Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Page 138

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1998, Page 138
Hið óvænta og ófyrirséða eru orðin aðalkennimörk heimsins. Við vitum að ötl vit- neskja okkar í dag um veröldina er harla smá andspænis þeirri miklu óvissu sem ríkir um þróunina jafnt í ríki náttúrunnar sem í málefnum mannkyns. Þetta tvennt verður raunar ekki skýrt sundurgreint. í ríki náttúrunnar snýst óvissan um hugsanlegar breytingar á skilyrðum alts tífs á jörðinni, breytingar sem kunna að verða vegna aðgerða og lífshátta okkar sjátfra. í ríki mannfétagsins snýst óvissan um hugsanlegar breytingar á efnahags- og stjórnkerfum, breytingar sem kunna að verða vegna margs konar nýrrar tækni við að skiputeggja mannlífið í smáu og stóru. Sú spurning verður sífellt áleitnari hvers vísindi mannanna eru megnug. Munu þau gera okkur kleift að skilja betur náttúrulegar og félagstegar aðstæður og finna ráð til að bregðast við því sem ógnar lífinu? Eða eru þau aðeins glíma við einstök. afmörkuð fræðileg vandamál án þess að megna að veita nokkurn heildarskilning á náttúrunni og mannfélaginu sem okkur megi að gagni koma? Máttur og gildi vísinda Um leið og ég bið ykkur. kandídatar góðir. að hugleiða þetta. langar mig tit að segja ykkur svolítið frá viðhorfi mínu í þeirri von að hugrenningar mínar megi hjálpa ykkur til að komast að eigin niðurstöðum. Fyrst skulum við staldra við og spyrja: Hvaða máli skiptir það hverju við trúum um mátt og gildi vísinda og þar með vísindalegrar þekkingar og menntunar? Er þetta ekki fyrst og fremst fræði- teg spurning sem rétt er að láta heimspekingum eftir að glíma við? Vissulega er þetta heimspekilegt viðfangsefni. En ég er ekki viss um að það sé skynsamlegt að láta heimspekinga eina um að fást við það. Ekki svo að skilja að ég vantreysti þeim til að rökræða málið. heldur vegna þess að þetta varðar okkur öll sem borgara og almenning. Eigum við að treysta á vísindi til að leysa lífsvanda okkar og tryggja framþróun mannkyns - eða er ástæða til að efast um mátt þeirra og reiða sig fremur á annars konar kenningar eða hugmyndir til að takast á við lífið? Og hvaða kenningar og hugmyndir um veröldina gætum við þá haft til leiðsagnar. ef ekki þær sem sækja má í smiðju vísinda- og fræðimanna? Nú hef ég bersýnilega gefið mér eina forsendu sem einhver ykkar kynnu að vitja efast um. nefnilega að til þess að lifa á þessum óvissu- og ævintýratímum þurf- um við á skýrum kenningum og hugmyndum að halda. Einu rök mín eru þau að við séum öll hugsandi verur sem notum óhjákvæmilega kenningar og hugmyndir tit að taka afstöðu og ákvarðanir í lífinu. Þess vegna skipti öltu máli hverjar þær eru og hvernig við hugsum og ræðum um þær. Þess vegna höldum við málþing og ráðstefnur. sitjum á rökstólum á Alþingi, hötdum endatausa fundi í fyrirtækjum og félögum. liggjum yfir bókum og skýrslum. hönnum upplýsingakerfi og tölvunet - eða sitjum bara saman og röbbum yfir kaffibotla. Mannlífið allt. veröldin ölt. er gegnsýrt af hugmyndum sem við sköpum. varðveit- um og miðlum með orðum og táknrænum athöfnum á óendanlega margbrotinn hátt. Oft brestur okkur samt mátt til að tjá það sem í brjósti okkar býr, finnum engan stuðning í þekktum hugmyndum, tifum í orðlausri angist. kvíða eða sorg sem enginn mannlegur máttur sefar. Jafnvel orð Guðs. sem kristinni kenningu er ætlað að ftytja. kann að hljóma sem marktaus hávaði á slíkum ögurstundum. Þetta minnir á það sem við öll vitum, að lífið er meira en hugmynd, tilveran annað en kenning. En þetta segir okkur líka að við lifum og erum til sem hugsandi verur í ríki kenninga og hugmynda. Hvað einkennir það ríki? Er stjórnarfar þess frjálst og lýðræðistegt? Eða er það ofurselt tilteknum öflum - og þá hverjum? Miðlun hugmynda og opinber umræða Svarið virðist augljóst: Fjölmiðtar samtímans stýra straumum hugmynda og ráða myndun skoðana meðal almennings. En hverjir ráða fjölmiðlunum? Hvaða öft stýra því að hverju athygli þeirra beinist? Og hvernig tekst þeim að fanga hina dýrmætu athygli sem er svo eftirsótt á okkar dögum? - Fyrir skömmu voru öll dagbtöð á íslandi málsvarar tiltekinna stjórnmálaflokka en hljóðvarp og sjónvarp rekin af ríkinu. Smám saman hafa fyrirtæki með hagnað að leiðarljósi orðið virkir aðilar á þessu sviði og tötvuvæðingin færir stöðugt út svið fjölmiðlunar. Og þar með hefur verið hleypt af stað ófyrirsjáanlegri þróun og miðlun efnis til að hafa áhrif á hugmynda- og skoðanamyndun meðat almennings í heiminum. Þetta er einn mikilvægur þáttur þeirra ævintýratíma sem við lifum: Miðlun hug- mynda, kenninga og hvers kyns upptýsinga er orðin ófyrirsjáanleg - og enginn veit hvert athyglinni verður beint næst. Á hverjum tíma eru það samt ákveðin málefni sem hæst ber í opinberri umræðu í hverju þjóðfélagi. Auðlindamál. meðai annars um nýtingu hálendis. heilsufarsuppiýsinga og fiskistofna. hafa verið og 134
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.