Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2000, Qupperneq 47

Ægir - 01.04.2000, Qupperneq 47
SKIPASTÓLLINN ÁSCíttÍMUR tlALLDÓRSSON —11 Ásgrímur Halldórsson er hió öflugasta nótaskip. NYINNFLUTT FISKISKIP Ásgrímur Halldórsson SF-250 Um miðjan mars 2000 keyptu fyrirtækin Skinney-Þinganes á Hornafirði og SR-Mjöl í sameiningu skipið Ms. Lunar Bow frá Pet- erhead í Skotlandi. Skipið er nánast nýtt tog- og nótaveiðiskip, var smíðað árið 1996. Það verður gert út frá Hornafirði af nýju útgerð- arfélagi, Þingey ehf., sem er í jafnri eigu SR-Mjöls og Skinney- Þingeyjar. Ætlunin er að samnýta skipið þannig að SR-Mjöl geri skipið út á kolmunna og síld frá apríl og fram á haustið en Skinn- ey-Þinganes gerir skipið út á haustsíld og síöan á loðnu. Skipið, sem siglir undir íslensku flaggi, heitir Ágrímur Halldórsson, hélt til veiða þann 21. mars á kolmunna norður af Ir- landi með nýrri flotvörpu frá Hampiðj- unni. Skipið lestar 700 til 1000 tonn af afla en magnið eftir því hvort aflinn er kældur eða ekki. Skipstjórar á Ásgrími Halldórsyni SF eru tveir, þeir Ásgrímur Ingólfsson og Guðmundur Sveinbjörnsson. Stýrimaður er Gunnar Þorláksson og yfirvélstjóri Sverrir Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri Þingeyjar er Aðal- steinn Ingólfson og stjórnarmenn eru Björn Kristinsson hjá SR-Mjöl og Gunn- ar Ásgeirsson hjá Skinney-Þinganes. Að sögn Gunnars Ásgeirssonar kostaði skipið um 570 milljónir króna, án veiðar- færa. Saga skipsins Skipið var nýsmíði fyrir Lunar Fishing Co. Ltd. í Skotlandi. Það var byggt hjá Simek AS í Flekkefjord í Noregi árið 1996, smíðanúmer 85. Skipið var smíð- að samkvæmt kröfum Lloyd's Register of Shipping og flokkað ( 100 A1 Fishing Vessel - LMC. Skipið var smíðað til að veiða síld og makríl í nót auk veiða á öðr- um fiskitegundum í flottroll og var fjórða skipið sem bar nafnið Lunar Bow. Fyrirkomulag Skipið er byggt með tvö heil þilför stafna á milli, framhallandi stefni með peru, gafllaga skut og frekar stutt bakkaþilfar. Á afturskipi er brú á hæð og þar undir þilfarshús með íbúðum. Fremst undir efra þilfari eru geymslur, þá rými fyrir lofttæmidælur, lestatankar (RSW) með göngum út í báðum borðum, íbúðir og aftast er nótakassi og stýrisvélarúm. Fremst undir aðalþilfari er stafnhylki fyr- ir sjó, þá sónar- og bógskrúfurými, sjó- kælivélarúm, lest skipsins sem deilist niður í 6 RSW tanka og undir þeim botntankar fyrir eldsneytisolíu. Véla- rúmið er aftan við lestatanka með tilheyr- andi botntönkum og aftast eru skut- geymar. íbúðir og aðstaða áhafnar I skipinu eru íbúðir og klefar fyrir 15 manna áhöfn auk sjúkraklefa. Á aðalþil- fari eru fimm tveggja manna klefar og einn þriggja manna klefi ásamt bað- og þvottaklefa og verkstæði. Frá verkstæði er hægt að komast fram í framskipið um ganga stjórnborðs- og bakborðsmegin meðfram sjókælitönkum. f þilfarshúsi á efra þilfari eru fremst stakkageymsla og þá tvær eins manns íbúðir stjórnborðs- megin. Bakborðsmegin eru setustofa og borðsalur, ásamt eldhúsi og matvæla- geymslum og aftast í húsinu eru veiða- færageymslur. Sjúkraklefinn er á hæðinni yfir þilfarshúsi með útgangi út á bátaþil- far bakborðsmegin. Á hæðinni er einnig klefi fyrir ýmis tæki og hitakerfi. íbúðir eru hitaðar upp með rafmagnsofnum. 47

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.