Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2000, Qupperneq 45

Ægir - 01.06.2000, Qupperneq 45
Við óskum Hafrannsóknastofnun og starfsmönnum hennar til hamingju með glæsilegt nýtt hafrannsóknaskip. \I1 / ITL Verkfræðistofan AFL ehf. útbjó tölvukerfi til gagnasöfnunar AFL ehf • Bíldshöfða 14-110 Reykjavik • Simi: 587 6465 • Fax: 567 8129 HLiðarskrúfurnar eru frá Schottel. Þetta eru miðfLóttaaflsdælur sem soga sjó undan skipinu og þrýsta honum út um stút sem hægt er að snúa um 360 gráður. í lofti. Á brúarþaki eru þrír ískastarar frá Seematz, tveir að framan, 2000W og einn sem lýsir aftur, 500W. Rafeindatæki í brú Á meðal helstu siglingatækja eru tvær ratsjár frá Furuno FAR-2835S (10 cm) og FR 2115 (3 cm), segul- og gýróáttaviti með sjálfstýringu frá Anshutz, Maxsea siglingatölva, DGPS frá Trimble af gerð NT 200D, og C.Plath leiðartæki. Til fjarskipta eru Sailor 250 W, Furu- no Felcom-81 gervihnattasími og Peltor símkerfi fyrir skipið. Fiskileita og rann- sóknatæki eru m.a. Elac LAZ-4420 berg- málstæki, Simrad EK500 lárétt berg- málstæki, og Simrad EM 300 fjölgeisla dýptarmælir sem gerir kleift að kort- leggja með mikilli nákvæmni botnlag niður á 2 til 3000 metra dýpi. Auk þess eru Kaijo KCS-2882 og KCH-1828 leit- ar sónar, Trimble NT 200D Doppler straummælir, Simrad FS900 og FS925 vörpusónar, Scanmar aflamælir og Koden miðunarstöð af gerðinni KS538. Vélarúm og framdrifskerfi Framdrifskerfið er rafknúið, þ.e. skrúfuás skipsins er knúinn af rafmagnsmótor sem allt að fjórar sjálfvirkar rafstöðvar knýja. Orkustýribúnaðurinn er uppbyggður á þann hátt að þær dieselvélar sem eru á vakt („stand by“) eru ræstar sjálfvirkt eft- ir orkuþörf skrúfu eða togvinda. Orku- stýrikerfið er frá ABB. Stjórntölva fyrir vélarúm er með skjái í brú, vélarúmi og að auki í tveimur vélstjóraklefum. Vélarúmi skipsins er skipt í fjögur rými. Fremst er vélarúm með afriðlum- og stjórntöflum, þá rými fyrir skrúfumót- or og dælur, dieselvélarúm og aftast er skilvindu- og dælurými. Þá eru í véla- rúmi stjórnklefi og verkstæði með renni- bekk og minni tækjum. Fjórar rafstöðvar eru í skipinu. Þær eru frá Caterpillar, af gerðinni 3512B, 12 strokka V-byggðar fjórgengisvélar, hver með tveimur afgasblásurum og eftirkæl- Slippfélagið Málningarverksmidja Dugguvogi 4 /104 Reykjavík Slml: 588 8000 Fax: 568 9255 Arni Friðriksson RE-200 Við óskum Hafrannsóknastofnun og starfsmönnum hennar til hamingju með nýtt glæsilegt rannsóknaskip. Skipið er málað með HEMPELS skipamálningu frá Slippfélaginu Málningarverksmiðju. ingu. Þessi Caterpillar-vél hefur sérlega lágan mengunarstuðul, eins og greint var frá í 3. tölublaði Ægis 1999- Dieselvél- arnar eru hver 1102 kW við 1200 sn/mín eða samtals 4408 kW (5989 hö). Við hverja vél er AVK DSG 86M1 riðstraums rafall, sem er 1250 kWA, 690 V, 60 Hz. Rafstöðvarnar eru á sérstökum undirstöð- SKIPASTÓLLINN um svokallað, „floating raft“ til að minn- ka hávaða og titring. Skrúfumótorinn er gríðarstór frá Cegel- eg. Hann er með tvöfalda vindinga, af svokallaðri „synchronous" gerð og 3300 kW (4484 hö) við 150 sn/mín, 690 V AC með stiglausri hraðastýringu. Skrúfan er 5 blaða FPP skrúfa frá Kamewa. Skrúfan Árni Friðriksson RE 200

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.