Ægir - 01.04.2000, Blaðsíða 17
SMABATAUTGERÐ
Spurning um frelsi
- austfirskir smábátasjómenn i þremur ættliðum segja sögur af sjónum
„Auðvitað gleður mig að sjá son minn og sonarson leggja sjó-
mennskuna fyrir sig. Ég hvorki vil né get dæmt um hvort þeir hafi
eitthvað lært af mér, en ég tel þá þó vera nokkuð útsjónarsama sjó-
menn, fískna og glögga á veður,“ segir Sigurður Jónsson á Djúpa-
vogi, sem hefur fengist við sjómennsku síðustu 53 árin.
Sagt er að fjórðungi bregði til fósturs.
Þráinn sonur Sigurðar fæst einnig við sjó-
mennsku og útgerð frá Djúpavogi og frá
Hornafirði rær Unnsteinn sonur Þráins.
Ægir fékk að kynna sér sögu þessarar sjó-
mannsfjölskyldu að austan og ræddi við
sögupersónur.
„Á skakinu er hún lagin
við þorskinn"
Sigurður Jónsson er fæddur á Norðfirði
árið 1925. „Það snérist allt um sjóinn
heima á Norðfirði. Ef strákar fóru ekki að
róa voru þeir fegnir í að beita, stokka línu
eða í önnur slík störf," segir Sigurður,
sem fór fyrst til sjós þrettán ára gamall.
Þá voru helstu fiskimið sjómanna frá
Norðfirði út af Glettinganesi, í svo-
nefndri Kistu. Var róið þangað hvenær
sem færi gafst, en stærstu bátar Norðfirð-
inga á þessum tíma voru um 25 tonn.
Árið 1947 fluttist Sigurður frá Norðfirði
til Djúpavogs þegar hann kynntist konu
sinni, Huldu Kristófersdóttur, sem er
þaðan. Æ síðan hefur Sigurður stundað
útgerð frá Djúpavogi. Lengi var hann
með 30 tonna bát netabát, en 1970 eign-
aðist hann 9 tonna Bátalónsbát, Glað SU
97, sem hann átti um tuttugu ára skeið.
Nú á hann annan bát með sama nafni sem
er níu tonn að stærð og róa þau Hulda
gjarnan saman. „Við erum mikið á netum
hér í Berufirði og talsvert á línu einnig.
Já, Hulda er laginn sjómaður ,“ segir Sig-
urður.
„En nú held ég að ég fari að hætta
þessu,“ segir Sigurður, 74ra ára gamall,
um sjómennsku sína. Og þó. Hann segir
sjómennskuna líf sitt og yndi og alltaf
fari það svo á endanum að þegar hann hafi
verið um einhvern tíma í landi fari hug-
urinn aftur að leita út á sjó. Utiveran
heillar og ekki síst veiðimennskan. - En
mikil er breytingin sem orðið hefur á
fiskigengd fyrir austan, að mati Sigurðar.
Hann minnist þeirra sælu tíma þegar
rækja veiddist á Berufirði og hægt var að
gera út á hana eða á skarkolaveiðar með
snurvoð á sömu miðum. „Nú höfum við
bara þorsk hér í Berufirði og mér finnst
þetta vera frekar tregt hjá okkur á þessum
fimm bátum sem þetta stundum," segir
hann.
Sjálfs síns herra
„Fyrir mér er smábátasjómennska ekki
síst spurning um frelsi. Að geta veri sjálfs
síns herra," segir Þráinn Sigurðsson.
Hann er fæddur árið 1948 og stundaði
lengi vörubílaakstur og síðar búskap um
fjórtán ára skeið á bænum Tjörn á Mýr-
Ijósmyndir Magnús Sigurðsson
Sigurður Jónsson, ásamt syni sinum Þráni og
sonarsyninum Unnsteini. Allir smábátasjómenn og
una sér vel i þvi starfi.
SERHÆFING
ER OKKAR FAG !
ÁLHLIÐÁ BILÁ OG
BÁTABÓLSTRUN
BÁTÁDÝNUR
STÓLAR
OG ÁKLÆÐAVIÐGLRÐIR
bM og báiabúlstrun
L
rlyngásí 10 Garóabæ
S.5654772 emaU:Jkg@lsholl.ls
17