Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2000, Side 19

Ægir - 01.04.2000, Side 19
dæmis þegar pabbi var að byrja að hasla sér völl í þessu fyrir fimmtíu árum síðan. Kvótakerfið skapar traustan grundvöll í þessari grein og kvótinn er veðhæfur. Því standa bankar opnir þeim sem áhuga hafa á að reyna fyrir sér í útgerð. Ef dæmið gengið ekki upp geta menn alltaf losað sig út úr þessu,“ segir Þráinn ennfremur. Veiðiskapur er skemmtilegur Þegar Unnsteinn Þráinsson var að alast upp sem strákur á Tjörn á Mýrum var veiðiskapur í ám og tjörnum hans helsta gaman. Enda var og er silungur í hverri á og tjörn á þessum slóðum. „Eg hugleiddi stundum að verða bóndi, en síðan leiddi hvað af öðru og ég varð sjómaður. Kannski vegna þess að ég hef gaman af veiðiskap og sá einnig að í þessu starfi ætti ég kost á þvf að lifa af honum," seg- ir Unnsteinn, sem fæddur er 1969- Fjórtán ára gamall var hann um tíma á bátnum með Sigurði afa sínum og segir það hafa verið mikinn lærdóm. Afi sinn sé laginn og séður sjómaður, jafnlyndið einstakt og Berufjörðinn og allar aðstæð- ur þar þekki hann nánast eins og lófann á sér. Árið 1988 fór Unnsteinn að stunda sjómennsku, fyrst með föður sínum - en árið 1990 fjárfesti hann í eigin bát, Evu SU 197, fimm tonna plastbát. Hefur hann reyndar nýlega pantað nýjan bát hjá Trefjum hf. í Hafnarfirði, 5,9 tonna, sem er hámarksstræð báta sem eru í afla- markskerfinu. Unnsteinn flutti sig frá Djúpavogi til Hafnar í Hornafirði fyrir fimm árum. Þá var orðið tregara um veiði við Djúpavog ..en síðan líka hitt að mig langaði alltaf að flytjast á mínar æskuslóðir á Höfn,“ segir Unnsteinn sem rær nú, fjórðu vor- vertíðina í röð, frá Þorlákshöfn. Það gerir reyndar allstór hópur sjómanna frá Hornafirði um þessar mundir - og búa þeir í einskonar verbúð í Hlíðardalsskóla, aflögðum heimavistarskóla aðventista sem er nokkra kílómetra ofan við Þor- lákshöfn. „Það er gott samfélag sjómanna sem heldur þarna til - og reyndar byggist þetta allt á því að brauðstritið sé skemmtilegt. Ella væri ég ekki í útgerð." Fjórði ættliðurinn Að mati Unnsteins er bjart framundan í smábátaútgerð á Islandi. „Þetta er þó undirorpið því að þorskaflahámarkið verði ekki opnað, það er að menn geti ekki farið að selja kvóta úr því í aðra flokka, svo sem togaraútgerðina. Obreytt fyrirkomulag leiðir til lægra verðs á aflaheimildum og þar með er bet- ur opinn sá möguleiki að ungir menn komist inn í þetta. Sem er ekkert svo óraunhæft, nú þegar auðvelt er að fá láns- fé til hverskonar atvinnustarfsemi. Þó verð ég að segja að erfiðara er að hefja út- gerð í dag en var þegar ég fór af stað því aflaheimildirnar eru orðnar mun dýrari," segir hann. Hvorki Sigurður, Þráinn né Unnsteinn neita því ekki að sjómennsku og afla- brögð beri stundum á góma þegar þeir hittast allir þrír á góðri stundu, án þess þó að fjölskylduboð verði eins og umræð- ur á fiskiþingi. „Það er oft verið að spek- úlera í hlutunum," segir Þráinn. - En hvað með fjórða ættliðinn? Unnsteinn segir að sonur sinn, Hólmar Hallur, sem er tíu ára gamall, hafi einu sinni farið með sér í róður, þá sex ára gamall þegar haldið var út á Berufjörð. „Nei, ég ætla ekki að ýta neinu að honum í þessum efnum. Hann verður að finna það upp hjá sjálfum sér ef hann ætlar að verða fjórði ættliðurinn í þessu." Aflinn á Leið í lestina hjá Sigurði HJÁ OKKUR FÆRÐU AÐEINS BESTU VÉLAR TÆKI... LISTER PETTER icók' MORSE ep€DROLLO' MASTER aquadrive Heimsþekkt vörumerki Cummins er stærsti framleiðandi dísilvéla yfit 200 hö í heimi! Ánanaust 1, Reykjavík. Sími 552 6122. Veffang: http://www.velasalan.is Cummins dísilvélar mmm-Bmm-Þmmsm 19

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.