Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2000, Page 41

Ægir - 01.06.2000, Page 41
SKIPASTÓLLINN Rannsóknaskipið Árni Friíðriksson RE-200 Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Fiskifélagi íslands, skrífar Hið stórglæsilega rannsóknaskip, Árni Friðriksson RE-200, kom til heimahafnar í Reykjavík 18. maí, 2000 í fyrsta sinn. Lúðrasveitin Svanur, sjávarútvegsráðherra, fulltrúar í sjávarútvegi og fjöldi manns tók á móti skipinu er það lagðist við Miðbakkann í Reykjarvíkur- höfn. Smíði skipsins lauk um miðjan apríl hjá skipasmíðastöðinni ASMAR í Chile og hélt það af stað til íslands 20. apríl s.l. Leið skips- ins heim lá í gegnum Panamaskurðinn og tók siglingin 28 daga. Smíði skipsins hófst í byrjun árs 1998 og því var hleypt af stokkunum með viðhöfn í apríl 1999. Við það tækifæri gaf Ingibjörg Rafnar eiginkona þáver- andi sjávarútvegsráðherra, Þorsteins Pálssonar, skipinu nafnið Arni Friðriksson RE-200. Árni sem skipið heitir eftir var fyrsti forstöðumaður Fiski- deildar Atvinnudeildar Háskólans sem síðar varð Hafrannsóknastofnunin. Skipið er hannað af Skipasýn undir stjórn Sævars Birgissonar skipatæknifræðings og flokkað sam- kvæmt reglum Lloyds. Skipið er um 70 metra langt, 14 metra breitt, með fimm þilför og sérlega vel útbúið til fiskirannsókna. Eigandi Árna Friðrikssonar er Ríkisfjárhirsla, en útgerð er Hafrannsóknastofnun sem Jóhann Sigur- jónsson stýrir. Skipstjóri er Guðmundur Bjarna- son, yfirstýrimaður Árni Sverrisson og yfirvélstjóri er Bjarni Sveinbjörnsson. Hafrannsóknastofnun gerir fyrir út þrjú rann- sóknaskip; Bjarna Sæmundsson RE-30 sem var smíðaður árið 1970, Árna Friðriksson RE-100, smíðaður árið 1967 og Dröfn RE-35 sem smíðuð var á Seyðisfirði áriðl981. Smíðin Ríkisstjórnin ákvað um mitt árið 1997 að hefja

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.