Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Page 68
Skipun í nefndir deildar
f fastanefndir deildarinnar háskólaárið 1998 - 1999 voru valin:
• Framgangsnefnd: Júlíus Sólnes (formaður), Guðmundur R. Jónsson (Magnús
Þór Jónsson til vara) og Anna Soffía Hauksdóttir (Sigfús Björnsson til vara).
• Gæðanefnd: Björn Kristinsson (formaður), Jóhann P. Malmquist (frá
raunvísindadeild), Vithjálmur Þór Kjartansson og Pálmi Jóhannesson.
• Húsnæðisnefnd: Vatdimar K. Jónsson, Sigurður Brynjólfsson og Bjarni
Bessason.
• Kennsluskrárnefnd: Bjarni Bessason. Sigurður Brynjólfsson og Jón Atli Bene-
diktsson.
• Tötvunefnd: Jóhannes R. Sveinsson. Jónas Elíasson og Magnús Þór Jónsson.
Að auki sitji í nefndinni þrír stúdentar, einn úr hverri skor.
• Fulltrúi í stjórn Verkfræðistofnunar: Deildarforseti, Björn Kristinsson.
• Vísindanefnd: Ragnar Sigbjörnsson. Sigurður Brynjótfsson og Jón Atli
Benediktsson.
Verkfræðideitd 1995 1996 1997 1998
Skráðir stúdentar 250 261 297 333
Brautskráðir Cand.Scient.-próf 33 34 40 39
M.S.-próf 5 7 6 2
B.S.-próf Kennarastörf 25.5 23.5 22.5 9 23.5
Rannsóknar- og sérfræðingsstörf 3 3 2.5* 1
Aðrir starfsmenn 4 4 4.8 4
Útgjöld (nettó) í þús. kr. 95.219 104.033 104.047 136.690
Fjárveiting f þús. kr. 93.364 100.180 105.561 121.948
* Sjávarútvegsstofnun meðtatin.
Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir. þ.e. mitt námsárið.
Lög og reglugerðir
Lagafrumvarp um Háskóta íslands var til umfjöllunar og því var talið ýmislegt til
foráttu og hentar það verkfræðideild að mörgu leyti itla enda byggt á IV. kafta laga
um háskóta. ríkisháskóla. Verkfræðideitd fjatlaði einnig um frumvarp til taga um
Tækniháskóla íslands. Fram komu hugmyndir eins og þær að „tækniháskólinn"
flytjist á háskótasvæðið og sameinist háskótanum en haldi sérkennum tækni-
fræðinnar.
Reglugerð verkfræðideitdar var breytt. Mikilvægasta breytingin er sú að eink-
unnagjöf var einfötduð. Tit að standast próf í námskeiði þarf stúdent að htjóta eigi
tægri próf- og heildareinkunn en 5.0. Til að tjúka M.S.-prófi þarf stúdent að hljóta
eigi lægri meðaieinkunn en 6.0.
Fjármál
Samkvæmt fjárhagsyfirliti ársins 1997 kom verkfræðideild út á stéttu. Uppsafnað-
ur skuldahali nam hins vegar 12-13 milljónum.
Skipting fjárveitingar deitdarinnar til skora er í meginatriðum byggð á ítariegri
rekstraráættun samkvæmt Excet-forriti sem skrifstofustjóri deildarinnar hefur
þróað og hefur reynst mjög haldgott.
Á árinu voru keyptar 16 tölvur, samtals að verðmæti um 3 millj. kr.: 4 í tölvuver
umhverfis- og byggingarverkfræði (u&b). 7 í tölvuver véta- og iðnaðarverkfræði
(v&i) og 5 í tölvuver rafmagns- og tölvuverkfræði (r&t).
Kjaranefnd
Kjaranefnd hefur raðað prófessorum Háskólans í launaftokka. Engin deild fer
jafnilla út úr því og verkfræðideild. Þar lenti einn prófessor í 5. flokki, tveir í 4.,
tveir í 3.. fjórir í 2. og tíu í 1. og lægsta flokki.
Erindi var sent til kjaranefndar þar sem gagnrýnd var viðmiðunaraðferð nefndar-
innar og sérstaklega að ölt tengsl við atvinnulífið eru vanvirt.
64