Ægir - 01.06.2000, Side 16
„Smugudeilan var afar til-
finningaþrungið mál, bæði
fyrir okkur og ekki síður
Norðmenn. Þarna tókust á
hagsmunir mikilla fiskveiði-
þjóða," segir Jóhann
Sigurjónsson sem stýrði
samninganefnd íslands í
viðræðum við Norðmenn.
„Við höfum lent í því að stofnar hafa
verið ofveiddir og við þekkjum dæmi
um það frá nágrannalöndum okkar að
auðnin ein er eftir þar sem áður voru
gjöful fiskimið. Þá þróun vill enginn sjá
hér á landi."
Hagsmunir í húfi
Jóhann segir eðlilegt að hér sé mikið rætt og fjallað
um Hafrannsóknastofnunina, „því við erum að fjalla
um mikil hagsmunamál, bæði hagsmuni einstak-
linga, byggðarlaga og
reyndar þjóðarinnar
allrar. Rannsóknir og
niðurstöður Hafrann-
sóknastofnunar hafa
gríðarleg áhrif á efna-
hagslíf þjóðarinnar og
því mikilvægt að vel
sé að málum staðið."
Þegar stofnstærðar-
mat Hafrannsókna-
stofnunarinnar lá fyrir
nú á dögunum féll
gengi sjávarútvegsfyr-
irtækja verulega, sem dæmi má nefna að gengi hluta-
bréfa í Granda féll um 13% á einum degi. Jóhann
segir að það sé í raun og veru ekkert nýtt að niður-
stöður Hafrannsóknastofnunar hafi áhrif á gengi sjáv-
arútvegsfyrirtækja, „og þetta virkar í báðar áttir, allt
eftir ástandinu í hafinu hverju sinni. Til þessa hafa
slíkar breytingar yfirleitt greinst á ársgrundvelli en
með tilkomu hlutabréfamarkaðarins hefur orðið
breyting þar á. Þetta er í raun og veru enn ein ástæða
þess að við verðum í öllum okkar störfum að reyna af
fremsta megni að standa okkur og gera sífellt betur!“
Samningamaðurínn
Áður en Jóhann tók við stöðu forstjóra Hafrann-
sóknastofnunarinnar starfaði hann í samninganefnd-
um á vegum utanríkisráðuneytisins. Jóhann segir það
hafa verið krefjandi en um leið afar ánægjulegt starf.
„Þarna var verið að takast á um langtíma hagsmuni í
skiptingu aflaheimilda milli þjóða. Fyrsta verkefnið
sem ég kom að voru samningar um skiptingu veiði-
heimilda úr norsk/íslenska síldarstofninum. Grund-
vallarsjónarmiðið í þeim viðræðum var fyrst og
fremst að sjá til þess að stofninn verði ekki ofveiddur
og koma í veg fyrir hrun hans eins og varð á árunum
í kringum 1970.“
Jóhann kom einnig að gerð loðnusamningsins milli
Islendinga, Norðmanna og Grænlendinga sem lauk í
maí 1998 en erfiðasta samningamálið sem Jóhann
tók þátt í var lausn Smugudeilunnar. „Þetta var afar
tilfinningaþrungið mál, bæði fyrir okkur og ekki síð-
ur Norðmenn. Þetta var erfið deila og þjóðréttarlega
mjög snúin. Þarna tókust á hagsmunir mikilla fisk-
veiðiþjóða og deilan hefði auðveldlega getað haldið
áfram árum saman en það hefði einungis bitnað á
þorskstofninum í Barentshafmu og þær þjóðir sem
komu að málinu hefðu tapað langtíma hagsmunum."
I samninganefndum sem þessari sitja iðulega lög-
fræðingar og/eða menn með reynslu úr stjórnsýsl-
unni. Jóhann segir reynslu sína sem vísindamanns
hafa reynst vel í þessum samningamálum. „Málflutn-
ingur minn tók vitaskuld mið af vísindum og ég er
ekki frá því að það hafi skilað sér til viðsemjenda okk-
ar, sem voru óvanir því að vísindamenn leiddu samn-
inganefnd. Fyrir vikið held ég að vísindaleg og fisk-
verndarleg rök hafi skilað sér betur í samningunum
en ella, öllum samningaaðilum til hagsbóta. En því
má heldur ekki gleyma að til þess að ná árangri í
samningaviðræðum sem þessum þarf sterkan bak-
hjarl sérfræðinga á sviði þjóðréttar, lögfræði og samn-
ingatækni. Þess naut ég í samningaviðræðunum, frá
reynslumiklu fólki bæði úr ráðuneytinu og meðal út-
vegsmanna."
16