Ægir - 01.07.1997, Síða 39
TÆKNI OG ÞJÓNUSTA
Akoplast hf. á Akureyri:
Sjávarútvegurinn
orðinn lang stærsti
viðskiptavinurinn
Umsvif plastframlei&slufyrirtækis-
ins Akoplasts á Akureyri hafa aukist
jöfnum skrefum á undanförnum
árum og sér í lagi hefur fyrirtækið
sótt í sig veðrih í þjónustu við sjáv-
arútveginn. Á síðasta ári var hlutfall
sjávarútvegs af heildarveltu fyrir-
tækisins orbib um 70% og segir
Daníel Árnason, framkvæmdastjóri
Akoplasts ab sú hlutdeild sé bæði til
komin á kostnab innflutnings og
annarra framleiðenda hérlendis.
Daníel Árnason er einn þriggja að-
ila sem keyptu Akoplast árib 1991 en
þá var fyrirtækið lítið framleiðslufyrir-
tæki og salan til sjávarútvegs sama og
engin. Meðeigendur Daníels eru Eyþór
Jósepsson og Jóhann Oddgeirsson og í
dag eiga þeir félagar fyrirtækið Upphaf
hf. sem er helmingseigandi í Akoplast
á móti Plastprenti hf. Mjög fljótlega
eftir kaupin árið 1991 fóm sjónir
þeirra að beinast að sjávarútveginum.
„Til þess að stækka og þroska fyrir-
tækið þá hófum við strax vinnu við að
markaðasetja vömr fyrir sjávarútveg-
inn og það tókst með ágætum. Veltan
á sex hefur þannig aukist úr 35 millj-
ónum á ári í 220 milljónir og sjávarút-
vegurinn á mest af þessari aukningu
en aðrir hafa líka aukið sinn hlut,"
segir Daníel.
Einn af stærri þáttum sem skýra
aukin umsvif í sjávarútveginum er við-
skiptasamningur sem Akoplast gerði
við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
árið 1995. „En áður en við gengum til
Daníel Ámason (t.v.) og Jóhann Oddgeirs-
son skoða framleiðsluna í vinnslusal
AkoplaStS. Mynd: JÓH
þess samstarfs vomm við búnir að
auka veltuna upp í 140 milljónir á ári
og samningurinn við SH hjálpaði okk-
ur í áframhaldandi uppbyggingu,"
segir Daníel.
Hörð samkeppni
Stærstur hluti framleiðslu Akoplasts
em óáprentaðar umbúðir, milliplast,
blokkarpokar innan í kassa og þess
háttar.
Breytingar í vélbúnaði vinnsluskip-
anna, sem og húsanna í landi kalla á
sífellda framþróun í umbúðunum sem
pakkaö er í. Eitt af nýjustu vömþróun-
arverkefnum Akoplasts kom til vegna
nýrra pökkunarlína fyrir frystingu á
loðnu sem mörg sjávarútvegsfyrirtæki
hafa tekið í notkun á undanförnum
mánuðum. Þannig er annatími í fram-
leiðslunni þegar loðnufrysting stendur
sem hæst.
Þá segir Daníel að stefnumótun sé
ab hefjast fyrir fyrirtækið sem komi til
með að marka því stefnu inn í fram-
tíðina sem þjónustufyrirtæki fyrir
pökkun á matvælum.
„Innlendir framleiðendur eru með
stærstan hluta af því plasti sem notað
er í sjávarútveginum og minnihlutinn
kemur í gegnum innflutning. Menn
eru því fyrst og fremst að berjast inn-
byrðis um bitana. En ég bind miklar
vonir við að stefnumótunin marki
okkur þær syllur á markabnum sem
við getum unnib á þannig að ekki sé
alltaf verið að berjast í svo hörbum
slag að menn fari haltir frá borði. Sam-
keppnin er hörð í framleiðslu á plasti
og sama hvort um er að ræða fram-
leiöslu fyrir sjávarútveg eða aðrar
greinar," segir Daníel.
Útflutningur skoðaður meira
Nýverib fékk Daníel viðurkenningu
fyrir verkefni sem hann tók þátt í hjá
Útflutningsráði en hann vann skýrslu
um útflutingsmöguleika framleibslu-
vara Akoplasts á markaði á Grænlandi
og í Færeyjum. Fyrst og fremst var um
að ræða þær vörur sem notaöar eru í
sjávarútvegi. Mun þetta verkefni verða
kveikja að útflutningi í náinni fram-
tíð?
„Staðreyndin er sú að við erum að
flytja út vömr í dag," svarar Daníel. „í
fyrsta lagi höfum við þjónustað þessi
Akureyrartengdu fyrirtæki í Þýska-
landi, þ.e. Mecklenburger Hochseefis-
herei og Deutche Fishfang Union, sem
og útgerðir sem tengjast Samherja,
eins og t.d. í Færeyjum. Síban höfum
við þjónustaö okkar viðskiptamenn
niðri á Flæmska hattinum í gegnum
sölu á frísvæði á Nýfundnalandi en
við þab að vinna þessa skýrslu hjá Út-
flutningsráði og með hliðsjón af getu
fyrirtækisins og raunveruleikanum að
öðm leyti þá eygir maður tækifæri í
útflutningi. Ég reikna með að í kjölfar-
ið verði reynt ab útfæra þá áætlun sem
ég vann í þessu verkefni," segir Daní-
el.
ÆGIR 39