Stúdentablaðið - 01.02.2001, Síða 20
I
Óhentugur sessunautur
Z7
Rétt svefnaðferð
\
Svona á ekki að sofa
Aður en lengra er haldið viljum við að
það komi skyrt fram að hér er hvorki
ætlunin að mæla með þeirri háttsemi
sem lýst er í fyrirsögn né mæla gegn henni.
Aftur á móti höfum við tekið eftir því að
marga sem stunda þetta skortir til þess
kunnáttu og rann okkur því blóðið til skyld-
unnar að veita samnemendum okkar nokkr-
ar ráðleggingar, þar eð við höfum jú náð
talsverðri færni á þessu sviði og verið öðrum
fyrirmynd um nokkurt skeið.
Fyrsta aðferðin sem lýst verður, og jafnframt
ein sú algengasta, er það að sofa. Kemur þar
margt til, bæði er það auðvelt í framkvæmd,
krefst lítils undirbúnings og er einkar áhrifa-
ríkt, enda nánast ómögulegt að læra í því
ástandi. Þó er ekki sama hvernig farið er að.
Höfúðatriði er að draga ekki að sér athygli,
en athygli annarra, ekki síst kennarans, er
einhver versti óvinur svefnslóðans. Viðvan-
ingar í þessari aðferð eiga það til að skera
hrúta, og draga þannig neikvæða athygli að
sér. Aðrir lenda í því að sofa of lengi, og
missa kannski af frímó, sem er vont, ekki síst
ef það eru pizzur í boði, enda sannast þá oft
máltækið að sveltur sitjandi kráka en fljúg-
andi fær. Önnur mistök sem menn gera er
að velja sér sæti á vondum stað, t.d. á
fremsta bekk eða öðrum stað sem athygli
beinist að. Enn aðrir sofna í slæmum stell-
ingum, t.a.rn. hallandi sér aftur á bak svo
andlitið vísar til himins, sem bæði veldur
bakverk og cr hlálegt á að líta.
En hvað cr til ráða? Hér getur góður félagi
skipt sköpum. Hann getur bankað í mann ef
í óefni stefnir og athyglin er farin að beinast
að manni. Hvað staðsetningu varðar skipta
nokkur atriði höfuðmáli. Best er að velja sér
sæti aftarlega fýrir miðju en þó ekki of aftar-
lega. Gott er að sitja við vegg ef mögulegt
er, því þá er hægt að halla sér upp að hon-
um. Mjög mikilvægt er að þekkja sessunauta
sína og forðast cins og heitan eldinn nem-
endur sem spyrja í tíma og ótíma, það hefúr
bæði truflandi áhrif á svefninn og drcgur að
sér óæskilega athygli. Þá er betra að finna sér
hlédrægan sessunaut. Einnig skal forðast
aðra nemendur sem eru sofandi, því ekki er
víst að þeir hafi lesið þessa grein.
En svefninn er ekki eina leiðin, því þótt far-
ið sé rétt að getur hann samt sem áður vak-
ið andúð kennarans, sem gctur aftur valdið
vandræðum þegar hann fer að gefa einkunn-
ir. Best er að kennarinn haldi að maður sé að
fylgjast með þegar maður er í raun að gera
eitthvað allt annað. T.d. er gott að eiga
áhugamái sem hægt er að sinna, t.d. teikna,
skrifa lesendabréf um vélindabakflæði í
Moggann, skipuleggja teitið um helgina eða
gera eitthvað annað sem hægt er að gera
með penna og stílabók, og búa þannig til þá
blekkingu að maður sé að glósa. Sú aðferð
sem reynst hefúr okkur hvað drjúgust er
bíóleikurinn. Hann hefúr þann kost að bæði
er hægt að spila hann einn eða með öðrum,
og fer þannig fram að fýrsti maður skrifar
nafn á bíómynd í stílabók. Næsti maður þarf
þá að þekkja leikara úr þeirri mynd og aðra
rnynd með þeim leikara, skrifa það fýrir neð-
an og þannig koll af kolli, t.d. Maverick -
James Garner - Space Cowboys - Tommy
Lee Jones - Volcano - Anne Heche o.s.frv.
Einstaklingsútgáfan felst í því að skriiá fýrst
nafn einnar kvikmyndar efst á blaðið og
annað neðst og tengja svo á milli þeirra í
ákveðið mörgum skrefúm, og reynist oft
þrautin þyngri. Ekki er nauðsynlegt að hafa
niyndir og leikara í leiknum, það er t.d.
hægt að hafa leikmenn og fótboltalið,
hljómsveitir og tónlistarmenn eða hvað ann-
að, allt eftir smekk og hugmyndaflugi hvers
og eins.
Auðvitað er hægt að gera margt annað í tím-
um án þess að læra nokkuð. T.d. spila marg-
ir leiki í farsímum sínum, aðrir lesa blöð og
bækur um einhvcr óakademísk málefni, og
surnir stara bara út í loftið eða á einhvcrn
annan. Hver sem aðferðin er, þá er aðalmál-
ið að temja sér rétt hugarfar. Menn verða að
gera upp við sjálfa sig hvort þeir hyggist læra
í tímum, og komist menn að þeirri niður-
stöðu að þeir ætli ekki að gera það skiptir
mestu að undirbúa sig vel, finna sér aðferð
sem hentar manni og passa að maður trufli
ekki aðra í leiðinni. Hið akademíska frelsi,
sem þú borgar 25.000 krónur fýrir á ári
hvcrju, tryggir þér réttinn til að stunda þessa
háttscmi, og því ekkert til að skammast sín
fýrir. Aftur á móti bendum við á að allt er
best í hófi, enda sanna dæmin að margir
hafa farið flatt á þessu og frýjum við okkur
allri ábyrgð ef illa fer í maí.
Arnór Hauksson og Oddbergur Eiríksson
20 stúdentablaöið - febrúar ‘01