Ægir - 01.07.1997, Síða 40
TÆKNI OG ÞJÓNUSTA
Magnús Valdimarsson og Charles
Magnússon í húsnœöi Kcelismiðjunnar
Frosts í Reykjavík. Þeir segja að
fyrirtcekinu berist margar fyrirspumir
erlendis frá og að stefnan hljóti að vera á
markaðssetningu erlendis
Kælismiðjan Frost hf. á Akureyri og í Reykjavík:
Miklir möguleikar erlendis
segja Magnús Valdimarsson og Charles Magnússon
„Viö gerfmm ákveönar áætlanir
var&andi söluna á þessu ári og hefur
hún farib töluvert fram úr okkar
vonum. Viö höfum fengiö mjög
góöar viötökur hjá viöskiptavinum
okkar og erum staöráönir í aö sanna
aö viö séum traustins verbir. Enn
sem komiö er höfum vib lítið flutt
út af framleiðslunni en þab mun
breytast á næstu árum. Möguleik-
arnir eru miklir erlendis og viö get-
um ekki annað en verið bjartsýnir á
framhaldið. Félagiö hefur stööugt
veriö aö styrkja sig í sessi, bæöi hjá
viðskiptavinum hér á landi og
einnig á hlutabréfamarkaöi en til
marks um þaö er aö gengi bréfa í
Kælismiðjunni Frost er nú komið í 7
og það er nokkuð sem fæsta óraði
fyrir þegar fyrirtækið varð til fyrir
rúmum þremur árum," segir Magn-
ús Valdimarsson, sölustjóri Kæl-
ismiðjujnnar Frost hf., þegar Ægir
hitti hann og Charles Magnússon í
fyrirtækinu fyrir skömmu.
RSW sjókælikerfi
Charles og Magnús segja stærstu verk-
efni Frosts hf. vera í tengslum viö ís-
lenskan sjávarútveg, að selja kæli- og
frystikerfi í fiskvinnslur og skip. Um
65 manns vinna hjá fyrirtækinu í
Reykjavík og á Akureyri.
Fyrirtækið gerir sig út fyrir heildar-
lausnir, kerfin eru forhönnuð, seld,
fullhönnuö, framleidd og gangsett af
fyrirtækinu.
„Viö gerum miklar kröfur til okkar
sjálfra og teljum okkur fyllilega sam-
keppnishæfa við þaö besta erlendis.
Við höfum látið Lloyds taka út tækni-
deildina, verkstæðið og framleiðsluna
og það skiptir okkur miklu máli að fá
það uppáskrifað hjá slíkum aðila við
séum þeir fagmenn sem vib segjumst
vera," segja þeir félagar.
Kælismiðjan Frost hf. vann á síð-
asta ári kæli og frystikerfi í mörg stór
hús og mörg skip og þjónustar þar fyr-
ir utan sláturhúsin, kjötvinnslurnar,
mjólkursamlögin og ýmsa abra. Deild
fyrir ísskápaviðgerðir er meira að segja
til hjá fyrirtækin. Þetta þýbir, með
öðrum orðum, að verksvið fyrirtækis-
ins er frá ísskápaviðgerðum upp í
stærstu ammoníakskerfi. Meðal nýrra
verkefna má síðan nefna RSW sjókæli-
kerfi sem sett verða í Börk á Norðfirði
og Jón Kjartansson á Eskifirði.
40 ÆGIR