Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2000, Blaðsíða 24

Ægir - 01.06.2000, Blaðsíða 24
ERLENT Dauðastirðnun í fiski hefur áhríf á gæðin Alkunna er að kjöt batnar ef það er látið hanga í nokkra daga eftir slátrun. Ástæðan er að dauðastirðnun (rigor mortis), sem verður í vöðvum allra dýra þegar þau deyja, hverfur og kjötið verður meyrara. í fiskiðnaði er þetta fyrirbæri líka þekkt og á síðari árum hefur meiri gaumur ver- ið gefinn að áhrifum dauðastirðnunar á gæði fiskafurða. Ljóst er að fiskurinn verður verri ef dauðastirðnun fær ekki að hafa sinn gang. Rannsóknir á Norðurlöndum Samkvæmt grein í norska blaðinu Fiskaren hafa á árununum 1990-2000 verið unnin nokkur rannsóknarverkefni um dauðastirðnun í fiski á Norðurlönd- um. Tvö þeirra hefur Norræna ráðherra- nefndin styrkt en til annarra hefur fengist styrkur úr ýmsum sjóðum í Danmörku, Noregi og á Islandi. Flökin styttast um allt að 28% Dauðastirðnun verður þegar orkan í vöðvunum losnar og þeir dragast saman og haldast þannig uns sérstök ensím verða virk og slaka á þeim. Fyrstu þrem sólarhringunum eftir dauða má skipta í þrjá fasa, fyrir stirðnun (pre-rigor), stirðnun (rigor) og eftir stirðnun (post- rigor). Fasarnir eru breytilegir eftir fiski- tegundum og hitastigi (sjá töflu). Sé þorskur ísaður og hitastigi haldið um 0°C stirðnar hann ekki fyrr en 2-8 klukkustundum eftir dauða. Stirðnunin varir allt að 70 klukkustundum. Þessi tími skiptir sköpum þegar fiskur er unn- inn um borð. Því kaldari sem fiskurinn er, þeim mun lengur má hann bíða vinnslu. Sé fiskurinn geymdur við of háan hita hefst stirðnun mjög fljótt og það rýrir gæðin. Ef fiskur er flakaður fyrir stirðnun en ekki frystur fyrr en í stirðnunarfasanum styttast flökin um allt að 28% og fiskur- inn verður seigur og gúmmíkenndur þegar hann er matreiddur vegna þess að vatn þrýstist út úr holdinu þegar vöðvarnir dragast saman. Verri nýting ef saltað er fyrir stirðnun Dauðastirðnun í fiski hefur lengi verið þekkt en á 9. áratugnum var Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins í Reykjavík fengin til að rannsaka hvers vegna staðlar sem fylgt var við saltfiskverkun í landi gáfu ekki sama árangur þegar saltað var um borð í fiskiskipum, sérstaklega búnum til saltfiskvinnslu. Á nýju skipunum náðist einungis 45% nýting miðað við þyngd fisksins en land- vinnslan skilaði 50% eða meira. Þessi munur skipti sköpum fyrir rekstur skip- anna vegna þess að kvóti var ákveðinn með tilliti til þekktra staðla. Ástæða mis- munarins reyndist sú að um borð var gert að fiskinum og hann saltaður fyrir stirðn- un. Fiskur sem saltaður er fyrir stirðnun tekur í sig minna salt og missir mun meira vatn en sá sem saltaður er eftir stirðnun. Það rýrir nýtingu miðað við þyngd um allt að 10%. I landvinnslunni er fiskurinn ekki saltaður fyrr en eftir 2-7 daga geymslu í ís, þ.e. eftir stirðnun. Norræna ráðherranefndin styrkti þetta rannsóknarverkefni sem rannsóknar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.