Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Side 97

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Side 97
Raunvísindastofnun Raunvísindastofnun Háskólans ersjálfstæð rannsóknarstofnun innan Háskóla íslands og starfar samkvæmt reglugerð. Á stofnuninni fara fram undirstöðurann- sóknir í raunvísindum öðrum en líffræði. Þær hafa það markmið að afla nýrrar þekkingar. miðla fræðilegum nýjungum og efla rannsóknir og kennslu. Niðurstöðum rannsókna er komið á framfæri í tímaritsgreinum. bókarköflum og skýrslum eða í erindum á ráðstefnum og fyrirlestrum fyrir almenning. Stofnunin hefur víðtækt samstarf við aðrar innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir. Þá veitir hún fjölþætta ráðgjöf og þjónustu aðilum utan Háskólans. Starfsemi Raun- vísindastofnunar Háskólans erfjármögnuð með ríkisframlagi. 167 m.kr.. og sértekjum, 121 m.kr. Við stofnunina starfa sérfræðingar, tæknimenn og skrifstofufólk. Þá hafa kenn- arar raunvísindadeildar. aðrir en líffræðingar. rannsóknaraðstöðu við stofnunina. Stofnunin skiptist í rannsóknastofur eftir fræðasviðum og er gerð grein fyrir starf- semi þeirra hér á eftir. Stjórn Raunvísindastofnunar skipa 8 menn, formaður, for- stöðumenn sex rannsóknastofa. eðtisfræðistofu. efnafræðistofu. jarðfræðistofu. jarðeðlisfræðistofu. reiknifræðistofu og stærðfræðistofu. og einn fulltrúi starfs- manna. Framkvæmdastjóri er ritari stjórnar. Alls störfuðu 156 manns við stofnun- ina á árinu: 47 kennarar með rannsóknaraðstöðu. 31 sérfræðingur, 36 rann- sóknarmenn. 36 sumarstúdentar. 6 skrifstofumenn og 2 á verkstæði. Stöðugildi skv. fjárlögum við stjórnsýslu voru 8 og stöðugildi við rannsóknir voru 38. Itarlegri upplýsingar er að fá á heimasíðu stofnunarinnan www.raunvis.hi.is. Eðlisfræðistofa Árið 1998 var eðlisfræðistofa rannsóknavettvangur tíu kennara við raunvísinda- deild. auk fjögurra sérfræðinga og þriggja tæknimanna við Raunvísindastofnun. Einnig störfuðu þrír verkefnaráðnir sérfræðingar og tveir verkefnaráðnir tækni- menn á stofunni. Stúdentar í rannsóknanámi árið 1998 voru átta. þar af tveir í doktorsnámi við erlenda háskóla en hinir í meistaranámi við Háskóla Islands. Þá unnu tveir erlendir gistivísindamenn við eðlisfræðistofu hluta ársins. þeir dr. Andrei Manolescu frá Búkarest og dr. Christoph Steineback frá Hamborg. Alls voru því rúmlega 30 manns við rannsóknartengd störf á eðlisfræðistofu árið 1998. auk um tíu sumarstúdenta. (tarlega upptalningu rannsóknarverkefna og ritverka stofufélaga má finna á heimasíðu eðlisfræðistofu á slóðinni http://www.raunvis.hi.is/Edlisfr/Edlisfr.html. Eðlisfræðistofa heldur vikulega fundi sem auglýstireru á Netinu og meðalstúd- enta. Þar eru rannsóknir ræddar á aðgengilegan hátt og erlendum gestum boðið að halda erindi. Þá tók fjöldi stofumanna og sumarstúdenta þeirra þátt í hinum umfangsmiklu Ólympíuleikum í eðlisfræði sem haldnir voru í Reykjavík sumarið 1998. Nýr sérfræðingur, dr. Sveinn Ólafsson. tók tit starfa á árinu. Rannsóknir hans eru á sviði eðlisfræði þéttefnis. Sveinn hafði með sér dýr rannsóknartæki sem Háskólinn í Linköping hafði gefið honum að miklum hluta. Einnig styrkti Rannís veglega uppbyggingu hans og dr. Jóns Tómasar Guðmundssonar í þunnhimnu- ræktun með segulspætun. Þá hlaut dr. Djeltoul Seghier framgang í starf fræði- manns í upphafi árs. Elsti starfsmaður eðlisfræðistofu Páll Theodórsson lét form- lega af störfum á árinu 1998 en hann hafði þá unnið í fjóra áratugi á Raunvísinda- stofnun og forverum hennar. Páll mun þó halda rannsóknum sínum við stofuna ótrauður áfram en hér að neðan verða rannsóknum hans gerð nánari skil. Mælingar á mjög veikum geislavirkum sýnum í Hvalfjarðargöngum Á eðlisfræðistofu hefur um áratuga skeið verið unnið að endurbótum á tækni til að mæla mjög veik geislavirk sýni. Reynsla af þessu starfi var kveikjan að bók sem Páll Theodórsson skrifaði um tæknina. Measurement of Weak Radioactivity. sem var gefin út í árslok 1996 af World Scientific. Greining á fjölmörgum eldri erlendum mælingum sem unnin var við ritun bókarinnar sýndi að bæta mætti vökvasindurkerfi veikgeislamælinga ef geislamengun í hlutum þessara kerfa væri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.