Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1997, Page 34

Ægir - 01.07.1997, Page 34
Stýrimannaskólinn í Reykjavík: Eitt hundrað nemendur útskrifaðir með atvinnuréttindi Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitiö í 106. skipti þann 30. maí síöastliöinn. Fjölmenni var viö skólaslitin og voru skólanum færöar margar góöar gjafir frá afmælisár- göngum. í Stýrimannaskólanum voru í vetur 88 nemendur þegar flest var í dagskól- anum. Skiptingin var þannig að á 1. stigi voru 60 nemendur og 28 á 2. stigi. Undir vorpróf gengu 77 nem- endur og 73 luku skipstjórnarprófum 1. og 2. stigs. Skipstjórnarprófi á 1. stigi luku 43, en 29 luku skipstjórnar- prófi á 2. stigi, einn lauk skipstjórnar- prófi 3. stigs á haustprófum. Réttindi til 30 rúmlesta báta öðluöust 27 nem- endur, þ.e. 16 í Reykjavík og 11 í Ólafsvík. Samtals luku því 100 manns skipstjórnarprófum til atvinnuréttinda frá Stýrimannaskólanum í Reykjavik á þessum vetri. Eins og á undanförnum árum voru haldin mörg námskeiö vegna útgáfu alþjóðlegra skírteina sem krafist er auk skipstjórnarprófa. Haldin voru 9 fjar- skiptanámskeið í nýja öryggis- og neyðarkerfinu GMDSS og luku 53 starfandi skipstjómarmenn því námi sem er 9 daga námskeið. Þeir fá al- þjóðleg GMDSS-skírteini sem Fjar- skiptaeftirlitið gefur út. Allir nemend- ur 2. stigs fá við útskrift GMDSS-skír- teini og 7 nemendur frá Dalvíkurskóla voru á vikunámskeiði í lok maí og luku fjarskiptanáminu. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, segir ástæðu er til að hvetja alla skipstjomarmenn 34 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.