Ægir - 01.04.2000, Side 24
BÁTASMÍÐI
Óskar Guómundsson, framkvæmdastjóri Bátasmiðju Guðmundar, við nýjan Sómabát sem bíður þess að
verða afhentur nýjum eiganda sínum.
Bátasmíðja Guðmundar:
Fyrirsjáanleg verkefni
ár fram í tímann
- nýr Sómi 960 eftirsóttur
„Það verður að viðurkennast að það er mjög líflegt í bátasmíðinni
þessa stundina og hjá okkur eru fyrirsjáanleg verkefni eitt ár fram
í tímann í smíði Sómabátanna,“ segir Óskar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfírði. Að jafnaði er
afhentur hjá fyrirtækinu einn bátur á mánuði og að undanförnu
hafa verið afhentir bátar af gerðinni Sómi 960, sem er bátur
þróaður upp úr Sóma 870.
„Þennan bát höfum við haft í þróun um
nokkurra ára skeið og tekið eitt og eitt
skref í þróuninni í senn. Markmiðið sem
við vorum að fikra okkur að var að halda
þeim einkennum sem Sómabátarnir hafa,
þ.e. að báturinn haldi léttleika sfnum,
hraða, sjóhæfni, hagkvæmni í rekstri og
lágmarks olíueyðslu, auk þess að vindrek
sé í lágmarki. Það er fyrst og fremst hrað-
inn sem við höfum verið að elta og við
höfum á síðari árum náð þeim árangri að
fá bátana til að halda miklum ganghraða
þrátt fyrir lestun. Okkar viðmiðun hefur
alltaf verið að tómir nái Sómabátarnir 30
mílum en nái lestaðir með t.d. fjórum
tonnum að ganga 26 mílur. Þetta er mik-
ill munur frá því sem áður var. Þessu er
að þakka öflugri vélum, þróaðri skrúfu-
búnaði og endurbættri hönnun á skrokk-
num,“ segir Óskar en f Sómabátana eru
fyrst og fremst notaðar Volvo Penta vélar.
Tugir Sómabáta á Hornbanka
A síðasta ári var fyrsti Sómabáturinn seld-
ur til Noregs og segir Óskar að það hafi
verið mikil tímamót að frá Islandi sé seld-
ur bátur til lands sem sé jafn þekkt fyrir
báta- og skipaframleiðslu og raun ber vitni.
Og áfram verður haldið á þeirri braut að
selja báta úr landi og þróa og selja á innan-
landsmarkaði. Guðmundur segir að
Sóminn hafi þegar sannað sig við erfiðar að-
stæður í Norður-Noregi og Finnmörku.
Báturinn ber nafnið Guðmundur og hefur
oft verið eini báturinn á sjó af þessari stærð,
verið innan um 30-40 tonna báta og fiskað
vel og komið Norðmönnum mjög á óvart.
„Með því að fá bátana til að plana með
lestun og halda þannig ganghraðanum
náum við fram þeim eiginleikum að hægt
er að sækja lengra á miðin. Við höfum
dæmi um að í fyrrahaust hafi verið 15-20
Sómabátar á Hornbankanum, um 80 míl-
ur frá landi. Þetta segir okkur mikið um
áhuga okkar kúnnahóps," segir Óskar.
„Miðað við hvernig umhverfi smábátaút-
gerðarinnar er þá bendir eftirspurnin
fyrst og fremst til þess að endurnýjunar-
þörfin sé orðin mjög brýn í flotanum.
Óvissan í kringum kerfið er mikil þessa
dagana en verði frestað gildistöku þeirra
lagabreytinga sem ætlað var að kæmu til
framkvæmda í haust þá munu margir
bíða um sinn með að endurnýja sína báta.
Engu að síður sjáum við fram á mikil
verkefni á komandi mánuðum og það er
vel,“ segir Óskar.
Nýi Sóminn efirsóttur
Eins og áður segir hefur Bátasmiðja
Guðmundar nú þegar afhent nokkra báta
af nýrri gerð, þ.e. Sómi 960. Um er að
ræða 9,6 metra langan bát sem er lögleg-
ur innan krókakerfisins.
Óskar við hálfsmíðaðan Sóma.
24