Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.02.2001, Qupperneq 8

Stúdentablaðið - 01.02.2001, Qupperneq 8
-I n n i n g Hugrenningar íþróttafíkilsins í tengslum við HM 2001 Loksins, loksins. Eftir margra mánaða bið og stórmótakreppu hófst hún, keppnin sem við höfðum öll (jæja þá, flcst) beðið eftir. HM í handbolta hófst 23. janúar og því lauk fyrir okkur íslend- inga viku seinna. Undirbúningur var meiri cn fyrir síðasta stórmót og gaf hann allt annað en fögur fýrirheit, enda vannst ein- ungis sannfærandi sigur á Bandaríkja- mönnum sem seint munu tcljast til afreks- þjóða í handknattleik. Enda kom það á daginn að árangur „strákanna okkar“ var langt frá því sem þjóðin sætti sig við. En hvað klikkaði, eins og frægur íþróttafrétta- maður er vanur að spyrja? Hcr á eftir ætl- ar íþróttaflkillinn að ijalla um mótið út frá sínum bæjardyrum. Strákarnir hófu mótið á leik gegn Svíum og þrátt fyrir að hafa mætt óvenju slöku og „Faxa-lausu“ sænsku landsliði tókst þeim að tapa í 14. viðureigninni í röð fýr- ir „grýlunni“. Hins vegar varð brcyting til batnaðar í næsta leik þegar við unnum Portúgali í gríðarlega spennandi leik. Olc ole ole ole ísland ísland. í næsta leik, gegn Marokkó, sannfærðu Golli og Gunni Gunn mig í upphafi útsendingar með útskýringum á þessari sniðugu leiktöflu í sjónvarpssal að við myndum vinna og sú varð raunin. Kominn tími til að að rifja upp slagarann „Gcrum okkar besta“ því leiðin liggur upp á við. I fjórða leiknum, á móti Egyptum, byrj- uðu strákarnir vel en síðan seig á ógæfu- hliðina. Skyttur og leikstjórnun hörmu- legar og alltof mörgum boltum stolið frá okkur. Þessi leikur var ótrúlega líkur leikn- um á móti Svíum. Og hafi einhver verið óánægður með lcikinn gegn Egyptum, þá hafði sá hinn sami einungis fengið nasa- sjón af lélcgum leik. Jafntefli gegn Tékk- um var jafnmikill óþarfi og nýja kringlan í Kópavogi. í lciknum gegn Júggum í 16 liða úrslitum var svo að duga eða drepast og sjálfsögðu drápust strákarnir og kórón- uðu laka frammistöðu á mótinu. Þcir sáu aldrei til sólar og jafvel Geiri Magg íþróttafréttamaður, sem er einn sá bjart- sýnasti í bransanum, hafði gefið upp von- ina í byrjun síðari hálfleiks. Svartur dagur í íslenskum handbolta og cinungis náðist 12. sæti. Það má ljóst vera afþessari umfjöllun að landsliðið stóð engan veginn undir vænt- ingum og ákveðnir menn í iiðinu brugð- ust: Óli Stefáns virðist þjást af ábyrgðarfó- bíu með landsliðinu, Degi Sigurðssyni, fýrirliða, hefúr farið aftur og verðskuldaði hann að mínu mati ekki sæti í landsliðinu. Patrekur var líka óstöðugur í leik sínum. Og þetta eiga að kallast máttarstólpar liðs- ins. Mcðal jákvæðra punkta langar mig að nefna frammistöðu Róbcrts línumanns og Birkis ívars sem ég sé sem arftaka Guð- mundar ef hann hættir þá einhvcrn tíma. Duranona kom mér líka á óvart með góð- um leik á köflum. Hins vegar kemur upp sú spurning hvort landsliðsþjálfarinn hafi valið besta hópinn og að mínu mati varð honum á í messunni. Honum heföi verið nær að nýta sér t.d. krafta tveggja nema HI, þeirra Björgvins Þórs Björgvinssonar og Rúnars Sigtryggsonar scm báðir hafa leikið stórvcl í vetur. Að lokum langar mig að segja að ég held að tími landsliðsþjálfarans sé liðinn og tími til kominn að gefa öðrum tæki- færi. Tvö leiðinleg stórmót á einu ári er of mikið fýrir mig og þjáningarsystkini mín. Við viljum gamla, góða liðið frá Kumamoto aftur. Á næsta móti, EM í Sví- þjóð eftir ár, vil ég gott íslenskt lið, annars gæti ég þurft að fara að slökkva á sjónvarp- inu. Björn Gíslason, alias íþróttafíkillinn Nemendaleikhúsið frumsýnir Road Nemendaleikhúsið sýndi nú fýrir jól leikritið Ofviðrið eftir Shakespeare sem naut mikilla vinsælda og var sýnt 27 sinnum. Nú er útskriftarhópurinn að fást við annað verkefni og af því tilefni fór út- sendari Stúdentablaðsins á stúfana og spjall- aði við hópinn. „Verkið sem við erum að setja upp núna er Road, kannski betur þekkt scm Stræti. Við ákváðum hins vegar að kalla það ensku nafni sínu vegna þess að okkur finnst það hafa aðra og jákvæðari mcrkingu. Stræti tengir maður við ræsið en Road merkir veg- ur sem getur legið í átt til einhvers.“ I verkinu koma fýrir um 30 persónur og því fer hver leikari með mörg hlutverk. „Það sem tengir þetta fólk saman er að það er að kljást við svipuð vandamál; er kannski allt í leit að lífsfýllingunni.“ Að sögn hópsins verður sýningin mjög mínímalísk; leikmyndin verður nánast cngin og að sama skapi vonast þau til að kjarni vcrksins náist fram. „Road er gcrólíkt Ofviðrinu, ekki aðeins er það nútímaverk og textinn því óbundinn, heldur er sjálft umfjöllunarcfnið annað og áþrcifanlegra." Leikstjóri að þessu sinni er Ingólfúr Níels Árnason og er útskriftarhópurinn nokkuð ánægður með að hafa krækt í hann. Hann segist sjálfur aðeins hafa ætlað að vera hér rétt yfir jólin en svo hafi hann lent í þessu leikstjórastarfi. Ingólfúr er menntaður leik- stjóri frá ítölsku lciklistarakademíunni og hefúr unnið sem aðstoðarleikstjóri í óperu- húsinu í Róm og í Palermó. „Síðasta verk- efni mitt var að þýða Karíus og Baktus á ítölsku og setja það upp sem ég held bara að hafi gengið nokkuð vel!“ Aðspurður segist Ingólfúr beita mismunandi aðferðum við að leikstýra hverjum leikara, allt cftir einstak- lingseðli hvers og eins, og vill í raun frekar kalla sig þjálfara en leikstjóra. Hann segir Road einnig vera mjög skemmtilcgt verkefni fýrir leikara: „Þetta er leikrit þar sem leikar- arnir fá virkilega að njóta sín; sannkölluð leikaraorkestra.“ Road verður frumsýnt 2. rnars og miða- verðið verður 500 krónur. Þriðja og síðasta verkefni útskriftarhópsins verður svo Plata- nov eftir Tsjekov í leikstjórn Baltasars Kor- máks. Katrín Jakobsdóttir Útskriftarhopur Nemendaleikhússins Orð blaðsins systkini Margir eiga systkini en sumir eru í vand- ræðum með að gera grein fyrir því á prenti því að þeir vita ekki hvernig staf- setja skal orðið. Einkum veldur það fólki heilabrotum hvar rita skuli i og hvar y. Því er samt auðsvarað. Fyrri hlutinn er skyidur orðinu systír og því skal rita y þar. Margir halda að það eigi einnig að gera í síðari hlutanum og að hann teng- ist kyni, enda eru systkini að jafnaði karl- eða kvenkyns. Þessi lyktun er hins vegar helber mlsskiiningur. Samkvæmt íslenskri orðsifjabók er hér um að ræða viðskeyti, líkt og í orðum á borð við feðgin og mæðgin, og þetta viðskeyti er skrifað með einföldu i. Því er hér með komfð á framfæri við fróðieiksþyrsta les- endur Stúdentablaðsins sem héðan í frá ættu ekki að vera í neinum vandræðum með að skrifa setningar eins og: „Það er mikil ábyrgð að vera elsta systkinið og neyðast til að umbera frekjuna í yngsta systkininu" eða: „Það er algeng- ur misskilningur yngstu systkina að þau séu nafli alheimsins" eða þá: „Hér með lýkur áróðri fyrir hönd elstu systkina í bili.“ ee III... Undanfarið hefur hornið haft töluvert veður af málbrigði sem virðist ein- skorðast við hinn viðkunnanlega bæ Hafnarfjörð. Það er hið svokallaða hafn- firska i. Fyrir þá sem ekki vita við hvað er átt gæti þetta virst með öllu óskiljan- tegt en nú skal reynt að bæta úr þvi (það ber þó að hafa hugfast að hornlð á ekki rætur sínar að rekja til Hafnarfjarðar). Hafnfirskt i er eftir bestu vitund hornsins það þegar sérhljóðið i er haft á eftir orð- um eða í iok setninga en einnig virðist horninu það geta staðið eitt og sér og þá kannski sem svar við spurningu. Dæml um þetta gæti því veríð: „Ætlið þið í fé- lagshelmllið í kvöld-i?“ Hljóðið virð- ist þó yfirleitt vera haft fremur langt þannlg að það væri e.t.v. réttara að staf- setja það iii. Merklng i-sins virðist horn- inu yfirleitt vera einhvers konar and- stæðumerking eða neitun, þó ekki skuli alhæft um þau mál hér. Athyglisvert er að málbrigðið virðist vera nýtt í málinu og ekki koma fyrir annars staðar á land- inu. Fróðlegt er þó að fyigjast með út- breiðslu i-slns og sjá hvernig því tekst að skjóta rótum í máli landsmanna. Lesend- ur hornsins eru hvattlr til að láta vita ef þeir verða varir við i-ið i heimabyggðum sínum. Einnig er spennandi að sjá hvort i-ið mun þá taka breytingum í tímans rás eins og er ekki óalgengt með nýjungar í málinu og verða þá kannski að eee á Austurlandi ... iii. hbe 8 stúdentablaöið - febrúar ‘01

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.