Stúdentablaðið - 01.02.2001, Side 9
Margir möguleikar í meistara- og doktorsnámi:
Mikil gróska
í framhalds
Fyrir þá sem hugsa skipulega:
Verkfræði
Innan vcrkfræðideildar er hægt að
taka eftirfarandi greinar til MS-prófs:
Byggingarverkfræði, unihverfisverk-
ffæði, vélaverkfræði, iðnaðarverkfræði,
rafmagnsverkfræði, tölvuverkfræði,
sjávarútvegsfræði og umhverfisfræði
Nám til mcistaraprófs er 60 einingar
hið minnsta. Hægt er að taka námskeið
til 30 eða 45 cininga og meistaraverk-
efni til 15 eða 30 cininga. Til að kom-
ast inn í námið þarf að hafa lokið BS-
prófi í verkffæði, raunvísindum eða
sambærilegum greinum. Þeir sem
koma úr öðrum deildum eða skólum
eru hins vegar skyldaðir til að taka 45
einingar í námskeiðum og 15 eininga
meistaraverkefni.
Háskólans
Margar leiðir standa háskólanemum til boða að loknu BA-prófi. Nemendur
œttu að kynna sér hvað Háskóli íslandspetur boðið í þeim efnum en ífram-
haldsnáminu kennir margra grasa, hvort sem um er að rœða hefðbundið meist-
aranám eða starfstengt viðbótarnám.
Kynningarfundur um framhaldsnáml
Mikil áhersla hefur verið löjjð á að efla framhaldsnám í Háskólanum að undan-
fórnu. Nú í vetur verður tekin upp sú nýbreytni að kynna framhaldsnám við Há-
skólann á svipaðan hátt ojjprunnnámið er kynnt á hverju ári. Framhaldsnám-
skynningin verður þann 8. mars ojj stendurfrá 16.00 til 19.00. Allar deildir skólans
nema lajjadeild taka þátt í kynninjjunni og verður hún haldin í hátíðarsal Aðal-
byggingar. Ennfremur verður kynning á þjónustu við framhaldsnema. Nemendur
sem komnir eru áleiðis í námi og þeir sem hafa lokið háskólanámi &ttu að koma við
og renna augum yftr flóruna. Ekki þarfað margítrekagildi menntunar í nútíman-
um og Háskólinn hefur eflaust meira upp á að bjóða en margan rennirgrun í.
Fyrir þá þverfagtegu:
Umhverfis- og sjávarútvegsfræði
Boðið er upp á 60 eininga þverdeilda-
legt meistaranám í umhverfisfræði og
sjávarútvegsfræði. Viðskipta- og hag-
fræðidcild, raunvísindadeild, verkffæði-
deild, lagadeild og félagsvísindadeild
eiga aðild að báðum fbgum og að auki
eiga heimspekideild og guðfræðideild
aðild að umhverfisfræðinni. í umhverf-
isfræði taka nemcndur 30 eininga
kjarna, 15 eininga lokaverkefni og 15
einingar á sérsviði. 1 sjávarútvegsfræði
taka nemendur 20 eininga kjarna, 15
eða 30 eininga lokavcrkcfni og svo val-
fög til að fýlla upp í 60 einingar.
Fyrir þá sem hugsa um fjármál: Viðskipta- og hagfræði
Innan viðskipta- og hagfræðideildar er boðið upp á 45 eininga meistaranám í viðskipta-
og hagfræði. Gert er ráð fýrir að nemendur hafi lokið BS-prófi í þessum greinum en þeir
scm hafa lokið háskólaprófi í öðrum greinum geta sótt um skráningu í sérstakt undir-
búningsnám með einstaklingsbundinni námsáædun. I’á er einnig boðið upp á MBA-
nám í samvinnu við Endurmenntunarstofnun en það kostar drjúgan skilding.
Fyrir þá sem hugsa um aðra: Hjúkrun, heilbrigðisvísindi og tannlæknisfræði
Meistaranám í hjúkrunarfræði er 60 eininga nám. Inntökuskilyrði er BS-próf í hjúkrun-
arfræði. Hluti námsins er tckinn í útlöndum. Hægt cr að taka námskeið til 30 eða 45
eininga og meistaraverkefni tíl 15 eða 30 eininga.
Innan hjúkrunarfræðideildar er einnig hægt að taka cand.obst.-próf í ljósmóðurfræði
(2 ár, 36 einingar). Hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði
þurfa að ljúka fornámi, alls 16 einingum, áður en nám í ljósmóðurfræði getur hafist.
Námið er samfellt og hvert námskeið cr nauðsynleg undirstaða fýrir það næsta.
Meistaranám í heilbrigðisvísindum er kennt innan læknadeildar. Námið er 60 eining-
ar og geta þeir sótt um sem lokið hafa BS-prófi við læknadeild, fjórða ári í læknisfræði í
læknadeild Háskóla Islands eða sambærilegu prófi.
Innan tannlæknadcildar er hægt að taka meistaranám í tannlæknisfræði. Framkvæmd
þess cr samkvæmt reglum læknadcildar.
Fyrir þá sem hugsa um samfélagið: Félagsvísindi
í félagsvísindadeild er hægt að fara í framhaldsnám í eftirfarandi fögum: Bókasafns- og
upplýsingafræði, félagsfræði, mannfræði, sálarffæði, stjórnmálafræði og uppeldisfræði (2
brautir).
Ætlast er til þcss að ncmendur hafi lokið BA-prófi ffá Háskóla íslands eða sambæri-
legu prófi með fýrstu einkunn (7,25). Allt meistaranám í félagsvísindadeild er 60 ein-
ingar og gert er ráð fýrir að það sé tekið á tveimur árum. Hægt er að taka hluta náms-
ins í útíöndum. Meistaranám skiptist almennt í námskeið (15-30 einingar) og svo loka-
ritgerð (30-45 ciningar). Við upphaf framhaldsnáms velja nemendur sér lciðbeinanda
scm fýlgir þeim svo í gegnum námið.
Fyrir þá sem hugsa í tölum: Raunvísindi
í raunvísindadcild er hægt að fara í ffamhaldsnám í stærðffæði, eðlisfræði, jarðeðlisfræði,
vísindasögu, efnafræði, lífcfnafræði, líffræði, jarðfræði, landaffæði, tölvunarffæði, mat-
vælafræði, næringarfræði, sjávarútvegsfræði og umhverfisfræði.
Nám til meistaraprófs í raunvísindadeild er 60 einingar nema MS-nám í tölvunarfræði
sem er 45 einingar. Til að fá að innritast í meistaranám þarf stúdent að hafa lokið BS-
prófi frá deildinni með lágmarkseinkunn 6,5 eða sambærilegu prófi. Við upphaf náms-
ins velja nemendur sér lciðbeinanda scm fýlgir þeim svo í gegnum námið. Raunvísinda-
deild tekur einnig þátt í þvcrfaglegu meistaranámi í sjávarútvegsfræði og umhverfisfræði.
Fyrir þá sem hugsa hátt: Hugvísindi
Innan heimspekideildar er hægt að taka MA-próf í eftirfarandi greinum: Almenn bók-
menntaffæði, danska, enska, heimspckj, íslenskar bókmcnntir, íslensk málfræði, íslensk
fræði og sagnfræði.
Að auki er hægt að taka M.paed.-próf í íslensku, dönsku og ensku.
Ætlast er til þess að nemendur hafi ákveðinn grunn í faginu scm þeir hyggjast sérhæfá
sig í. Þessar forkröfúr eru teknar fram í kennsluskrá en oftast eru það þrjátíu eða scxtíu
einingar í viðkomandi fagi á BA-stigi. Einnig verður að ná 7,25 í aðaleinkunn á BA-prófi
og 8,0 í BA-ritgerð. Allt meistaranám í heimspekideild er 60 einingar og gert cr ráð fýr-
ir að það sé tekið á tveimur árum. Hægt er að taka hluta námsins í útíöndum og í
dönsku, ensku og heimspeki er beinh'nis ætíast til þess. Meistaranám skiptist almennt í
námskeið og svo lokaritgerð. Við upphaf framhaldsnáms velja nemendur sér leiðbein-
anda sem fýlgir þeim svo í gegnum námið.
Fyrir þá sem hugsa um guð: Guðfræði
Meistaranám í guðffæði er 60 einingar ef maður hefúr lokið BS-prófi í guðfræði en 30
einingar fýrir þá sem lokið hafa embættisprófi í guðfræði. Stúdentar sem lokið hafa BA~
prófi úr öðrum fögum geta sótt um inngöngu í MA-nám í guðfræði að uppfýlltum viss-
um skilyrðum.
Fyrir þá praktísku: Starfsmiðað nám
í nokkrum deildum cr hægt að taka starfsmiðað viðbótarnám effir fyrstu háskólagráðu.
í guðfræði er hægt að stunda nám til að öðlast starfsréttindi djákna. Djáknar eru safn-
aðarstarfsmenn og annast líknarþjónustu annars vegar og fræðslu hins vegar. Þeir sem
lokið hafa háskólaprófi, einkum á sviði félagsráðgjafar, uppeldisfræði eða hjúkrunar-
fræði, eiga þess kost að innrita sig í 30 cininga djáknanám. Djáknanám til 90 eininga er
á vegum guðfræðideildar en er einnig stundað innan félagsvísindadeildar. Það miðast við
þá sem ekki hafa lokið háskólaprófi.
I félagsvísindum er hægt að taka cftirfarandi greinar: Hagnýt fjölmiðlun (32 eining-
ar), félagsráðgjöf (30 einingar), kennslufræði (30 einingar), bókasafnsfræði (2 ára nám),
nám fyrir skólasafnverði (30 einingar), námsráðgjöf (34 einingar). Inntökuskilyrði í
þetta nám er BA-próf úr skyldum fögum og er það nánar tilgreint í kennsluskrá.
í raunvísindum er hægt að taka eins árs viðbótarnám í stærðffæði, eðlisfræði, jarðeðl-
isfræði, efúafræði, lífefnaffæði, hffræði, jarðfræði, landaffæði og matvælaffæði. Inntöku-
skilyrði í þetta nám er BS-próf úr deildinni eða sambærilegt próf.
Fyrir þá sem ætla alla leið: Doktorsnám
Hægt er að taka doktorspróf í eftirfarandi greinum: Læknisffæði, lyfjafræði, íslenskum
bókmenntum, íslenskri málfræði, sagnffæði, guðffæði, verkffæði, raunvísindum. við-
skiptafræði, hagfræði og tannlæknisfræði.
Doktorsnám tekur almennt þrjú til fimm ár og er að mestu leyti sjálfsnám.
stúdentablaöiö - febrúar ‘01 9