Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2000, Síða 27

Ægir - 01.04.2000, Síða 27
ÆGISVIÐTALIÐ Keflvíkingur seidur og Dagbjartur keypti vélbátinn Gullfoss. Upp úr 1950 flutti Dagbjartur með fjöl- skyldu sinni til Hafnarfjarðar og þar gerði hann út tvo báta sem báðir báru nafnið Nanna. Um tíma var Dagbjartur síðan bátlaus en rétt um það bil sem kvótakerfið kom á keypti hann níu tonna bátinn Kóp og gerði hann út þar til í fyxra. Dagbjartur segist hafa komið að nánast öllum veiðiskap sem þekkist hér við land. „Eg hugsa að túnfiskveiðar séu það eina sem ég hef ekki kynnst í sjómennskunni á Islandsmiðum," segir Dagbjartur. Okkur er trúað fyrir fiskimiðunum Dagbjartur segir að það brenni í sífellu á smábátasjó- mönnum að öll þau kerfi sem búin hafi verið til í kringum sjósókn hér á landi á síðari árum mismuni sjómönnum. Sumir hafi leyfi til að róa í 40 daga á ári - aðrir í 20 og enn aðrir hátt í 300. „Sumir fá stærri skammt en aðrir úr auðlindinni. Eg man að þegar ég var á sínum tíma búinn að fá díselvélina í fyrsta bátinn þá sagði pabbi við mig að nú yrði ekki aftur snúið með að ég færi í útgerð. Eng- inn hefði leyfi til að stöðva mig í því að sækja sjóinn en ég skyldi hafa það hugfast að fara vel með fiski- miðin sem mér væri trúað fyrir. I dag gilda í raun ná- kvæmlega sömu lögmál að menn verða allir að ganga vel um fiskimiðin og auðlindirnar en munurinn er sá að núna fá sumir meiri rétt en aðrir. Mér finnst að þessi kerfi séu öll komin úr böndunum og farin að vinna í öfuga átt,“ segir Dagbjartur og leggur áherslu á að strandveiðiflotinn sé sá fiskiskipafloti sem státi af litlum tilkostnaði við veiðar. „Ef við horfum á erlendar skuldir þessarar þjóðar og skuldir sem stofnað hefur verið til vegna skipaútgerð- Lagt að í Þorlákshöfn um 1930. Þau hafa heldur betur tekið stakkaskiptum islensku skipin siðan þessi mynd var tekin. ar þá er ég viss um að mjög lítill hluti þeirra er til- kominn vegna strandveiðiflotans. Af hverju má ekki fara ofan í saumana á þessum þætti og reikna út hag- kvæmni í útgerð fyrir þjóðarbúið." Um borð í Kópi. „Fyrsta sumarið mitt var eitt af þeim bestu hvað afla snertir." Göngum hart að lífríkinu Dagbjartur segir að á stríðsárunum hafi verið mikill línubátafloti í Keflavík og Sandgerði og netabátafloti Mótorbáturinn Gullfoss var í eigu Dagbjarts um árabiL. Tvo báta átti Dagbjartur sem báru nafnió Nanna. Þetta er sú síðari og „...hörku sjóskip," segir Dagbjartur. Viötal: Jóhann Ólafur Halldórsson Ljósmyndir: Sverrir Jónasson 27

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.