Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2000, Page 36

Ægir - 01.04.2000, Page 36
UMRÆÐAN Efnahagslögmál hafsins Björn S. Stefánsson skrifar Heimskulegt væri að ákveða fyrirfram leyfilegt heildar- magn kindakjöts af beitaralmenningi. í umræðum um nýtingu fiskislóða standa deilur um ráðstöfun á réttin- um til hlutdeildar í leyfilegum heildarafla þorsks og annars sjávarfangs af fiskislóð, sem er almenningur. Sýnt verður, að það er jafn heimskulegt að ákveða fyrir- fram leyfilegan heildarafla þorsks úr sjó og að ákveða fyrirfram leyfilegt heildarmagn kindakjöts af afrétti. Hagfræðingar, sem ráða umræðu um nýtingu fiskislóða, hafa ekki fjölbreytileg sjónarmið lífríkis. Athyglin beinist að heildarafla, ákvörðuðum fyrirfram af mönn- um (stjórnvaldi). Þeir leggja á ráðin hvernig ráðstafa beri (skip- ta) réttinum til þessa afla. Fyrsta forsendan sem þeir gefa sér, fyrir- fram ákveðinn leyfilegur heildar- afli, er heimskuleg og væri merki- legt ef afleiðingin reyndist ekki óþörf. Lífríkið stjórnast af framboði og eftirspurn. Framboð fæðu er tak- markað og sveiflast, eins og allt í lífríkinu, en eftirspurnin ræðst af fjölda lífvera, sem sveiflast líka. Búskapur felst í því að hafa lífver- urnar, sem nýta á, hæfilega marg- ar miðað við fæðuna. Hygginn fjárbóndi heldur fjártölunni niðri miðað við fóður. Ef hann eykur ekki fóðuröflun stórlega, hlýtur hann að farga flestum lömbunum, eins og viðkomu er háttað. Þegar fé er á fjalli, á hann ekki við sjálf- an sig, hvernig fer um næringu fjár hans, heldur er nýting afrétt- arins á hendi stjórnar upprekstrar- félags. Nýting slíks almennings er um margt lík nýtingu fiski- slóða, sem eru almenningur, eins og nú skal rakið. Samanburður á stjórn beitaralmennings og þorskveiða Stjórn upprekstrarfélags þarf að ákveða að vori, hvenær má reka á fjall. Það ætti ekki gera fyrr en kominn er nægur gróður, svo að ær mjólki lömbum vel og þau dafni. Ferðir þorsksins verða ekki af mannavöldum nema óbeint. Þorskurinn fer þangað, sem æti er að finna, og hörfar þaðan sem ekki er æti. Menn ráða ekki göngu þorsks; menn ráða því sem sagt ekki hvenær og hvar þorskurinn gengur á mið (þéttir sig), en menn hafa áhrif á það með veiðum og veiðiaðferðum hversu margt er af hinum ýmsu árgöngum á mið- unum. Að þessu leyti felst viti borið eftirlit í þágu þorskveiða í því að fylgjast með lífsskilyrðum hans, sem birtast áþreifanlegast í þrifum þorsks á ýmsum aldri, og viti borin stjórn þorskveiða felst í því, að veitt sé eða tortímt svo miklu af ungum og gömlum þorski, að næring verði til góðra „Ferðir þorsksins verða ekki af mannavöldum nema óbeint. Þorskurinn fer þangað, sem æti er að finna, og hörfar þaðan sem ekki er æti. Menn ráða ekki göngu þorsks; menn ráða því sem sagt ekki hvenær og hvar þorskurinn gengur á mið (þéttir sig), en menn hafa áhrif á það með veiðum og veiðiaðferðum hversu margt er af hinum ýmsu árgöngum á miðunum."

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.