Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2000, Blaðsíða 39

Ægir - 01.06.2000, Blaðsíða 39
UMHVERFISMÁL Mynd 3 Þekktar auólindir og heimsframleiðslan. Heimild: Sjá mynd 1 Danmörku minni árið 1989 en 1970, þrátt fyrir að verg þjóðar- framleiðsla hafi vaxið um 48% á tímabilinu. (Turner et.al. 1994:45-6) 3. Við getum skipt um fram- leiðsluþætti. Það er sjaldnast olí- an sem slík sem við þurfum á að halda. Oftast þurfum við hita, orku eða brennsluefni og þetta getum við fengið með nýtingu annarra efna. Þess vegna getum við skipt yfir í aðra orkugjafa, ef það kemur í ljós að þeir eru betri eða ódýrari. Um aldamótin 1600 varð viður dýrari og dýrari í Englandi vegna eyðingar skóga og lélegra vega og þá var farið að nota kol í vaxandi mæli. I lok átj- ándu aldar varð svipuð þróun þeg- ar farið var að nota olíu í stað kola. Á sama hátt munum við geta skipt yfir í aðra orkugjafa eins og kol (sem menga mikið en finnast í nær óendanlegm magni), kjarn- orku (hrein orka nærri ótakmörk- uð en vandamál með úrgang) eða orku sem endurnýjast sífellt (hrein, nærri ótakmörkuð en ekki alltaf samkeppnishæf, s.s vind- eða sólarorka). Að þessu sögðu er ekkert sem bendir til að skortur verði á olíu hvorki nú né síðar. Olíuverðið hefur verið nokkuð stöðugt alla öldina og þekktar olíubirgðir aukast meira en notkunin. Málmar Athugun á málmum gefur sömu niðurstöðu og olían. Það virðist ekki sérstök ástæða til að ætla að málmar séu að „ganga til þurrðar" (t.d. Pearce og Turner 1990:293- 4). Verð langflestra málma hefur fallið síðustu eitthundrað árin - þrátt fyrir aukna notkun. (Myers et.al 1995) Sannast sagna hefur verðvísitala Alþjóðabankans á málmum lækkað um helming síð- an 1960 (Sett saman af World Resources Institute, birt í töflu 19, Baily 1995:431). Á sama tíma var virði allrar notkunar málma (að frátalinni orkunotkun) aðeins ca. 1,2% af vergri þjóðarfram- leiðslu heimsins. (Groeller og Zucker 1984:457) Þetta þýðir að þó verð einhverra málma tvöfald- ist hefði það ekki teljandi áhrif á velferð okkar. Rétt eins og með oíuna hefur „þekkt magn“ flestra málma vax- VELKOMINN HEIM! VffiSMlÍMiM.,'. ' , . #**' ' * 4l ■ ■»* ** * ■ -n Óskum Hafrannsóknarstofnun og áhöfn til hamingju með nýja hafrannsóknarskipið NAUST MARINE var stærsti undirverktaki ASMAR við smíði skipsins og afgreiddi til verksins 4 sjáifvirkar rafstöðvpr 90kW/Rc 2 Omformera 440/23 '"wSHMnne #* Helstu samstarfsaðilár NAUST MARINE í þessu verki: HEKLA - AVK - FRAMTAK - ABB - STUCKE*0LEKTRONIk SCHOTTEL - UWE ZOLLER - IBERCISA - SAMEY Phone +354 565 8080 Fax +354 565 2150 e-mail: aeg@naust.is Web site: www.naust.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.