Ægir - 01.06.2000, Side 35
FISKVINNSLA
tugi. Þess vegna hafa vörur úr öðr-
um hráefnum ákveðið forskot á
vörur úr fiski.
Fyrirtæki í fiskiðnaði hafa fýlgt
þeirri þróun á matvælamarkaði
sem verið hefur síðustu áratugina.
Stöðug vöruþróun hefur átt sér
stað en framleiðsla á tilbúnum
neytendavörum til útflutnings
hefur átt erfitt uppdráttar hér á
landi. Fjarlægð frá markaðnum og
viðskiptahindranir hafa ráðið því
að stóru sölufyrirtækin hafa byggt
eða keypt verksmiðjur í viðskipta-
löndum sem framleiða tilbúnar
neytendavörur. Þó hefur fram-
leiðsla á tilbúnum neytendavör-
um aukist nokkuð á síðustu árum
á Islandi. En framleiðsla á brauð-
uðum vörum, farsvörum og pate-
um er enn mjög lítil. En þróunin
er hafin og vonandi á þessi fram-
leiðsla eftir að aukast á næstu
árum.
Þróunin næstu árin?
Hver er stefna opinberra aðila,
fyrirtækja og sölusamtaka í fram-
haldsvinnslu á fiski? Hvað þurf-
um við að kunna og geta á ís-
landi? Hvaða kunnáttu og getu
ætlum við að flytja inn og hvað
ætlum við að byggja upp eða
kaupa í viðskiptalöndunum? Hér
þurfa hagsmunir ekki endilega að
fara saman. Langtímamarkmið
stjórnvalda geta verið önnur en
skammtímasjónarmið fyrirtækja
og sölusamtaka í mikilli sam-
keppni og erfiðum rekstri.
Ástæða er til bjartsýni á þróun
framhaldsvinnslu í fiskiðnaði þeg-
ar litið er á afskipti stórnvalda af
uppbyggingu og þróun menntun-
ar og rannsókna fyrir íslenskan
matvælaiðnað.
Námið f Fiskvinnsluskólanum
hefur verið endurskipulagt með
þróun iðnaðarins í huga. Hótel-
og matvælaskólinn við MK í
Kópavogi er í nýju stórglæsilegu
húsnæði með aðstöðu á heims-
mælikvarða til verklegrar þjálfun-
ar í bakstri, kökugerð, matreiðslu
og kjötvinnslu. Þar hafa allar
greinar matvælaiðnaðarins nema
fiskiðnaður verið sameinaðar und-
ir einu þaki. Þó er aðstaða til
framhaldsvinnslu á fiski í sérstöku
vinnslurými. Það liggur því beint
við að bjóða matreiðslumönnum
og kjötiðnaðarmönnum upp á
framhaldsnámskeið í framhalds-
vinnslu á fiski. Einnig væri hægt
að bjóða upp á ákveðna starfs-
menntun eða fagmenntun í fram-
haldsvinnslu á fiski ef áhugi og
þörf verður á því.
Háskólinn á Akureyri hefur
haft mikil áhrif á tengingu há-
skólamenntunar og sjávarútvegs-
ins. Þar er boðið upp á háskóla-
menntun fyrir stjórnendur x mat-
vælaiðnaðinum. Við sjávarútvegs-
deild er boðið upp á nám í sjávar-
útvegsfræðum og matvæla-
vinnslu. Matvælaframleiðslu-
brautin er sérstaklega mikilvæg
fyrir framhaldsvinnslu á fiski.
Lögð er áhersla á mismunandi
vinnsluaðferðir, samspil hráefna,
aukefna og hjálparefni svo og
vöruþróun. Mikil tengsl eru bæði
við Rannsóknastofnanir atvinnu-
veganna og fyrirtæki í matvæla-
iðnaði. Fyrirhuguð bygging á
rannsóknahúsi mun efla starfsem-
ina á næstu árum.
Rannsóknatengt framhaldsnám
við verkfræðideild og raunvís-
indadeild Háskóla íslands hefur
valdið byltingu í grunnrannsókn-
um og hagnýtum rannsóknum
fyrir íslenskan matvælaiðnað.
Nemendur taka eins til tveggja
ára rannsóknaverkefni, oft í sam-
starfi við rannsóknastofnanir at-
vinnuveganna, fyrirtæki og er-
lendar stofnanir eða háskóla. Við-
FISKVINNSLA
fangsefnin eru oftast um íslenskan
veruleika og þróun en ekki um
veruleika og þróun í þeim lönd-
um sem nemendur dvöldu í hver-
ju sinni áður en boðið var upp á
framhaldsnám hér á landi.
Verkefnavæðing og alþjóða-
væðing rannsókna- og þróunar-
starfs orðið til þess að mikil grós-
ka er nú í matvælarannsóknum á
ísandi. Rannsóknaráð Islands,
Norræni Iðnþróunarsjóðurinn og
sjóðir Evrópusambandsins hafa
styrkt vel skilgreind og markviss
samstarfsverkefni á Rannsókna-
stofnunum atvinnuveganna. Velt-
an hefur aukist. Starfsfólki hefur
fjölgað. Tengsl við innlendar og
erlendar stofnanir og skóla hafa
aukist. Margir háskólamenntaðir
starfsmenn matvælafyrirtækja
hafa hlotið starfsþjálfún í slíkum
verkefnum.
Faglegar forsendur eru því
mjög góðar til að efla framhalds-
vinnslu á fiski á íslandi. Oðru
máli getur gengt um rekstrar- og
markaðsforsendur, sem hljóta að
stjórna ákvörðunum fiskvinnslu-
fyrirtækja og sölusamtaka þeirra
um þróun á framhaldsvinnslu á
fiski. Framhaldsvinnsla getur ver-
ið mun flókari er vinnslan á hrá-
vörunni. Stóru fyrirtækin hafa
ekki sveigjanleika til tilrauna-
vinnslu eða framleiðslu á til-
búnum neytendavörum.
Slík vinnsla hefst oft í litlum fyr-
irtækjum í áhætturekstri þar sem
fagleg þekking er lögð til grund-
vallar tilraunaframleiðslu. Arang-
ur litlu fyrirtækjanna ræður svo
framhaldinu. Hér gætu stjórn-
völd, Nýsköpunarsjóður atvinnu-
lífsins, aðrir atvinnuþróunarsjóðir
og fyrirtæki tekið höndum saman
um þróunarverkefni á ýmsum
stöðum á landinu.
Hvaða grunnrannsóknir
þarf til að styðja við
framhaldsvinnslu á
fiski?
Kanna þarf vinnslueiginleika hrá-
efnis úr fiski m.t.t. framleiðslu á
mismunandi neytandavörum.
Einnig þarf á rannsaka mjög ná-
kvæmlega samspil hráefna, aukef-
na og tæknilegra hjálparefna.
Einnig þarf opnar rannsóknir og
umræður um stjórnun á vatnsbú-
skap, efnasamsetningu og fisk-
magni í mismunandi vörum úr
fiski. Við þurfum að vera leiðandi
á þessu sviði til að geta haft áhrif
á þær viðmiðunar- og vinnureglur
sem verða settar. Þessar rannsókn-
ir myndu leggja grunninn að
þekkingu og ráðgjöf til að hægt
verði að stunda framhaldsvinnslu
á markvissan hátt og jafnvel með
örlítið betri árangri en keppinaut-
arnir.
Ástæða er til bjartsýni á þróun framhalds-
vinnslu í fiskiðnaði þegar Litið er á afskipti
stórnvalda af uppbyggingu og þróun mennt-
unar og rannsókna fyrir íslenskan matvæla-
iðnað.
Lokaorð
Eg hef reynt að spá í þróun fram-
haldsvinnslu á Islandi. Faglegar
forsendur eru fyrir hendi. Þó þarf
að efla fagmenntun og auka rann-
sóknir. Tækifæri eru til að fara út
í áhætturekstur og þróunarverk-
efni. Hagkvæmni og markaður
ráða því hvernig árangurinn verð-
ur. Stjórnvöld geta haft áhrif á
þessa þróun. Kannski byggist upp
öflug framhaldsvinnsla á fiski á
íslandi. Kannski fer fagfólkið og
rannsóknafólkið til starfa hjá fyr-
irtækjum í útlöndum. Einnig eru
líkur á að sum þeirra vinni að þró-
unarverkefnum í öðrum löndum.
I stað afurða myndum við þá
flytja út þekkingu og færni.
o, ej m
•-JjiB p w