Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Síða 7

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Síða 7
7 Stúdenfóblaðið 0m«Mi» IAESTE IAESTE stendur fyrir „The International Association for the Exchange of Students for Technical Experience“. Þetta eru alþjóðleg, sjálfstæð og ópólitísk samtök fyrir stúdenta í verkfræði og raunvísind- um. Markmið samtakanna er að efla alþjóðleg tengsl og samskipti með því að stuðla að starfsþjálfún fyrir nema á háskólastigi á erlendri grundu. I dag er starfsemi IAESTE á íslandi í höndum stúdenta við Háskóla Islands, sem starfa allir sem sjálfboðaliðar, en unnið er að því að fá aðra háskóla í samvinnu. Síðan samtökin voru stofnuð 1948 hafa margar þjóðir bæst í hópinn og eru nú rúmlega 80 talsins, víðsvegar um heiminn. Um 300 þúsund nemar hafa nú fengið starfs- þjálfún á vegum samtakanna, þar af rúmlega 400 íslenskir nemar. í janúar ár hvert er haldin aðalráðstefna samtakanna. Þar er ráðið ffarn úr þeim málum sem snúa að rekstri samtakanna á alþjóðlega vísu en að auki fara þar frarn starfa- skipti. I ár var ráðstefnan haldin í Bankok í Taílandi, þar mættu um 200 manns og á næsta ári verður hún haldin í Austurríki. Fyrir íslands hönd eru það yfirleitt formaður og verðandi formaður sem sitja ráð- stefnuna. IAESTE nefndimar sjá um að útvega störfin, skipta þeim við störf frá öðrum löndum og auglýsa störfin sem fást í staðinn þegar heim er komið. Fyrir hvert íslenskt starf fær íslenskur nemi tækifæri til að fá starfsþjálfun erlendis og erlendur nemi að koma hingað til lands. IAESTE sér um alla pappírsvinnu fyrir nemana og finnur húsnæði fyrir erlendu nemana. Öflugt sumarstarf er rekið á íslandi í samvinnu við AIESEC (samtök viðskipta- og hagfræðinema) og IMSIC (samtök læknanema). Umsækjendur þurfa yfirleitt að hafa lokið 2 árum í raungreina, tæknifræði- eða verkfræðinámi við háskóla eða sambærilega stofnun. Flestir sem fara erlendis á vegum IAESTE eru 8-12 vikur í starfsþjálf- uninni. Starfsemi IAESTE stendur og fellur með því að vinnuveitendur, stofnanir og skólar á háskólastigi veiti samtökunum lið bæði með framboði á störfum og ekki síður með fjárstuðningi. Á heimasíðu okkar má afla sér meiri upplýsinga um félagið, starfsemi þess, styrktar- aðila og þau störf sem eru í boði hverju sinni. Slóðin er http:- //www.hi.is/~iaeste. Helga Kolbrún Magnúsdóttir Formaður IAESTE á íslandi 2002-2003 95Um 300 þúsund nemar hafa nú fengið starfsþjálfun á vegum samtakanna, þar af rúm- lega 400 íslenskir nemarU „Kórinn okkar“ æfir af kappi Stórtónleikar 2. mars! Á mánudags- og fimmtudagskvöld- um berast ljúfir tónar um Aðalbyggingu Háskólans. Söng- fuglar í Háskólakómum, „kómum okkar“ syngja hástöfum, fá sér siðan kaffi og kex, spjalla og syngja meira. Hópurinn fer ört vaxandi, svo mikið að tala má um hálfgerða sprengingu. í haust komust miklu færri að en vildu og i raddpmfunum eftir jólin fór mæting fram úr björtustu vonum. En af hverju vill fólk vera í kór og hvað er þetta lið eiginlega að gaula? Æfingabúöir og jólabolla „Fólk vill einfaldlega vera í kór því það er gaman að vera í kór,“ segir Birgir Tryggvason formaður. Blaðamaður hefur laumast inn á æfingu. I bakgrunni hljóma raddir tenóra og bassa. „Við erum að æfa mjög skemmtileg og metnaðarfull verk og síðan er þetta náttúrlega súper félagsskapur. Það er gaman að hitta allt þetta fólk tvisvar í viku og syngja saman og svo eru reglulega partý og einhverjar uppákomur." Blaðamaður hefur einmitt heyrt að æfingabúðimar í Skálholti um miðjan janúar hafi verið sérlega vel heppnaðar. „Jú, jú, það passar. Menn komu raddlausir í bæinn á sunnudeginum eftir langa laugar- dagsæfingu og standandi partý ffam á morgun," segir Lára Kristín Skúladóttir varaformaður. „Þetta lið kann að skemmta sér,“ bætir hún hlæjandi við og minnist sérstaklega bollunnar í jólapartýinu sem samanstóð af malti, appelsíni og vodka. Frumleg blanda það. „í febrúar verðum við síðan með grímuball og árshátíðin okkar er í mars. I maí fömm við svo í túr um landið og gleðjum íslensku þjóðina með söng.“ Gloria eftir Vivaldi En þótt kórmeðlimir séu partýdýr upp til hópa snýst kórlífið ekki ein- göngu um skemmtanir. Þessa dagana æfir kórinn nefnilega hörðum hönd- um fyrir stórtónleika í Lang- holtskirkju sunnudaginn 2. mars. „í fyrra sungum við Carmina Burana ásamt öðmm kór, slagsverks- leikurum, Diddú og fleirum. Við hlutum algjöra metaðsókn, urðum að halda aukatónleika og sungum alls fyrir rúmlega 800 manns. í ár ætlum við náttúrlega að gera engu minna. Þetta verður væntanlega mjög flott, við syngjum til dæmis Gloriu eftir Vivaldi, verk sem margir þekkja. Einnig má nefna Little Requiem eftir John Tavener og Agnus Dei eftir Krystof Penderecki. Við verðum siðan bæði með hljómsveit og hana Diddú með okkur og syngjum sem fyrr með kómum Vox Academica.“ Lára Kristín bætir við að spenna kórmeðlima fyrir tón- leikunum fari vaxandi. „Það er ofsalega gaman að takast á við verkefni af þessu tagi og við hlökkum til stóra dagsins.“ Flytjendur verða hátt í hundrað þvi Háskólakórinn telur um sextíu manns og meðlimir Vox Academica eru um þrjátiu. Starfið hefur spurst út „í fyrra var Háskólakórinn mun minni. Starfið þá var hins vegar, eins og nú, mjög skemmtilegt og gefandi og ég held að það hafi einfaldlega spurst út. Vinir þeirra sem eru fyrir i kómum vildu vera með í gleðinni og svo ffamvegis. í haust prentuðum við líka plaggöt með myndum úr starfmu og hengdum um skólann. Þau vöktu mikla athygli og við fengum flóð af fólki í raddprufumar. Þar sem nokkuð færri strákar en stelpur mættu, gátum við hins vegar ekki tekið inn allar þær góðu söngkonur sem við hefðum viljað. Það verður að vera ákveðið jafnvægi á milli radda,“ segir Birgir. Hann bætir við að strákamir séu engu að síður um tuttugu talsins, nokkuð sem verði að kallast mjög gott í blönduðum kór af þessu tagi. Birgir og Lára Kristín verða að fara aftur á sinn stað því nú á að renna í gegnum alla Gloriu. Blaðamaður hallar sér aftur í sætinu og horfir yfir hópinn. Það er létt yfir fólki og andrúmsloftið þægilegt. Menn pískra saman, brosa og hlæja. Blaðamaður ræskir sig og byrjar skyndilega að raula lágt. Kannski hann sé mögulegur bassi? Og nú stendur kórinn upp, stjómandinn gefur tóninn og Gloria eftir Vivaldi hljómar um salinn. 95Menn komu raddlausir í bæinn á sunnudeginum eftir langa laugardagsæfingu og standandi partý fram á morguníé

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.