Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2000, Síða 44

Ægir - 01.04.2000, Síða 44
TÆKNI Merkúr hf.: Ný stjórntæki frá Mathers fyrír báta og stærrí skip Merkúr hf. hefur nýlega hafið kynningu og sölu á Mathers rafmagnsstjórntækjum sem eru þrautreynd og rómuð um allan heim, enda með mest seldu rafmagns stjórntækjum í dag. Fulltrúar Mathers Controls Inc. voru í heimsókn hjá Merkúr hf. fyrir skömmu og héldu námskeið í uppsetn- ingu og þjónustu tækjanna fyr- ir sölu og þjónustumenn. Framleiðandinn, Mathers Contols Inc. í Bandaríkjunum hefur áratuga reynslu í framleiðslu á rafmagns- og loftstjórn- tækjum. Framleiðslan er öll vottuð af við- urkenndum flokkunarfélögum t.d. DNV, Germanischer Lloyd ofl. Tækin hafa ver- ið notuð við hinar erfiðustu aðstæður eins og t.d. í Alaska og Kanada þar sem mikl- ar sveiflur geta orðið í veðurfari, tækin vinna á jafnspennu frá 7-32 voltum. Að sögn Jóns Ólafs Ársælssonar hjá Merkúr hf. hefur stjórnbúnaðurinn m.a. þá kosti að allar skipanir eru í einu hand- fangi, þ.e.a.s. olíugjöf, kúpling og tog- loki. „Búnaðurinn sér til þess að ekki er hægt að gleyma toglokanum á, sem er eitt algengasta óhappið sem á sér stað í gírum með snuðloka. Einnig er skemmti- legt, ef um tvær vélar er að ræða, að mjög nákvæmur samkeyrslubúnaður sér um að vélarnar geta keyrt á sama hraða, sé þess óskað," segir Jóhann Ólafur. „Framtíðin í stjórnun véla í minni bátum" Hann segir í boði þriggja ára ábyrgð á stjórntækjunum og um uppsetningu og viðhald sér Jóhann Lúðvík Haraldsson, löggildur rafvirki. Varahlutaþjónusta er hjá Merkúr hf. „Það fer ekki á milli mála að þetta er framtíðin í stjórnun véla um borð í minni bátum. Sem dæmi má nefna að í nýjasta bátnum frá Trefjum ehf., mb Arna í Teigi GK-1, sem er 38 feta netabátur, eru tvær 350 hestafla Yanmar vélar sem er stjórnað með Maters stjórntækjum. Einnig hefur verið pantað eitt sett í 2ja véla ferju sem er í smíðum hjá Samtak hf. I Hafnarfirði. Ef notuð hefðu verið hefð- bundin stjórntæki hefði þurft 12 stjórn- stangir, en með því að velja Mathers raf- magns stjórntæki þarf aðeins 2 stangir. Eg held að allir þeir sem hafi prófað Mathers stjórntækin séu sammála um að hér er á ferðinni mikil framþróun í stjórnbúnaði," segir Jóhann Ólafur Ár- sælsson. Raylheon - siglingatæki í minni skip Raytheon R80 RC HSB Pathfinder SL Radar 7" og 10“ skjár. M-ARPA(IO'), kortaplotter(C-Map). Autotune.Skjár 640x480 pixel, GPS staðsetning i bendli ásamt stefnu og fjarlægð. Hægt er að skipta skjá milli radars og plotters. 2kw, 4kw iokaður eða opinn scanner 24-48-72 sjóm. Raychart 630 7" LCDskjár. Fyrirferðalitill 24/28 sjóm. radar. Tengist GPS. Autotune. 10“ LCD litaplotter, upplausn 640x480 pixel. C-Map NT kort. L/B eða Lorantöiur. Minniskubbur fyrir ferla, leiðapunkta/merki og rútur. íáV\ vv> Unrall Raytheon R106 VHF ETSI staðall. 6W sendiafl. Cetrek 741 Cetrek 731 Ný sjálfstýring, nýtækni. Ný tölva: sjálfvirk aðlögun að aðstæðum. Nýr rafeindaáttaviti: nákvæmari, öruggari. Nýr rate gyro, ennþá stöðugri stefna. Tengist seguláttavitum, gyro og GPS. Hægt er að tengja aukastjórnpúlt, stýrisrofa, stýrisvisi og áttavitaaflestur. R.SIGMUNDSSON S: 520 0000 • r.sigmundsson@rs.is • www.rs.is

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.