Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1997, Page 42

Ægir - 01.07.1997, Page 42
TÆKNI OG ÞJÓNUSTA Landssmiðjan kynnir nýja vinnslulínu Landssmi&jan hefur kynnt nýja vinnslulínu fyrir frystihús sem fyrir- tækið telur að geti valdið byltingu í fiskvinnslu hérlendis. Grundvallar- breyting frá hefðbundnum Iínum er sú að í stað þess að fiskflökin fari í gegnum vinnsfuna á færiböndum fer hvert og eitt flak á plötu í gegn- Verbúðin er heiti nýrrar verslunar með útgerðarvörur sem opnuð hefur verið við Hafnarfjarðarhöfn. Að nýju versluninni standa útgerðar- vörufyrirtækið Stikla í Reykjavík og verslunin Ellingsen. í Verbúðinni má segja að úrvalið sé byggt upp allt frá önglum upp í togvíra og er með nýju versluninni komið til móts við þarfir skipa og útgerðar, jafnt sem fiskvinnslufyrirtækja, vélsmiðja og verkstæða. Verbúðin var opnað snemma í júní- mánuði og horfa aðstandendur versl- unarinnar til þess að Hafnarfjarðar- höfn er stór og jafnframt vaxandi löndunarhöfn sem mikið líf er í kring- um vinnsluferlið. Sjálfvirknin á að verða svo mikil að mannshöndin snerti flakið aðeins einu sinni frá roðflettingu til lausfrystingar. Björn Jóhannsson, tæknilegur fram- kvæmdastjóri Landssmiðjunnar er höfundur þessa kerfis en vinnslulínan hefur verið þróuð og fullunnin í sam- um. Miðað við umsvif við höfnina þótti eðlilegast að færa þjónustuna sem næst hringiðunni, ekki síst þegar haft er í huga að skipin stoppa jafnan stutt inni og kalla eftir skjótri þjón- ustu á meðan þau eru í landi. Annað atriði sem gerir staðsetninguna fýsi- lega er að Hafnarfjarðarhöfn er stór löndunarhöfn erlendra skipa en út- geröarvörufyrirtækið Stikla og Elling- sen hafa verið stórir þjónustuaðili við mörg þeirra. Reiknað er með ab tveir starfsmenn verði í byrjun í Verbúðinni en verslun- arstjóri er Óttar M. EUingsen og á myndinni hér að ofan er hann fyrir framan nýju verslunina. Bjöm Jóhannsson með fiskflök á plöta- kerfi nýju vinnslulínunnar. vinnu við fyrirtækin Samey hf., Kæl- ismiðjuna Frost hf. og Marel hf. Fyrsta línan er í smíðum og standa yfir við- ræður við eitt af stærri frystihúsum landins um uppsetningu. Ætlunin er að nýja línan verði komin í gagnið um áramót. Auk breytingarinnar frá færibönd- um til plötuvæðingar eru flökin snertifryst áður en þau fara í vélskurð. Það auðveldar skurðinn, bætir útlit og eykur nýtingu. Talið er að nýja línan geti aukið bitanýtingu flaka um rúm 10% miðaö við nýjustu flæðilínur og hækkað afurðaverð vegna bættrar meðferðar og aukinna gæða. í vinnslu- sal þarf auk þess færra fólk. Með snertifrystingunni á einnig að vinnast meiri ferskleiki hráfefnisins. Plötukerfið býður jafnframt upp á skráningarmöguleika í tölvum þar sem á hverri plötu er þekkill eða tölvu- merki. Þetta þýbir að hægt verður að skrá hvert og eitt flak, að og frá hverj- um starfsmanni. Þetta býður jafnframt upp á að fiskvinnslufyrirtækin geta saiifnað upp þekkingargrunni um vinnsluna. Verslunin Verbúðin opnar við Hafnarfjarðarhöfn 42 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.