Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2000, Page 6

Ægir - 01.06.2000, Page 6
Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags íslands Fiskveiðiráðgjöf Hafró Hafrannsóknastofnun hefur birt ráðgjöf sína fyrir æski- lega veiði íslenskra nytjastofna næsta fiskveiðiár. Þótt hið neikvæða hafi að venju fengið mesta athygli er ekki fram hjá því horfandi að ráðgjöfin veldur vonbrigðum. Það er einkum ástand þorsksins, eins og Hafró metur það, sem angrar menn. Miklar væntingar hafa verið bundnar við uppbyggingu þorskstofnsins. Menn telja sig hafa fært fórnir til þess að stofninn vaxi fljótt og vel og allt virtist vera á þá lund. Ráðgjöf um 203 þús- und tonn féll ekki inn í þá mynd sem menn gerðu sér. Það er ekki óeðlilegt að slík tíðindi veki harkaleg við- brögð. Hagsmunir eru miklir og deilur um vinnu- brögð og niðurstöður í fiskifræði hafa löngum verið fyrirferðamiklar í almennri umræðu. Ymsir mætir menn hafa velt fiskifræði fyrir sér og komist að öðrum niðurstöðum en Hafró og sumir hafa jafnvel fundið út að fræðin séu enn svo veikburða að ekki sé mikið fyrir þau gefandi. Óskhyggja markar auðvitað einnig sín spor í þessari umræðu. Það er enginn efi á því að ráðgjöf Hafró í ár markar ákveðin tímamót. Stofnunin þarf án efa að koma fram með óyggjandi skýringar á hvað úrskeiðis hafi farið og hvernig koma megi í veg fyrir frekari uppákomur af þessu tagi. Þá er það án efa nauðsynlegt fyrir stofnun- ina að vera sýnilegri í umræðu um önnur sjónarmið í fiskifræði en starfsmenn stofnunarinnar aðhyllast. Sömuleiðis þurfa þeir spámenn sem halda öðrum sjón- armiðum fram að leggja frekari gögn og útreikninga fram sínu máli til stuðnings en þeir hafa gert hingað til. Fiskveiðráðgjöf verður alltaf að byggjast á þekk- ingu en ekki tilfinningum. Og fiskifræðin verður ekki slegin út af borðinu með slagorðum. Dæmin þar sem hún hefur sannað sig eru alltof mörg til þess. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, hefur, þegar höggvið á þann hnút sem myndast hefur við þessar nýju aðstæður. Ráðgjöfin var höfð til hliðsjónar en inn í aflaregluna, sem liggur til grundvallar ákvörðunar heildarafla, var bætt sveiflujöfnun, til þess að minnka áhrif hugsanlegrar óvissu í stofnstærðarmati. Um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um 220 þúsund tonna þorskafla ætti að ríkja sæmileg sátt og hún ber klókindum ráðherrans gott vitni. Á þessu máli er hins vegar annar flötur sem vert er að huga að. Verðmæti afla upp úr sjó er umtalsvert en þó aðeins um helmingur af útflutningsverðmæti sjávaraf- urða. Það þýðir að hver fiskur sem aflast eykst um 100% x verðmæti þegar búið er að vinna hann. Meðal fiskveiðiþjóða eru uppi hugmyndir um að auka vinnsluverðmætið enn frekar. Það verður bæði gert með því að auka verðmæti þess hluta aflans sem unn- inn er í hefðbundnar afurðir en einnig með því að auka verðmætasköpun þess hluta hans sem nú er lítið eða ekki nýttur. Þannig reikna Norðmenn með að geta allt að tvöfaldað verðmæti fiskafla með nútíma líftækni, sem gerir kleyft að nýta slóg og aðra verðlitla hluta afl- ans til vinnsluafurða sem seljast á háu verði. Það er vert að hafa það í huga að mjög líklega er hægt að vinna upp verðmætatap vegna minnkaðs afla með frekari áherslu á úrvinnslu fiskafurða. Til að það sé raunhæf leið þarf hins vegar að leggja aukna áherslu á þekkingu í greininni. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, hefur sýnt að hann er líklegur til þess að sýna þeirri staðreynd skilning.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.