Ægir - 01.07.1997, Page 41
TÆKNI OG ÞJÓNUSTA
Markaðssókn út
„Verkefnastaðan er mjög góð og þótt
aukningin hafi verið mikil á milli ára
óttumst við ekki að þetta sé einhver
bóla. Nefna má að loðnuverksmiðj-
urnar í landinu hafa verið að endur-
nýja sinn tækjakost til að auka verð-
mæti loðnumjöls en það kallar á betri
hráefnisgæði frá loðnuskipunum sem
aftur kallar á RSW kerfi í þau," segir
Magnús.
Aðspurðir um væntingar til næstu
ára segja þeir Charles og Magnús að
innanhúss eigi menn sér markmið um
að gera stórt fyrirtæki stærra og gott
fyrirtæki betra. Þeir segjast stefna á
markaðssókn út fyrir landssteinana á
næstu árum, einmitt á meðan fyrir-
tækið er í þeirri sókn sem raun ber
vitni. Charles segir fyrirtækið til þessa
einfaldlega hafa haft það mikið að
gera hér heima að öll orkan hafi farið í
að sinna markaðnum hér.
Sannfærðir um að hægt
er að ná langt
„Við fáum mikið af fyrirspurnum
erlendis frá, bæði í gegnum alnetið og
einnig bréflega. Þetta eru aðilar sem
eru að byggja frystihús, t.d. í Perú,
Chile, Argentínu og Mexíkó. Þessar
fyrirspurnir eiga það allar sameiginlegt
að viðkomandi aðila vantar ráðgjöf
fagmanna í greininni því fyrirspurn-
rinar benda til þess að þeir viti ekkert
hvað þeir ætla að fá. Við erum vanir
að leysa úr svona málum og vegna
reynslu okkar af þjónustu við sjávarút-
vegsfyrirtæki á íslandi, sem mörg hver
eru á heimsmælikvarðan fagmennsku,
þá er ég sannfærður um að við eigum
eftir að ná langt. Það skiptir ekki máli
þótt við séum langt í burtu og kannski
örlítið dýrari," segir Magnús.
Hann og Charles segjast fullkom-
lega sannfærðir um að innan þriggja
ára verði fyrirtækið komið með útibú
úti í hinum stóra heimi, segja það
nauðsynlegt ef menn ætli sér að selja á
fjarlæga markaði.
m
Á.«
-•
RSW sjókœlikerfin nýjung
Nýjasta verkefiii Kœlismiöjunnar Frosts er smíði RSW-sjókcelikerfa fyrir nóta-
veiðiskipin. Með smíðinni flytjast mikil verkefni inn í lanciið en búast má við að útgerðir Itorfi mjög til breytinga skipa þar sem RSW
kerfi verða sett um borð. Hluti affyrsta RSW kerfi Frosts sést hér að ofan skömmu áður en búnaðurinn var sendur til Póllands þar sem
kerfið var sett upp í nótaveiðiskipið Börk NK. Á innfelldu myndinni sést inn í varmaskiptinn en sjónum er dœlt í gegnum 320 rör. Eins
og sjá má er mikil vinna ( smíði varmaskiptanna en um borð í Berki verða tvœr einingar eins og sjást hér að ofan, þ.e. varmaskiptir og
kœlimiðilskútur ásamt vélbúnaði. Kœlismiðjan Frost er þessa dagana að smíða RSW-kerfi í nótaveiðiskipið Jón Kjartansson.
ÆGIR 41