Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2000, Qupperneq 40

Ægir - 01.04.2000, Qupperneq 40
FISKAR Sjaldséðar físktegundir við íslandsstrendur áríð 1999 Jónbjörn Pálsson Höfundar eru starfsmenn Hafrannsóknar- stofnunarínnar Árið 1999 barst fjöldi sjaldséðra fisktegunda til Hafrannsóknastofnunar líkt og und- anfarin ár. Langflestar þessara tegunda voru veiddar innan 200 sjómílna markanna. Engar nýjar tegundir áður óþekktar á íslandsmiðum veiddust árið 1999 en þrjár teg- undir höfðu aðeins sést einu sinni (klumbuskeggur) til tvisvar (rauðskinni) eða þris- var (tuðra) áður. Eftirfarandi er samantekt yfir þá sjaldséðu fiska sem bárust Hafrann- sóknarstofnun á árinu. Sæsteinsuga Petromyzon marínus Ein sæsteinsuga veiddist í botnvörpu Snorra Sturlu- sonar RE í Hvalbakshalla (64°24TSS, 12°58'V) í júlí. Hún var 53,5 cm að lengd. Önnur jafnlöng veiddist í ágúst rétt sunnan við Vestmannaeyjar. Veiðiskip var Núpur BA. Gljáháfur Centroscymnus coetolepis 1 apríl veiddist einn 78 cm langur gljáháfur í flot- vörpu togarans Snorra Sturlusonar RE á 659 metra dýpi á Reykjaneshrygg (6l°30TST, 27°30'V). Maríuskata Bathyraja spinicauda Einn 133 cm hængur veiddist í maílok suður af Skaftárdjúpi (63°03'N, 17°50'V). Veiðiskip var Hrafn Sveinbjarnarson GK. Þá fengust einnig í maílok tvö pétursskip úr mar- íuskötu á sömu slóð. Stærð þeirra var 98x138 mm og 84x138 mm, án þráða. í smærra pétursskipinu var 24,5 cm fóstur. Brandháfur. Brandháfur Hexanchus gríseus Um miðjan nóvember veiddist 150 cm brandháfur á 275 metra dýpi 45 sjómílur suður af Grindavík. Veiðiskip var Þorsteinn Gíslason GK og veiðarfæri lína. Þetta gæti verið tíundi brandháfurinn sem fæst á Islandsmiðum frá 1920, þegar hans varð fyrst vart. Úthafsangi. Kambháfur. Kambháfur Pseudotriakis microdon Um 190 cm langur kambháfur veiddist í marslok í net á 348 metra dýpi suðaustur af Vestmannaeyjum (63°19,6'N, ÍO^S^-V). Úthafsangi Mautisia microlepis 1 lok maí veiddist einn 27 cm langur úthafsangi í botnvörpu togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar GK suður af Skaftárdjúpi (63°03'N, 17°50'V). Sæangi Normichtys operosus Um miðjan mars komu fjórir sæangar, 11-15 cm langir, í vörpu rs. Bjarna Sæmundssonar RE á 360- 380 metra dýpi út af Flákanum undan Suðaustur- landi (64°30'N, 12°03 V). Veiðiskip var Skálafell ÁR. Annar sem mældist 193 cm veiddist seint í maí suð- . ur af Vestmannaeyjum (ó^DO'N, 20° 11 'V). Veiði- skip var Hrafn’Sveinbjarnarsmt-GK. Þar meðéru þeir orðnir 1 5 kíimbháfarnir ,sem funrj- ' /ið ísland'á árunum' 1900=1999. Ránarangi Sagamichthys schnakenbecki I apríl veiddist 10 cm ránarangi í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE á 659 metra dýpi á Reykjaneshrygg (Éi»3.njl.27»20T). ; ist hafa við Island á árungm'1900*1999.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.