Stúdentablaðið - 01.02.2001, Side 28
Helgina 20.-22. október síðastliðinn
var í Osló haldin ráðstefna sálfræði-
nema frá Norðurlöndum og
Balkanskaga. Yfirskrift ráðstefnunnar var
„Sjónarhorn“ og var þar vísað í hin mörgu
svið sálfræðinnar, þar sem oft á tíðum ríkir
mismunandi sýn á hlutverk sálfræðinnar. A
ráðstefnunni var fjallað um mörg þau mál-
efni sem efst eru á baugi í sálfræði þessa
stundina og komu fyrirlesararnir hvaðanæva,
margir þeirra þekktir fræðimenn og framúr-
skarandi á sínu sviði.
Meðal þess sem tckið var á má nefna rétt-
arsálfræði, vinnu- og skipulagssálfræði, kvik-
myndasálfræði (sem fæstir vissu fyrir ráð-
stefnuna að væri tíl), umhverfissálfræði og
menningarsálfræði.
Þrettán sálfræðinemar frá Háskóla Islands
sóttu ráðstefnuna og skiptu þeir sér niður á
fyrirlestrana eftir áhugasviði hvers og eins.
geta leyst af þann vana sem við höfúm oft
tamið okkur.
iá - og...
Frá unga aldri er okkur kennt hvernig við
eigum að halda okkur innan ákveðins
ramma, oft á kostnað skapandi hugsunar.
Þcssu má líkja við barn sem kemur stolt með
mynd sem það hefur litað í litabókina sína til
mömmu sinnar. Mamman lýsir yfir ánægju
sinni en bætir svo við: „Næst þegar þú litar
svona mynd verður þú að passa að lita ekki
út fyrir. “ Barninu er ekki leyft að fara út fyr-
ir ramma myndarinnar sem einhver annar
hefur dregið upp fyrir það. Að sama skapi
gerist það oft þegar nýr starfsmaður byrjar
að starfa hjá fyrirtæki, sem í orði hvetur
starfsmenn sína til sjálfstæðra og skapandi
vinnubragða, að cnda þótt starfsmaðurinn
sé skapandi eru yfirmenn hans ekki endilega
hverju æfingin fælist, heldur fékk hver þátt-
takandi einungis í hendur form sem leit út
fýrir að vera krass 3 ára barns og átti að fylla
út í formið, lita myndina eða gera eitthvað
annað úr henni. Þegar allir höfðu lokið við
verkefnið voru myndirnar látnar ganga á
milli þátttakendanna til að sýna hvað hver
og einn hefði gert úr þcirri mynd sem hann
fékk í hendur. Off var párið orðið að blómi,
húsi, mótorhjóli eða einhverju öðru sem
engan gat órað fyrir í upphafi. Sálfræðingur-
inn benti á að þarna hefði léleg hugmynd,
sem í fljótu bragði virtist til einskis nýt,
fengið einhverja merkingu. I stað þess að
neita hugmyndinni og fleygja henni í ruslið
hefði áframhaldandi vinna við hana skilað
einhverju jákvæðu, bæði fyrir höfúndinn og
þann sem vann úr hugmyndinni. Sálfræð-
ingurinn benti á að það væri mikilvægt að
koma sams konar viðhorfsbreytingu inn í
ráðstefna sálfræðinema
Fyrirlestrar voru í gangi allan daginn, þá þrjá
daga sem ráðstefnan stóð, og var öll skipu-
lagning ráðstefnuhaldara á þeim til fýrir-
myndar. Á kvöldin gafst ráðstefnugestum
svo færi á að kynna sér menningu Norð-
manna og eiga samskipti við aðra ráðstefnu-
gesti sem allflestir nýttu sér.
Þáttur skapandi hugsunar innan fyrir-
tækja.
Eitt af því sem boðið var upp á var þátttaka
í vinnuhópi þar sem sálfræðingur frá norska
fýrirtækinu Stig og Sten fjallaði um þátt
skapandi hugsunar í leik og starfi. Hann tók
fýrir atriði sem hamlað geta skapandi hugs-
un, hvort sem er í vinnuumhverfi eða í dag-
lega lífinu. Eitt þessara atriða er sjálfvirkni.
Það getur verið mjög hamlandi fýrir skap-
andi hugsun og lausn verkefna ef menn fest-
ast í sama farinu í allri vinnutilhögun og fara
ávallt sömu leiðina við lausn þeirra vanda-
mála sem upp kunna að koma. Sálfræðing-
urinn, ásamt tveimur leiðbeinendum,
kenndi þátttakendum námskeiðsins leiðir til
að brjóta upp sjálfvirkni í hugarstarfi, því
forsenda þess að hægt sé að brjóta upp sjálf-
virkni í hinu ytra lífi er að gera sér grein fýr-
ir því hvernig huganum er tamt að vinna og
hvernig nýjar aðferðir og ferskar hugmyndir
móttækilegir fýrir hugmyndum sem hann
setur fram. í fýrsta sinn sem starfsmaðurinn
leggur hugmyndir sínar fram á fúndi fýrir-
tækisins getur hann fengið að heyra eitthvað
þessu líkt: „Svona vinnutilhögun tíðkast
ekki hjá þessu fýrirtæki.“ Ef sams konar
móttökur bíða hans þcgar hann reynir að
koma með tillögur í annað sinn er hætta á
að hann reyni ekki frekar að koma með nýj-
ar hugmyndir heldur sætti sig við þá vinnu-
tilhögun sem viðgengst í hinu „skapandi“
fýrirtækj. Hér benti sálfræðingurinn hlust-
endum sínum á mikilvægi „já-og-hugsun-
ar“. Sama hversu léleg hugmynd virðist í
upphafi ber að taka henni með hugarfarinu
„já-og“. Með öðrum orðum „já - við tök-
um á móti hugmyndinni ..." og: „og — við
byggjum frekar á henni ...“ Þetta er lykil-
hugtak í meðferð skapandi hugsunar og
þeirrar viðleitni að brjóta upp þá sjálfvirkni
sem getur leitt til stöðnunar innan fýrir-
txkja.
Að kæfa hugmyndir kæfir nýsköpun
Að lokum var gerð h'til æfing sem sýndi hvað
býr að baki þeirri viðhorfsbreytingu sem
„já-og-hugsun“ stendur fýrir. Hver þátttak-
andi páraði með vinstri hendi eitthvert form
á blað og rétti næsta manni. Ekki var sagt í
fýrirtækin. Enda þótt stöðugleiki ríki innan
hvers fýrirtækis í einhvern tíma má hugsun-
in ekki staðna, né þær leiðir sem farnar eru
við lausn vandamála. Mikilvægt er að taka
hugmyndum starfsmanna með opnu hugar-
fari og jafnvel þótt ekki reynist not fýrir þær
þegar þær koma fram getur verið gott að
halda þeim til haga því í þeim gæti leynst
kjarni sem reynst gæti fýrirtækinu vel síðar.
Að drepa niður hugmyndir starfsmanna
(sama hverjar þær eru) án þess að skoða þær
vel fýrst og velta fýrir sér mismunandi flöt-
um á þeim þýðir einnig að öll framkvæmda-
gleði og nýsköpun er kæfð í fæðingu og þar
með möguleiki fýrirtækisins á nýsköpun.
Hlutverk ráðstefna fyrir nemendur
Ráðstefna líkt og þessi er hverri grein innan
háskólans nauðsynleg því ekki einungis veit-
ir hún nemendum nýja (og oft óvænta) sýn
á nám sitt heldur gefur hún þeim tækifæri til
að sjá hvernig áhersla á ákveðna þxtti náms-
ins er mismunandi eftir löndum og er því
gott tækifæri fýrir þá nemendur scm hyggja
á framhaldsnám fjarri heimalandi sínu.
Jóhanna Kristín Jónsdóttir og Hulda Guð-
munda Óskarsdóttir
Amór Hauksson
íslensku
Gore, og ekki virðist mér þurfa mikið til.
Bjöm Kristjánsson
heimspeki
Gore því Bush hefur gerst sekur um
marga heimskulega hluti.
Magne Ámadóttir
verkfræði
Gore.
Guðjón Emilsson
hagfræði
Gore. Var það ekki Bush sem sagði að
útflutningur kæmi mest að utan?
Halldór Snæland
verkfræði
Gore. Hann stóð sig betur í kaþpræðun-
um.
28 stúdentablaðiö - febrúar ‘01