Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2000, Side 18

Ægir - 01.04.2000, Side 18
„Gott að geta verið sjálfs síns herra," segir Þráinn. „Hef alltaf haft gaman af veiðiskap," segir Unnsteinn. Sigurður með eiginkonu sinni, Huldu Kristófersdóttur. „Hún er laginn sjómaður," segir Sigurður. um í Austur-Skaftafellsýslu. Árið 1984 fluttist hann aftur á Djúpavog og afréð fjórum árum síðar að fara út í útgerð til þess að tryggja betur afkomu sína og lífs- viðurværi, enda farið að þrengjast um í akstrinum. Hann keypti fyrst Sómabát af gerðinni 800 og nefndi Birnu SU. Það er kvótabátur, sem hefur 60 tonna kvóta. Svo á hann annan bát til, Emelí SU, af sömu stærð og gerð og sá bátur er gerður út í dagakerfmu. Á þessum tveimur bát- um sækir Þráinn á handfærum og línu á miðin og er oftast einn á bátnum. Aðspurður segir Þráinn að það hafi sjálfsagt haft áhrif í sínu tilviki að faðir hans var og er sjómaður. „Maður var oft að veltast með honum sem strákur," seg- ir Þráinn. „Það kom mér svo sem ekki á óvart að Unnsteinn skyldi fara út í þetta sama,“ segir Þráinn um sjómannsferil sonar síns. „Eg held að stráknum hafi tek- ist að standa nokkuð vel að sínum málum og það er alltaf gaman að sjá þegar svo tekst til hjá ungum mönnum. Hitt veit ég að sjómennska og útgerð er ekki fyrir alla, það þarf úthald í þetta.“ Síst erfiðara að byrja i dag Þráinn nefnir að á fyrstu árum sínum í út- gerðinni hafa smábátaveiðarnar verið frjálsar án neinna takmarkana. Árin 1989 og 1990 voru svo viðmiðunarár áður en kvótakerfið var innleitt í greinina árið 1991. „I upphafi gildisdaga kerfisins fékk ég 80 tonnum úthlutað, en næstu ár á eftir var kvótinn skertur í tröppugangi niður á við, ár frá ári. Fór alveg niður í 30 tonn þegar mest var. Á þessum árum heyrðist hins vegar ekki stuna um rang- læti þó mikil væri skerðingin, en hávært er sungið í dag þegar kvótinn er aukinn aftur,“ segir Þráinn, sem í dag fiefur 60 tonn skráð á Birnu SU. Hann segir kvóta- stöðuna vera góða og eðlileg hagræðing í greininni hafi skapað traustan rekstrar- grundvöll. Um kaupin á bátnum Emelí árið 1995 segir Þráinn hins vegar að þau hafi komið til vegna skerðingar á kvóta og eins hafi til að tryggja betur afkomu sína. „Að mínum dómi er síst erfiðara fyrir unga menn að hefja útgerð í dag en var til Höfum ávallt mjög mikið úrval skipa og báta á skrá af öllum stœrðum og gerðum. Önnumst einnig kvótasölu. Söluskrá okkar er á bls. 621 í textavarpinu. Á skipasölunni starfa aðilar með mikla reynslu af sjávarútvegi síðustu áratugi og lögmaður er ávallt til staðar. • Komið og fáið söluskrá, alltaf heitt á könnunni. SklPAMIÐLUNIN Ðátar & Kvóti Síðumúla 33. Reykjavík • Sími: 568 3330 • Fax: 568 3331 • skip@vortex.is 18

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.