Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 82

Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 82
Guðfræðideild og fræða- svið hennar Starfsfólk Arnfríður Guðmundsdóttir var ráðin í lektor í samstæðilegri guðfræði með sér- stakri áherslu á kvennaguðfræði frá 1. júlí. Sólveig Anna Bóasdóttir sótti um starfið á móti henni og voru báðar metnar hæfar en niðurstaða deildarfundar var að mæla með því að Arnfríður yrði ráðin. Hún hafði áður gegnt um þriggja ára skeið tímabundnu lektorsstarfi við deildina. Arnfríður er fyrsta konan til að hljóta fastráðningu við guðfræðideild. Um leið og hún var ráðin hlaut hún framgang í starf dósents þar sem dómsnefnd hafði fyrr á vormisserinu komist að þeirri niðurstöðu að hún væri hæf til að hljóta slíkan framgang í starfi. Ráðning Arnfríðar nær ekki að vega upp á móti því að tveir af reyndustu kennur- um deildarinnar höfðu látið af störfum í lok ársins 2002. þeir Björn Björnsson. sem skipaður var prófessor við deildina 1. júní 1969. og Kristján Búason, sem skipaður var dósent í ársbyrjun 1975. Það hefur því fækkað í hópi fastráðinna kennara deildarinnar. Er óskandi að það ástand vari ekki lengi. Nýskipan náms í guðfræðideild Sú nýskipan guðfræðinámsins sem gerð var grein fyrir í Árbók 2002 hefur mælst mjög vel fyrir meðal nemenda. Fyrsta námsárið í deildinni þykir mun betur heppnað en áður. Miðað er við að það veiti innsýn í öll fræðasvið deildarinnar og sé sameiginlegt fyrir nemendur. óháð því hvort þeir hyggja á BA-nám eða hefð- bundið nám til embættisprófs (cand. theol.). Eitt helsta nýmælið er raunar það að nú er miðað við að allir nemendur tjúki BA- námi (90 einingum). Síðan eiga þeir þriggja kosta völ: (a) að láta þar staðar numið, (b) að halda áfram hefðbundnu námi til embættisprófs eða (c) að taka MA- nám með áherslu á einhvert fræðasviða guðfræðinnar. Hugmyndin að baki nýrri námsskipan er ekki síst sú að með henni megi bæta námsframvindu nemenda. BA-gráðan verði hvati til að Ijúka mikilvægum áfanga og örvi jafnframt nemendur til að halda áfram náminu. Nú er í boði þverfagtegt nám í almennum trúarbragðafræðum sem 30 eininga aukagrein til BA-prófs og lofar góðu. Vonir standa til að fljótlega verði unnt að auka fjölbreytni þess en að því standa guðfræðideild, heimspekideild og félags- vísindadeild. Er ástæða til að ætla að þarna liggi einn helsti vaxtarbroddur guð- fræðideildar. Fjölgun nemenda Nemendum fjölgaði talsvert á árinu. Nýnemar voru alls 44 og hafa ekki verið fleiri áður. Að einhverju leyti má rekja þessa fjölgun til markviss kynningarstarfs sem var einkum í því fótgið að nemendur deildarinnar heimsóttu framhaldsskólana og kynntu deild sína. Litlu sem engu var hins vegar kostað til við gerð kynningar- bæklinga. Alls voru 148 nemendur skráðir í deildina á árinu en ekki dugði sú fjölgun til þess að skila deildinni auknum fjármunum. Þarspilar inn í að námsframvinda nem- enda er í mörgum tilfellum mjög hæg og skilar meðalguðfræðineminn tiltölulega fáum þreyttum einingum. Konur eru sem fyrr í miklum meirihluta nemenda þótt hlutföll milli kynjanna hafi jafnast nokkuð á árinu. Nefndir og stjórnir Kristján Valur Ingólfsson lektor var valinn fulltrúi guðfræðideildar í stjórn Leik- mannaskóla þjóðkirkjunnar. Arnfríður Guðmundsdóttir dósent til vara. Einar Sig- urbjörnsson prófessor var valinn fulltrúi guðfræðideildar í nefnd á vegum kirkj- unnar vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu um málefni kirkjutónlistar. Félag guðfræð- inga var stofnað í upphafi haustmisseris og er það yfirlýstur vilji þeirra sem að fé- laginu standa að eiga gott samstarf við guðfræðideild og að einn stjórnarmanna komi jafnan úr guðfræðideildinni. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor var kosinn í fyrstu stjórn félagsins. 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.