Ægir - 01.04.2000, Síða 20
SMÁBÁTAÚTGERÐ
Tveggja báta maður
- spjallað við Theódór Erlingsson, 29 ára útgerðarmann
„í raun kom af sjálfu sér að ég yrði sjómaður, enda standa þeir að
mér í öllum ættum,“ segir Theódór Erlingsson útgerðarmaður í
Hafnarfirði. Hann er ættaður frá Tálknafirði og ólst þar upp en
flutti fimmtán ára gamall suður yfir heiðar.
Útgerð eigin báts hóf hann árið 1990,
þegar skall á kennaraverkfall í framhalds-
skólunum en vorið 1990 sleit hann end-
anlega frá námi og síðan varð ekki aftur
snúið. I dag gerir Theódór út tvo 6 tonna
báta, aflahámarksbát og annan sem gerð-
ur er út í sóknardagakerfinu.
Aðgengið er erfitt
„Það eru sjálfsagt ekki margir ungir
menn sem leggja smábátaútgerð fyrir sig.
Þeir eru til, nokkrir eru fyrir vestan, en
færri erum við hér á suðvesturhorninu,"
segir Thedór. Hann þvertekur þó fyrir að
fordómar ríki gagnvart mönnum sem
leggi þetta fyrir sig, þótt smábátasjó-
mennska sé beinlínis ekki í tísku.
Fyrstu ár sín í útgerðinni sótti Theódór
aðeins sjóinn yfir sumartímann og þá frá
heimaslóðum sínum á Tálknafirði. Fyrir
tveimur árum gerði hann þetta hins veg-
ar að heilsársstarfi og rær í dag frá Hafn-
arfirði yfir vetrartímann en frá Vestfjörð-
um á sumrin.
Um aðgengi ungra manna að útgerð í dag
segir Theódór það vissulega vera erfitt.
Að sönnu sé stór biti að kaupa fimm
tonna bát í aflamarkskerfinu með 100
tonna veiðiheimild, enda slík fjárfesting
aldrei innan við 70 milljónir króna. Hann
segir banka vera tregari til útlána en fyr-
ir til dæmis ári síðan, nú sé hægt að fá í
mesta lagi helming þessarar upphæðar
lánaða. Áður hefði allt að 80% upphæð-
arinnar fengist að láni.
„Þetta hafa bankarnir gert til að slá á
þensluna. Síðan er náttúrlega annað mál í
þessu að vextirnir eru djöfullegir, það er
mjög erfitt að standa undir 15% skulda-
bréfavöxtum, hvað þá ef farið er í enn
meiri fjárfestingu, til dæmis kaup á 30
tonna aflamarksbát. Þá erum við að tala
um 2-300 milljónir króna. I slíkum til-
fellum er ég hæddur um að miðað við
Ijósm. Sverrir Jónasson
Theódór Erlingsson.
lánakjörin finnum við ábatasamari fjár-
festingu en útgerð."
Aðstæður fljótar að breytast
Strax upp úr mánaðamótum apríl og maí
ætlar Theódór að vera kominn á sjóinn
fyrir vestan og sem fyrr mun hann gera út
frá Tálknafirði. Sjálfur mun hann róa á
Margréti BA, en mun hafa menn fyrir sig
á hinum bát sínum.
„Við verðum sjálfsagt eina þrjá mánuði
í þessu úthaldi fyrir vestan. Hins vegar
þýðir voðalega lítið að vera að spyrja mig
að þessu núna, aðstæður í útgerðinni eru
svo fljótar að breytast. Lögum um smá-
bátaútgerð hefur verið breytt á hverju ári
síðan ég byrjaði í þessu fyrir tíu árum og
aðrar vendingar í þessu eru alveg í sam-
ræmi við það. Þess vegna gæti ég verið
hættur í útgerð þegar blaðið kemur úr!“
EINHOLTI 6 • BOX 3107 - 105 REYKJAVÍK