Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2000, Side 10

Ægir - 01.06.2000, Side 10
FISKVEIÐISTJÓRNUN Sjávarútvegsráðherra ákveður hámarksafla og aflareglu Miklar sveiflur hafa verið í stofnstærðarmælingum á þorski á síðustu misserum og væri óbreyttri aflareglu beitt við ákvörðun hámarksafla á þorski fyrir næsta fiskveiðiár yrði aflahámarkið ákveðið 203 þúsund tonn, en var 250 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. „Svo miklum sveiflum milli ára fylgir augljóst óhagræði," segir sjávarútvegsráðuneytið. Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um leyfilegan hámarksafla á næsta fiskveiðiári. Er þar að verulegu leyti farið eftir ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar, nema hvað nokkuð er vikið frá tillögu stofnunarinnar um há- marksafla í þorski. Hafró lagði til að hann yrði 203 þúsund lestir, en ákvörðun ráðherrans var 220 þúsund lestir. Hámarksþorskafli yfirstandandi fiskveiðiárs var 250 þúsund lestir. Hámarksþorskafli í ýsu á næsta fiskveiði- ári verður 30 þúsund lestir, jafn mikill í ufsa og 57 þúsund lestir í karfa. Sé vikið að flatfisktegundum þá verður á næsta fiskveiðiári heimilt að veiða 20 þúsund lestir af grálúðu, fjögur þúsund lestir af skarkola, 1.100 lestir af langlúru, 5.500 lestir af sandkola, 5.000 tonn af skráp- flúru og af þykkvaflúru verður heimilt að veiða 1.400 lestir. Hámarksafli í steinbít verður 13 þúsund lestir. I síld verður há- marksaflinn 110 þúsund lestir, í úthafs- rækju 20 þúsund lestir, í síld 110.000 þúsund lestir og í úthafsrækju 20 þúsund lestir. Þá verður heimilt að veiða 1.200 lestir af humri, af hörpudisk 9-300 lestir og af innfjarðarækju 2.200 lestir. „Akvörðun um leyfilegan heildarafla í innfjarðarækju verður endurskoðuð að fengnum nýjum tillögum Hafrannsókna- stofnunarinnar. Þá er gert ráð fyrir að leyfilegur heildarafli loðnu verði 975 þús. lestir á fiskveiðiárinu og af því magni koma um 790 þús. lestir í hluc Islands," segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu. Síðustu fimm ár hefur verið í gildi svokölluð aflaregla í þorski. Hún er þess efnis að einungis er heimilt að veiða 25% af stærð veiðistofns þorsks, sem er meðal- tal í upphafi árs og upphafi þess næsta, en þó ekki minna en sem nemur 155 þúsund tonnum hvert fiskveiðiár. Þessi aflaregla var samþykkt af ríkisstjórninni. Alla tíð var þó gert ráð fyrir að aflareglan kæmi til endurskoðunar að liðnum nokkrum árum frá upphafi hennar. Miklar sveiflur hafa verið í stofnstærð- armælingum á þorski á síðustu misserum og í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu seg- ir að væri óbreyttri aflareglu beitt við ákvörðun hámarksafla á þorski fyrir næsta fiskveiðiár yrði aflahámarkið ákveðið 203 þúsund tonn, en var 250 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. „Svo miklum sveiflum milli ára fylgir augljóst óhag- ræði,“ segir í fréttinni. Sjávarútvegsráðherra hefur því sett nýja aflamarksreglu f samráði við Hafró. Hún felast í að fella niður 155 þúsund tonna lágmarkið en takmarka breytingar á afla- hámarki í þorski milli fiskveiðiára þannig að afli milli ára breytist aldrei meira en sem nemur 30 þúsund lestum. Aflahá- markið í þorski verður því samkvæmt nýrri reglu 220 þúsund tonn á næsta fisk- veiðiári. Reglan gildir bæði til hækkun- ar og lækkunar, þannig að á fiskveiðiár- inu 2001 til 2002 getur hámarksafli ekki orðið meiri en meiri en 250 þúsund tonn. „Þessi nýja regla mun, þegar litið er til næstu framtíðar, ekki síður hafa jákvæð áhrif á viðgang þorskstofnsins en eldri reglan, en mun draga úr sveiflum í ákvörðun um hámarksafla milli ára,“ seg- ir í frétt frá ráðuneytinu.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.