Síðustu árin fékk Sigurður vinnu
við bátana allt árið. Þá var róið á
sumrin og síðan fengu einhverjir
vinnu við viðhald yfir veturinn. Það
var, ab sögn Sigurðar, þægilegt að hafa
þessa vinnu alveg fast og í því fólst
vissulega nokkurt atvinnuöryggi.
Atvinnuöryggib stób ekki lengi og
Sigurður dregur enga dul á óánægju
sína með stjórnvöld. Hann segir að
margoft hafi verið sýnt fram á meb
vísindalegum rökum ab engin ástæða
hafi verið til að hætta að veiða hval.
Málið hafi frá upphafi verið pólitísks
eblis. Hann segir friðunarsinna hafa
komið sér fyrir á óþægilegum stöðum
fyrir hvalveibiþjóbirnar og tilfinningar
þeirra hafi fengið að ráða frekar en vís-
indaleg rök.
Stærsta vitleysan
„Stærsta vitleysan sem við gerðum var
að fara úr Alþjóða hvalveiðiráðinu.
Við vorum alltof óþolinmóðir og hefð-
um átt að fá Norðmenn og Japani með
okkur. Þar með hefðum við haft kraft
en einir fyrir utan gátum við ekkert
gert. Við höfðum skrifað undir hafrétt-
26 ÆGIR