Ægir - 01.07.1997, Side 35
Erling Erlingsson (t.v.) var með hœstu einkunn á skipstjómarprófi 1. stigs, fékk 8,81 í
einkunn. Fyrir miðri mynd er Eyþór Bjömsson sem fékk hæstu enkunn í siglingarfrceði á
skipstjómarprófi 2. stigs og taka þeir við viðurkenningu frá Guðjóni Eyjólfssyni.
til að ljúka þessu 9 daga námi áður en
GMDSS-kerfið tekur að fullu gildi
hinn 1. febrúar árið 1999 enda sé mik-
ilvægi fjárskipta óumdeilanlegt við
fiskveiðar og siglingar, eins og nýleg
dæmi sanni.
Sérstökum ratsjárnámskeiðum luku
26 nemendur. Fimm námskeið voru
haldin í meðferð á hættulegum varn-
ingi í þurrflutningaskipum (IMDG) og
luku þeim 20 nemendur. I samvinnu
vib Sjúkrahús Reykjavíkur og Slysa-
varnaskóla sjómanna vom haldin tvö
fimm daga námskeið í sjúkra- og slysa-
hjálp, nýrri lyfjareglugerð og notkun
lyfjakistu. Nítján nemendur luku þess-
um námskeiðum. Samanlagt vom á
skólaárinu gefin út 118 skírteini til
rúmlega 100 skipstjómarmanna vegna
styttri námskeiðanna.
Hæstu einkunnir á skipstjórnarprófi
2. stigs, sem veitir ótakmörkuð rétt-
indi á fiskiskip og undirstýrimanns-
réttindi á kaupskip og varöskip af
hvaða stærð sem er, hlutu: Alfreð Hall-
dórsson úr Kópavogi, 9,0, Eyþór
Björnsson úr Kópavogi og Þórhallur
Óskarsson úr Keflavík, báðir með 8,84.
Sigurbjörn Þorgeirsson úr Reykjavík
var með einkunina 8,77.
Hæstu einkunnir á skipstjórnarprófi
1. stigs hlutu: Erling Erlingsson úr
Reykjavík, 8.81, Valgeir Hilmarsson frá
Raufarhöfn, 8,78, Daníel Brynjar
Helgason frá Sauðárkróki, 8,67 og
Bergþór Bjarnason frá Húsavík, 8,41.
Nemendum voru ab venju veitt
fjölmörg verðlaun. Alfreð Halldórsson
fékk farandbikar Sjómannadagsráðs -
Öldubikarinn. Námsárangur hans var
sérlega glæsilegur. Hann hefur lokið
skipstjórnarnámi 2. stigs á síðastliðn-
um fjórum ámm ásamt vélstjórnar-
námi en þar fékk hann hæstu ein-
kunnir í vélfræði og rafmagnsfræöi-
greinum.
Verðlaun Landssambands íslenskra
útvegsmanna fyrir hæstu einkunnir í
siglingafræöi á skipstjórnarprófi 2.
stigs fékk Eyþór Björnsson.
Sendiherra Dana á íslandi, hr. Klaus
Otto Kappel, afhenti sjálfur verðlaun
danska menntamálaráðuneytisins fyrir
hæstu einkunn í dönsku sem Þórhall-
ur Óskarsson hlaut. Flutti sendiherr-
ann við þetta tækifæri skólanum
kveðju sína og danska sendiráösins.
Skólanum sýndur hlýhugur
með gjöfum
Eins og áður segir barst Stýrimanna-
skólanum fjöldi gjafa við þetta tæki-
færi. Fyrirtækið Elcon, sem Árni Mar-
inósson rekur, gaf ásamt Seateam í
Hollandi og dótturfyrirtæki þess
Chartworx, verðmæta siglinga- og
fiskileitartölvu af gerðinni Quodfish
QF 510 sem hefur átt góbu gengi ab
fagna í íslenskum fiskiskipum. Búnað-
ur sem Elcon gefur Stýrimannaskólan-
um er mjög fullkominn hugbúnaður
með stafrænum rafeindasjókortum og
öflugum vélbúnaði, en fyrirtækin
Seateam og Chartworx eru brautryðj-
endur á þessu sviði.
Fyrirtækib Radíómiðun gaf síðast-
liðinn vetur kennsluforrit frá Sailor til
notkunar við fjarskiptakennslu skól-
Alfreð Halldórsson tók við Öldubikamum en hann var með hcestu einkunn á
skipstjómarprófi 2. stigs, 9,0. Alfreð lauk einnig prófi frá Vélskóla íslands en hatm hefur
tekið skipstjórnarnámið jafnframt námi í Vélskólanujm sl. fjögur ár.
ÆGIR 35