Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Page 136

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Page 136
fremur bundnar vísindum og fræðum: Þau eiga að færa okkur skilninginn sem við þörfnumst tit að átta okkur á veruleikanum. kunnáttuna til að ráða fram úr aðsteðjandi vanda og viskuna til að finna fótum okkar forráð og skapa betri heim. Sá sem vill breyta heiminum til hins betra getur hvergi byrjað nema á sjálfum sér. Hann er verkfærið sem á að koma hinu góða til leiðar. Vísindi okkar eru ..vonarsnauð viska" ef þau gera okkur ekki hæfari til að bæta heiminn. Þess vegna er það frumskylda vísindamannsins og allra þeirra sem unna vísindum að spyrja sjálfa sig hvaða áhrif vfsindin hafa á þá sjálfa. samskipti þeirra og samfélag. Þess vegna spyr ég ykkur. kandídatar góðir: Hefur þekkingin sem þið hafið öðlast, vísindin sem þið hafið stundað. gert ykkur að betri manneskjum. hæfari til að láta gott af ykkur leiða og axla þá ábyrgð sem aukin kunnátta og skilningur leggur ykkur á herðar? - Ég bið ykkur að hugleiða þetta vandlega. Kjörorð Háskólans Kjörorð Háskóla íslands er hin alkunna hending „Vísindin efla atla dáð" úr Ijóði Jónasar Haltgrímssonar „Til herra Páls Gaimard": Vísindin efta alla dáð orkuna styrkja. viljann hvessa, vonina glæða. hugann hressa. farsældum vefja lýð og láð. Rís starf okkar i Háskóla íslands undir þeirri hugsjón og þeirri helgun sem þessi orð fela í sér? Vefja vísindi okkar farsældum lýð og láð? Hafa þau ofið ykkur. ágætu kandídatar. þann vef vísindalegrar menntunar sem mun duga ykkur til að takast á við þau verkefni sem ykkur verður ætlað að leysa af hendi? Einnig má spyrja: Hafa þau ofið þann vef farsældar sem ístenska þjóðin ætlaðist til með því að stofna það vísinda- og fræðasetur sem er Háskóli íslands? Og enn má spyrja: Er Háskóti íslands hæfur til að vefja þjóðina þeim farsældum sem hún þráir? Við þessum spurningum hef ég engin fultgild svör. En vilji Háskóli fslands vera trúr köllun sinni þá ber honum og öllum sem unna honum og gera kröfur til hans að leitast við að svara þeim. Svör okkar þurfa að vera fræðileg og verkteg í senn. Fræðileg svör eru fólgin í rökræðu um gildi vísinda og áhrifamátt. verklegu svörin eru fótgin í því að nýta tilteknar vísindalegar kenningar eða niðurstöður til að framkvæma ákveðnar hugmyndir. Ég nefni þennan greinarmun á fræðilegum og verklegum svörum af tveimur ástæðum. Fyrri ástæðan tengist viðteknum skoð- unum okkar (slendinga á því hvað er fræðilegt og hvað er verklegt. Síðari ástæð- an tengist viðteknum aðferðum Háskólans og háskólafólks við að réttlæta og rökstyðja tilvist sína og störf. Lítum fyrst á síðarnefndu ástæðuna. Háskólinn og háskólafólk hafa frá stofnun Háskólans sífellt réttlætt tilvist sína og starfsemi með því að skírskota til gagn- seminnar sem af starfsemi þeirra htjótist - fyrir skólakerfið. fyrir heilbrigðis- þjónustuna. fyrir uppbyggingu orkuvera. vegakerfisins. fyrir viðhald og þróun íslenskrar tungu. varðveislu fornra handrita. fyrir verndun og skynsamtega nýtingu fiskistofna og nú síðast: þróun og gerð hugbúnaðar í tölvum og uppgötv- anir fyrir atbeina erfðatækni. Nú spyr ég ykkur. kandídatar og aðrir góðir áheyr- endur. er þetta það eina sem réttlætir tilvist menntastofnunarinnar „Háskóti íslands"? Með öðrum orðum. er Háskóli íslands til þess eins að þjóna tilteknum markmiðum utan hans sjálfs. mennta embættismenn og ýmiss konar sérfræð- inga. lækna. lögfræðinga. presta. verkfræðinga. viðskiptafræðinga. tötvunar- fræðinga. kennara og heimspekinga? Uppeldishlutverk Háskólans Ég tel svo ekki vera. Meginhlutverk Háskóta íslands er og á að vera að ala upp þroskaða og sjálfstæða einstaklinga sem eru reiðubúnir að leggja sjálfa sig að veði í þeim verkefnum sem þeir takast á hendur - hver sem þau eru. Uppeldis- hlutverk Háskóla íslands er fótgið í því að rækta með öllu starfsfólki sínu, kenn- urum sem nemendum, frjálsa. fræðilega hugsun til að takast á við öll viðfangs- efni með opinni. gagnrýninni umræðu. Þetta mikilvæga uppeldishlutverk Háskólans byggist á því að lagt sé rétt mat á gildi hins fræðilega og verklega í hugsun okkar og lífi. Okkur íslendingum hefur löngum hætt til þess að vanmeta sjálfstætt gitdi fræðilegrar hugsunar í mann- lífinu og telja fræðin vera úrtengslum við hið verklega eða hagnýta í lífinu. Af þessum lífseiga hleypidómi leiðir vanmat á gitdi almennrar. fræðitegrar umræðu þegar við glímum við ýmis mál í hversdagslegu lífi og starfi. Af þessu leiðir jafn- 132
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.