Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.02.2001, Side 14

Stúdentablaðið - 01.02.2001, Side 14
Ær M snuast um traust og ábyrgð“ Röskva vill nýta þau fjölmörgu sóknar- færi sem gefast að var líflegt um að litast í Röskvuris- inu að Vesturgötu 2 þegar undirrit- aður leit við til að ná taii af Kolbrúnu Benediktsdóttur sem leiðir lista Röskvu til Stúdentaráðs í ár. Kosningaundirbúningur var í fúllum gangi og margt um manninn en við Kolbrún komum okkur fyrir á rólegum stað og ræddum um komandi kosningar, hagsmunabaráttu stúdenta og stefnumál Röskvu. Kolbrún er borinn og barnfæddur Hafn- firðingur og lauk grunnskólaprófi frá Set- bergsskóla. Á menntaskóiaárum sínum dvaldi hún bæði í Frakklandi og Danmörku, en lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1998. Hvað tókstu þér fyrír hendur eftir stúd- entsprófið? „Fyrsta árið fór ég til Ólafsvíkur og kenndi í grunnskólanum þar og framhaldsdeild Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Haustið 1999 hóf ég nám í íslensku hér við Háskólann og síð- an í lögfræði haustið 2000. Samhliða nám- inu hef ég kennt í Setbergsskóla og Hvaleyr- arskóla og unnið í félagsmiðstöðinni Verinu í Hafnarfirði. Við stúdentar höfum áhrif Hvað kom til að þú ákvaðst að fara i fram- boð til Stúdentaráðs? „Ég hef fylgst vei með starfsemi Stúdenta- ráðs síðan ég hóf nám við skólann og hrifist af því kraftmikla starfi sem þar hefúr farið fram. Við stúdentar getum haft mikil áhrif og starfsemi Stúdentaráðs skiptir grundvall- armáli fyrir okkur öll. Ég vil taka virkan þátt í því starfi og leggja þannig mitt af mörkum. Afhverju valdirðu Röskvu? „Sá kraftur sem býr í Röskvu hreif mig með sér. í Röskvu er fólk sem þorir og fram- kvæmir, enda hefúr Röskva náð miklum ár- angri fyrir stúdenta með markvissri baráttu. í því sambandi þarf ekki annað en að líta á árangur Stúdentaráðs síðastliðið starfsár. Röskva sýndi hörku í lánasjóðsmálunum síð- astliðið vor og afraksturinn var einhver mesta útlánaaukning LÍN í mörg ár. Grunn- framfærslan hækkaði annað árið í röð og allir þeir grundvallar- þættir sem áhrif hafa á upphæð námslána breyttust okkur námsmönnum í vil. Barátta Stúdentaráðs gegn aðstöðuleysi við skóiann hefur vakið þjóðarathygii og grip- ið hefur verið til markvissra aðgerða til að nýta sem best það húsnæði sem fyrir er, svo sem með því að opna kennslustofúr sem lesaðstöðu og koma á skráningarkerfi í I’jóðarbókhlöðunni. Kennslumálin hafa verið tekin föstum tök- um og einkunnaskil bætt verulega með nýrri einkunnaskilasíðu. Auk þessa hefúr Röskva gert sitt til að lífga upp á háskólasamfélagið, og má þar nefna Stúdentadaginn, afmælistónleika með SigurRós og sjónvarpsþátt um háskólasam- félagið. Ég vil taka þátt í þessu kraftmikla starfi og við í Röskvu biðjum um umboð til að halda áfram og taka næstu skref í hags- munabaráttu stúdenta. Mörkum ábyrga stefnu Hver eru helstu áherslumál Röskvu í þessum kosningum ? „Röskva hefúr lagt fram ítariega stefnu- skrá og þar er að finna stórtækar hugmynd- ir um alla helstu þætti háskólasamfélagsins. Við sjáum sóknarfæri á flestum sviðum hagsmunabaráttunnar og viljum nýta þau. Ég vil byrja á að nefna fimm mikilvæga málaflokka sem Röskva leggur áherslu á í þessum kosningum.“ Þjóðarátak í þágu Háskóla íslands „Skólinn okkar býr við mikið fjársvelti og við stúdentar verðum að vera í fararbroddi í baráttunni fyrir aukn- um fjárveitingum til skólans. Röskva vill nýta það tækifæri sem 90 ára afmæli Há- skólans skapar til að efúa til þjóðarátaks í þágu Háskóla ís- lands. Með markvissu og skipulögðu átaki verði leitað til atvinnulífsins, almennings, sveitarfélaga og ríkis um aukinn stuðning við skólann. Við viljum m.a. hvetja fyrirtæki til að gefa skólanum afmæiisgjafir og kanna í samstarfi við Samtök atvinnulífsins hvernig háskóla- menntun skilar sér til atvinnulífsins. Við vilj- um virkja sveitarfélögin til uppbyggingar Stúdentagarða og til eflingar rannsókna, svo sem með því að efla fræðasetur HÍ vítt og breitt um landið. Ríkið verði hvatt til þess að gera vel við Háskólann á afmælisárinu og okkar hugmynd er að afmælisgjöf ríkis- ins til skólans verði sérstök fjárvciting til byggingafram- kvæmda. Síðast en ekki síst verði al- menningur virkjaður í átakið. Stúdentar kynni mikilvægi Há- skólans fyrir þjóðina og almenningi gefist kostur á að rita undir yfirlýsingu um mikil- vægi skólans og skori á stjórnvöld um hærri fjárveitingar á afmælisárinu. Átakið er í mörgum þáttum og við bind- um miklar vonir við það. Við höfúm trú á að áhrifamáttur stúdenta og velvilji þjóðarinnar verði til þess að átakið styrki Háskólann verulega. Með sameiginlegu átaki getum við lyft grettistaki og stuðlað að kraftmeiri Há- skóla fyrir alla.“ Sóknarfærín í lánasjóðsmálum nýtt „Það eru ótvíræð sóknarfæri í lánasjóðsmál- um og þau vill Röskva nýta, m.a. til að hækka grunnframfærsluna. í janúar unnu stúdentar sigur hjá umboðs- manni Alþingis þar sem hann féllst á að málskotsnefnd LÍN hefði ekki með fuii- nægjandi hætti rök- stutt að grunnfram- færslan dygði námsmönnum til framfærslu. Álitið verður sterkt vopn við árlega endur- skoðun úthlutunarregina LÍN. Til að skapa enn frekari sóknarfæri vill Röskva að stúd- entar taki af skarið og framkvæmi sjálfir könnun á raunverulegri framfærsluþörf námsmanna. Við stúdentar höfúm allt sem til þarf til að framkvæma vandaða framfærslukönnun og hún yrði öflugt tæki í baráttunni fyrir hærri grunnfram- færslu og frítekju- marki.“ Tæknivætt stúdentasamfélag „Á tímum örrar tækniþróunar er nauðsyn- legt að Háskólinn og stúdentar fylgist vel með og tileinki sér gagnlegar tækninýjung- ar. Röskva vill standa fyrir söfnunarátaki til að koma skjávörpum í alla helstu fyrirlestrar- sali Háskólans, sem verði einn liður í þjóð- arátakinu. Röskva ædar að koma upp sér- stökum prófgagnabanka á netinu, þar sem unnt verður að nálgast gömul próf úr öllum deildum á einum stað. Einnig ætlum við að tæknivæða þjónustu Stúdentagarða og spara stúdentum sporin með því.“ Betrí kennsla „Röskva ætlar að halda áfram markvissri bar- áttu fyrir betri kennslu. Röskva vill að utan- aðkomandi fagaðilar verði látnir meta gæði skora og deilda í þeim tilgangi að stuðla að úrbótum. Einnig vill Röskva að kennslukannanirnar taki mið af séreinkenn- um hverrar deildar, enda gefur það betra færi á að meta raunveruleg gæði námsins. Við viljum einnig flýta birtingu próftaflna og að settar verði skýrar reglur um prófsýn- ingar. Síðast en ekki síst viljum við að Háskólinn taki upp aukið samstarf við aðra háskóla, t.d. þannig að nemendur í Háskóla íslands eigi fleiri kosti á að taka hluta námsins annars staðar. Stúdentavænt húsnæðiskerfi „Húsnæðisvandi stúdenta er mikill og Röskva hefúr mótað skýra stefnu til úrbóta. Félagsmálaráðherra heíúr lýst því yfir að ný löggjöf um húsaleigubætur sé á leiðinni og við stúdentar þurf- um að tryggja að hún verði í sam- ræmi við kröfur okkar. Fað er t.d. hrópandi órétdæti fólgið í því að námsmenn sem leigja herbergi hafi engan rétt tíl húsa- leigubóta og þessu vill Röskva breyta. ítaríeg stefnuskrá Þetta eru háleit markmið sem þú nefnir. Er eitthvað fleira sem þið œtlið að koma í Jram- kv&md? Já, hér hafa einungis verið nefnd nokkur af þeim málum sem við viljum koma í ffam- kvæmd. Röskva vill t.d. tryggja heitan mat á háskólasvæðinu. Við þekkjum öll skortinn á heitum heimilislegum mat, enda endar há- degishléið gjarnan í stefnulausri sjoppuferð með tilheyrandi kostnaði. Við viljum að FS geri tilraun með að selja heitan mat á kaffi- stofúnum, að matsölustaður verði opnaður í Stúdentaheimilinu við Hringbraut og að settir verði upp matarsjálfsalar sem sinna þörfúm stúdenta eftir lokunartíma kaffistof- anna. Við viljum einnig að Háskólinn taki næstu skref í umhverfismálum og að dag- vistarrýmum fyrir börn stúdenta verði fjölg- að með nýjum leikskóla FS. Röskva stendur við orð sín Ertu bjartsýn á komandi kosninjjar? „Ég finn mikinn meðbyr. Ég held að stúdentar séu meðvitaðir um þann mikla ár- angur sem náðst hefúr á liðnu starfsári og innan Röskvu starfa nú fleiri stúdentar en nokkru sinni fyrr. Ég hvet alla til að kynna sér vel stefnur fylkinganna, enda skiptir miklu máli hverjir stjórna Stúdentaráði. Það er kosið um traust og ábyrgð, málefni og leiðir til árangurs. Það eru stúdentar sem ráða því hvaða mál verða sett á oddinn í hagsmunabaráttunni næsta árið. Við í Röskvu höfúm sett fram þá stefnu sem við viljum vinna eftir og það hef- ur sýnt sig að Röskva stendur við orð sín og lætur verkin tala. Við erum stórhuga og vilj- um fúlla ferð áfram í hagsmunabaráttu stúd- enta.“ Hjörtur Einarsson „Til að skapa sóknarfæri í lána- sjóðsmálum vill Röskva að stúd- entar taki af skarið og framkvæmi sjálfir vandaða könnun á raun- verulegri framfærsluþörf náms- manna.“ „Röskva vill nýta það tækifæri sem 90 ára afmæli Háskólans skapar til að efna til þjóðarátaks í þágu Háskóla íslands." „Við í Röskvu höfum sett fram ít- arlega og stórhuga stefnu sem við viljum vinna eftir og það hefur sýnt sig að Röskva stendur við orð sín og lætur verkin tala.“ 14 stúdentablaðið - febrúar ‘01

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.