Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1997, Side 27

Ægir - 01.07.1997, Side 27
arsamning Sameinuðu þjóðanna þar sem við skuldbundum okkur til þess að fara eftir alþjóðlegum samþykktum um hvalveiðar," segir Sigurður. Ákvörðun um að segja ísland úr Al- þjóða hvalveiðiráðinu var tekin í lok desember árið 1991. íslendingar, Fær- eyingar, Grænlendingar og Norðmenn stofnuðu NAMMCO, Norður Atlands- hafsjávarspendýraráðið, árið 1991 og Japanir og Rússar áttu áheyrnarfulltrúa að fundum þess. Sigurður segir ráöið hafa verið algerlega valdalaust. Norð- menn hafi áfram verið í hvalveiðiráð- inu og ekki þorað að taka neinar þær ákvarðanir sem styggt gætu menn þar. „Þetta var vondur tími fyrir okkur en enn verr var þó farið með hrefnu- veiðimenn. Þau fimm ár sem við mátt- um þó veiða í vísindaskyni fengu þeir ekkert að veiða," segir Sigurður og honum hitnar nokkuð í hamsi við að rifja upp þessi ár, þvílík endaleysa sem þetta hafi allt saman verið. „Við héldum samt alltaf í vonina til að byrja með," segir hann aðspurður um hvað hvalveiðimönnum hafi fundist um þessar ákvarðanir um bannið á sínum tíma. „Við vorum svo bjartsýnir að við trúðum að banninu yrði aflétt þegar okkar menn reyndu að berja það í gegn að við fengjum að veiða en bara ákveðinn kvóta. Þær Nýskutlaður hvalur komiim upp að stefni hvalhátsins. Sigurður segir engan vafa leika á virðingu sjómannanna fyrir þessum veiðum. hugmyndir voru mjög í anda vísinda- veiðanna og voru í raun nokkurs kon- ar friðun. Menn máttu veiða eitthvað til þess að kosta rannsóknir og reka bátana. Gengið var út frá þvi aö veidd- ar yrðu um 20 sandreyðar og 80 lang- reyðar á ári. Þrátt fyrir að okkur fynd- ist sjálfsagt að fá að veiða náðu friðun- arsinnarnir sínu fram. Við fengum ekkert að veiða." Afall fyrir mennina Sigurður segir að þrátt fyrir bjartsýn- ina hafi bannið verið mikið áfall fyrir flesta mennina sem af þessu höfðu viðurværi. „Þetta var auðvitað léttara fyrir þá sem yngri voru en fjandanum erfiðara fyrir hina. Margir mannanna voru komnir um og yfir fimmtugt, höfðu lítið gert annað en stunda hvalveiðar í mörg herrans ár, höfðu lært þetta og því var erfitt að standa uppi atvinnu- laus. Það þarf mikið hugrekki til þess að rífa sig upp og fara að leita að vinnu á nýjum vígstöðvum. Sjálfs- traustið er ekki upp á marga fiska hjá mörgum sem lenda í því ab missa vinnuna eins og gerðist hjá okkur. Það hefur enda komið í ljós að margir mannanna hafa átt erfitt með ab fá fasta vinnu." Sigurður segist hafa fengið sér trillu- horn og þab hafi í raun bjargað sér. Hann hafi róið á sumrin en ekkert haft að gera á veturna. Nú er hann reyndar farinn að vinna hjá Hafnarfjarðarhöfn og segir hann það vera fyrstu föstu vinnuna sem hann fái eftir að hval- veiðibannið tók gildi. Sigurður varð skipstjóri á hvalabát- unum síðla árs 1968 og varð það allt þar til friðunarsinnarnir tóku völdin. Hann segist í raun strax hafa stefnt ab því að verða skipstjóri. Veiðiaðferöirn- ar segir hann lítið hafa breyst þessi ár. „Það var einna helst í sambandi við skutulinn. Fyrst var notaður skutull með sprengikúlu sem sprakk í allar átt- ir inni í hvalnum. Sá skutull þótti skemma svo mikið kjöt að tekinn var í notkun nýr skutull sem drap hvalinn með nokkurs konar losti. Færið var yf- irleitt 20 til 40 metrar og það var best Ummæli í hvalveiðiumræð- unni á íslandi síðasta áratuginn DV 14. júlí 1987 Cas Sandra Phillips, World Wildlife Fund í USA og The Wildfowl Trust í Englandi: „Við höfum m.a. rætt þá möguleika að erlendir neyt- endur sniðgangi þjónustu Flugleiða um allan heim, einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Einnig verður lögð áhersla á að sniðganga íslenskar útflutningsvörur og þá fyrst og fremst fiskútflutninginn." DV, 18. ágúst 1988: Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna: „Við óttumst langtímaáhrif mótmæla grænfriðunga. Þetta er vitanlega skemmdarverk gegn íslenskum hagsmunum. Spurningin er aftur á móti hvort við eigum ekki að fórna minni hagsmunum fyrir meiri." DV, 19. október 1988: Konráð Eggertsson og Gunnlaugur Konráðsson, hrefnuveiðimenn: „Við erum mjög óhressir með umræðuna um hvalveiðimálin þar sem hvalveiðimönnum er kennt um alla hluti. Ef illa gengur að selja afurðir okkar erlendis þá er okkur kennt um. Söluaðilar eru aðeins að bréiða yfir lélega sölumennsku." ÆGIR 27

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.