Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1997, Page 38

Ægir - 01.07.1997, Page 38
í 90 ár - Gluggað í gömul blöð Beinin gáfu sjómönnum meira en þorskurinn Nú skal hugsað til hreyfings með veiðar á loðnu Már Elísson, fiskimálastjóri, skrifaði í leiðara blaðsins árið 1975 um loðnuveiðar og hvatti mjög til að farið yrði að huga að þessum veiðiskap norður af land- inu á sumrin. Gaman er að rifja þessi orð upp þessa dagana þeg- ar rífandi gangur er í loðnu- veiðunum úti fyrir Norðurlandi. „Eins og að líkum lætur meðan fiskiflotinn okkar var tæknilega vanbúinn og einungis miðaður við veiðar á þorskfiski á grunnslóð höfum við Islendingar lítið þreifað fyrir okkur um veiðar á öðrum fisktegundum fyrr en nú hin síðustu ár í sögu okkar. Nú er aftur á móti að komast skriður á tilraunir í þessu efni. Fiskiflotinn er orðinn vel búinn og á auðvelt með að skipta um veiði- aðferðir og veiða á mikiu víðara svæði en áður gerðist og meira dýpi. Mikla möguleika til að gera veiðar fjölbreyttari gefur hin djúpa hringnót og flotvarpan eða mið- sjávarvarpan, sem gerir mönnum kleift að ná fiski sem er dreifður við botn og þá illveiðanlegur og ekki heldur á yfirborðinu en torfar sig miðsvæðis." Sveinbjörn Egilsson ritaði fróblega grein í Ægi í desember áriö 1935 og þar er honum mikib nibri fyrir um nýtingu landsmanna á því sem hafib umhverfis landib hafi ab bjóba. „Hverju hefur ekki verib fleygt í sjó- inn á undanförnum árum, sem ónot- hæfu, verbmæti sem enginn getur nú reiknab út hverju nemi, t.d. mestu af karfa og nálega öllum beinum, þar til fyrir nokkrum árum ab farib var að hirba þau. Nú er þetta tvennt dýr versl- unarvara og beinin jafnvel orbin dýrari en sjálfur þorskurinn, eba í það minnsta gefa fiskimönnum eins mikið í abra hönd," segir í greininni. Sveinbjörn bendir á að íslendingar fúlsi vib síldinni á meban aðrar þjóðir kaupi hana háu verbi. Jafnvel þó hún væri ekki verðlögb hátt á íslandi þá yrbi hún ekki keypt þar sem fólk vildi ekki borba síld. „Þetta er sorglegt vegna þess ab væri hún almenn fæba hér á landi má telja víst ab heilsa manna væri betri en hún er almennt talin nú." Og Sveinbjörn heldur áfram að kenna lesendum Ægis um fæbutegundirnar ónýttu vib landib. „Önnur afbragbs fæbutegund hefur verib í sama áliti manna mebal og síld- in, eða öllu fremur í engu áliti, og er þab kræklingurinn og aban, sem áður var al- mennt notub til beitu og var víba fyrir landi, en í hennar stab er nú beitan orb- in síld að mestu og eftir því að dæma hefur kræklingur og aða haft ró og næbi til að þróast og margfaldast hér vib landi, því nú eru beitutúrar í Hvalfjörb úr sögunni fyrir löngu og fleiri slíkar ferðir til ab sækja krækling. Árib 1897 bjó vinur minn á Bessa- stöðum, Gubjón Erlendsson. Um mibj- an marz bauð hann mér að heimsækja sig og dvaldi ég hjá honum í 2 daga. Þá var hart manna á meöal, enginn fiskur og lítið um mat víða. Síbari daginn sem ég dvaldi hjá honum gengum við út að sjó, gegn Álftanessskerjunum. Vestan- brim var nýlega afstaðið og í fjörunni, svo langt sem við sáum, var breiða af nýreknum öbuskjeljum innan um þarann í fjömnni, tugir tonna ef ekki skipti hundruðum. Engum datt í hug ab hirba þetta til matar en hrafnarnir kunnu að hagnýta björgina og lifðu hátt. Ég hef heyrt nær- ingargildi öðu jafnab vib næringargildi eggja en þab var áður en talað var um vitamín." n allar stærðir 1 BJÓÐUM IVIEÐÍ IL ANNARS DAGMERKIMIÐA THERMÓ ECO BLANCO THERMÓ TOP BLANCO SYNTHERMAL (PLAST) BLANCO TILBOÐ í STÓR OG SMÁ VERKEFNI FLJÓTA OG GÓÐA ÞJÓNUSTU og gerðir límmiða n UMMIÐAR NORÐURLANDS RANDGÖTU 31 - 600 AKUREYRI SIMI 462 4166 - FAX 461 3035 38 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.