Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 11
FRÉTTIR Samtak: Tvær nýjar gerðir af Vikingum Tvær nýjar gerðir af Víking fiskibátum eru nú að koma fram á sjónarsviðið hjá Samtaki í Hafnarfirði. Annars vegar er um að ræða bát sem getur verið á stærð- arbilinu 11,99-15 metrar og hins vegar er dekkaður fiskibátur sem er 9,7 metrar að lengd og er hugsaður fyrir krókakerfið. Haukur Sveinbjarnarson, eigandi Sam- taks, segir stærri bátinn til kominn vegna smíði fyrirtækisins á ferju fyrir Isafjörð en mótið af þeim bát var þannig hannað að það nýttist einnig til framleiðsu á fiski- bátum. „Báturinn er hugsaður fyrir þá sem hafa góða kvótastöðu og þurfa á öflugri bátum að haida," segir Haukur en líklegt er að þrír bátar af þessari stærð verði smíðaðir í ár. Nýr fyrir krókakerfið Krókakerfisbáturinn nýi er 5,99 tonn og er reiknað með fyrstu afhendingu í ágúst- mánuði. Haukur segir að á sínum tíma hafi Samtak smíðað Víking 800 sem op- inn fiskibát en eftir að báturinn var dekk- aður minnkaði rúmlestatalan. Hún skilar sér til baka í nýja bátnum og auk þess býður báturinn upp á marga aðra kosti sem eru eftirsóttir. „Við erum þessa stundina með bátinn í skapalóni en smíðum síðan mótið og þar á eftir hefst framleiðslan á skrokkunum. Pantanir eru nú þegar margar og við finnum að þeir sem hafa áður átt minni Víking báta vilja endurnýja í sömu gerð, enda líkar þeim það bátslag sem við not- um. Einkenni okkar hjá Samtaki er að halda allri hönnun innan dyra hjá okkur og þannig náum við fram okkar sérein- kennum í framleiðsiunni," segir Haukur. Ijósm. Sverrír Jónasson Unnið að bátasmíði hjá Samtaki. Sjómenn og útgerðarmenn athugið! Rekum uppboðsmarkaði í öllum höfnum Snæfellssness. Útvegum löndun, ís og umbúðir. Eigum ávallt fyrirliggjandi flestar tegundir beitu s.s. síld, smokkfisk, kúffisk, gerfibeitu(ýsubeitu), loðnu og fljótlega einnig frosið síli. Einnig seljum við ýmsar rekstrarvörur t.d. ábót, baujur og belgi. Ávallt til þjónustu reiðubúnir. m w :ISKMARKAÐUR BREIÐAFJARÐAR Sími: Arnarstapi 435 6111 • Rif 436 6971 • Ólafsvík 436 1646,436 1647 • Grundarfjörður 438 6971 • Stykkishólmur 438 1646 Fax: 435 6797 436 6972 436 1648 438 6972 438 1647 GSM 896 47461893 6846

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.