Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Side 126
gera samning við Háskólann. í samningnum eru sérþarfir hvers nemanda skil-
greindar og hæfileg námsframvinda metin af nemanda, ráðgjafa hans og kenn-
urum í viðkomandi greinum. Háskólinn og viðkomandi nemandi skuldbinda sig
síðan til að framfylgja ákvæðum samningsins eins og kostur er. í upphafi skóla-
árs 1998 gerðu 96 einstaklingar samning við Háskólann. Þar að auki er alltaf
tatsverður hópur stúdenta sem leitar eftir sérúrræðum í prófum án þess að gera
sérstakan samning. Af þessum 96 stúdentum eru 50 með lesblindu. einn er
fjölfatlaður. fimm hreyfihamlaðir, þar af tveir í hjólastól. 23 þjást af langvarandi
veikindum. til að mynda flogaveiki, gigtarsjúkdómum. sykursýki. veikindum eftir
slys og fleira. 14 eiga við sálræn vandkvæði að glíma og þrír eru verulega sjón-
skertir. Úrræði fyrir þessa nemendur eru margvísleg. í því sambandi má nefna
alhliða aðstoðarmannakerfi. sem er gjarnan byggt á samnemendum þess fatlaða,
stuðningsviðtöt. ritari í prófum. inntestur á hljóðsnætdur, breyttar kröfur um
námsframvindu. lengingu á próftíma. sérstakt tölvuherbergi fyrir þá sem taka
próf á tölvu. einrými fyrir þá sem eiga við sátræn vandamál að etja. prófkvíða-
námskeið. námstækninámskeið. munnleg próf. skönnun námsefnis og ýmistegt
fteira mætti tittaka.
Þróunarverkefni og rannsóknir
Tveir ráðgjafar við NHÍ. þær Auður R. Gunnarsdóttir og Ragna Ótafsdóttir. hafa
tekið þátt í samstarfsverkefni íslendinga, Skota og íra, ráðgjöf fyrir fullorðna
(Adult Guidance), sem hefur notið styrkja úr Leonardo Da Vinci starfsáætlun
Evrópusambandsins. Meginmarkmið verkefnisins er að efla ráðgjöf varðandi
endurmenntun futlorðinna á hinum evrópska vinnumarkaði í tjósi þeirra öru
breytinga sem hann hefur gengið í gegnum á seinni árum. Árið 1998 var hatdinn
einn vinnufundur og eitt námskeið á vegum Adult Guidance.
Árið 1998 stunduðu ráðgjafarnir Auður R. Gunnarsdóttir og Ragna Ólafsdóttir 4
vikna ráðgjafarnám í hugrænni atferlismeðferð við London University Hospitat.
Auk þess heimsóttu þær ráðgjafarmiðstöðvar við háskóla í London.
Samstarf við félagsvísindadeild
Einn mikilvægur og vaxandi þáttur í starfsemi ráðgjafa hjá NHÍ er að sinna þjálf-
un nemenda í námsráðgjöf. Nemendur í námsráðgjöf þurfa allir að tjúka ríflega
helmingnum af starfsþjálfunartímabili sínu hjá Námsráðgjöf H.í. Árið 1998 luku
13 nemendur 125 tímum hver í starfsþjátfun hjá NHÍ og 7 nemendur luku atlri
starfsþjálfun sinni hjá NHÍ eða 225 tímum hver.
Nemendaráðgjöf
Námsráðgjöf H.í. hefur umsjón með störfum nemendaráðgjafa og hetdur nám-
skeið fyrir þá á hverju hausti þar sem fjallað er um skitgreiningu á hlutverki og
verkefnum þeirra. Fjöldi nemendaráðgjafa er um 70 talsins.
Námskynningar
Námsráðgjöf stendur fyrir kynningum á námi við H.í. að beiðni framhaldsskól-
anna. Árið 1998 fóru námsráðgjafar í nokkrar heimsóknir í framhatdskóla á
höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýlinu. Hluti starfsmanna kom einnig að skipu-
lagningu námskynningar sem haldin var í mars þar sem allar námsteiðir í Há-
skóla ístands voru kynntar.
Nefndar- og stjórnarstörf
Fulltrúar frá Námsráðgjöf H.í. áttu sæti í eftirtöldum nefndum og stjórnum árið
1998: námsnefnd í náms- og starfsráðgjöf innan félagsvísindadeildar, úthtutunar-
nefnd Félagsstofnunar stúdenta. nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins um
stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf og í stjórn Þjónustumiðstöðvar náms- og
starfsráðgjafa.
Rannsóknaþjónusta
Árið 1998 var 12. starfsár Rannsóknaþjónustu Háskólans. Meginverkefni ársins
voru að efla þjónustu við starfsmenn Háskóla íslands. bæta fjárhagsstöðu
stofnunarinnar og tryggja áframhaldandi öfluga þjónustu í tengslum við evrópskt
samstarf. Einnig var mikið umleikis hjá þeim hlutafélögum sem Rannsókna-
122