Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Qupperneq 22

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Qupperneq 22
Ungt fólk í framboði Kvenfrelsi og jöfnuður 55Sjálfstæðismenn vilja fara í stjórn með okkur en það er ekki gagnkvæmtu Drífa Snædal, sem er á lokaári í viðskiptafræði, skipar 3. sætið á lista Vinstrihreyfmgarinnar - græns fram- boðs í Reykjavikurkjördæmi norður. Hún hefur fengist við stjómmálastarf í nokkur ár og tvisvar tekið sæti á Alþingi sem varaþingkona. Auk þess situr hún í landsstjóm VG og stjóm Reykjavíkurfélags VG. Hún lauk námi í tækniteiknun frá Iðnskólanum árið 1998 og var áberandi í félags- störfum iðnnema og var m.a. for- maður Iðnnemasambandsins. „Eg stefni á að útskrifast í vor úr Viðskipta- og hagfræðideild ef kosn- ingabaráttan setur ekki stórt strik í reikninginn,“ segir Drífa í spjalli við Stúdentablaðið. Drífa hóf stjómmálastarf sitt í Kvennalistanum en þegar tilraunir hófust við að sameina vinstri menn fyrir fjórum ámm, fannst henni sem og mörgum öðmm gengið um of á málefnin. Því var kannað hvort gmndvöllur væri fyrir stofnun vinstri flokks sem legði áherslur á umhverf- ismál, kvenfrelsi og velferðarmál. Hún tók þátt í stofnun Stefnu- félags vinstrimanna en innan þessa hóps kom fljótlega í ljós mikill áhugi fyrir því að stofna hreyfingu á borð við VG - sem úr varð. Vinstrihreyfingin grænt framboð var stofnuð í febrúar 1999 og á því fjögurra ára afmæli um þessar mundir. „Við mældust með hverfandi fylgi þegar flokkurinn var stofnaður þannig að útlitið var ekkert bjart en síðar hefur komið í ljós að það er full þörf á vinstri flokki sem leggur áherslu á þau málefni sem við berjumst fyrir.“ Pólitík er skylda „Mér fínnst það vera skylda að taka þátt í stjómmálum ef maður hefur eitthvaó að segja. Ég er alin upp við pólitíska umræðu þannig að þátttaka í stjómmálum er mér eðlileg." Drífa leggur mikla áherslu á jafnrétt- ismálin sem og menntamálin sem hún hefur starfað að. En allt sem tengist málefnum ungs fólks snertir hana. „Það hefúr verið svolítil vakn- ing fyrir því að fá ungt fólk inn í stjómmálin. Fyrir 30-40 ámm síðan þótti það eðlilegt að stjómmál væru vettvangur miðaldra karlmanna. Það hefur hins vegar breyst mjög til batn- aðar. Þegar ég var beðin um að taka 4. sæti á lista í Reykjavík fyrir Alþingiskosningamar fyrir íjórum ámm sló ég til,“ segir hún. Drífa tók síðast sæti á þingi í nóvember sl. Hún segir að reynslan af Alþingi hafi verið góð og margt sem kom henni á óvart. And- rúmsloftið var þægilegt og vinnu- staðurinn góður. „Ég hélt að eldar loguðu í hverju homi þingsalarins en svo er nú ekki. Það var frábært að vera þar sem hlutimir gerast og hafa hugsanlega áhrif. Reyndar hefur maður ekki mikil áhrif þegar komið er inn í tvær vikur og situr í stjómarandstöðu í þokkabót en ég reyni að leggja mitt af mörkum!" Drífa segir að markmið VG sé að fá það upp úr kjörkössunum sem flokkurinn á skilið og fá atkvæði þeirra sem eru félagshyggju- og umhverftssinnaðir. Hún rifjar upp stofnun VG. „Fyrir ljórum árum kepptust stjómmálafræðingar við aö segja að öll atkvæði greidd okkur væru dauð atkvæði þar sem við næðum aldrei manni inn á þing. Það er erfitt að spá um þingmannafjölda VG eftir kosningamar í vor því að landslagið í stjómmálunum á eftir að taka breytingum fram að kjördegi. Undanfamar vikur hafa eingöngu einstaklingar verið í sviðsljósinu en ekkert hefúr verið rætt um málefni. Það hefur alltaf sýnt sig að þegar við í VG fáum tækifæri til að kynna mál- efnin þá komum við sterk út,“ bend- ir hún á. Fúl á móti - heldur betur! Drífa segir að VG sé eini flokkurinn sem hafni þátttöku Islands í stríðs- rekstri, þetta sé ekki síst mikilvægt nú þegar styijöld í írak er yfirvof- andi. Hún vonar að fólk kunni að meta þessa ským afstöðu VG til frið- armála. Afstaða almennings til NATO gæti breyst ef af þessu stríði verður. Nú sér fólk hvað það kostar að vera í hernaðarbandalagi og hvaða skyldur íslendingar verða að inna af hendi með aðild að slíkum bandalögum og sem taglhnýtingar Bandaríkjamanna í utanríkismálum. „Ef til innrásar í írak kemur verðum við aðili að stríðsrekstri þar sem heimsveldi ræðst á fullvalda þjóð. Það yfírskin að NATO sé ætlað að veija hin vestrænu gildi á ekki við rök að styðjast." Andstæðingar ykkar segja oft að þið séuð á móti öllu. Hvemig svarið þið slíkum ásökunum? „Við í Ungum vinstri-grænum létum gera barmmerki sem á stóð: „Fúl á móti, heldur betur!“ Það er ekkert hægt að svara þessu á annan hátt. Við emm í stjómarandstöðu og ríkjandi stjóm- völd em á öndverðum meiði. Við emm flokkur sem lætur málefnin ráða, en skiptum ekki um skoðun til þess að það líti út fyrir við séum ekki á móti einhveiju. Við látum málefnin ekki róa, en þetta hefúr mátt brenna við hjá t.d. Samfylkingunni vegna hræðslu um aó vera stimpluð sem fúli flokkurinn. Hjá okkur koma málefnin fyrst. Það má heldur ekki gleyma því aó sá sem er fylgjandi einu er jafnffamt á móti einhverju öðm. Samanber að vera fylgjandi náttúmnni, og þannig óhjákvæmi- lega á móti Kárahnjúkavirkjun. Þetta er ódýrt bragð hjá andstæðingunum að stimpla okkur sem fúl á móti án þess að nokkuð sé á bak við það.“ Hún er spurð hvort vinstri- grænir séu sáttir við sín störf í stjómarandstöðunni. „Ég held við getum verið mjög sátt við okkar störf. Við erum með sex manna þingflokk sem lætur eins og hann sé 20 manna. Þegar litið er yfir allt kjörtímabilið þá vil ég meina við séum eini stjómarandstöðu- flokkurinn sem stendur undir nafni." En hvemig metur Drífa möguleika VG að mynda næstu rikisstjórn? „Það er erfitt að meta þegar svo mikil hreyfmg er á fýlginu. Okkar draumur er vinstri stjóm - velferð- arstjóm. Þá erum við að líta til Samfylkingar og hugsanlega ffam- sóknarmanna.." Hún hafnar algjör- lega samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn og bendir á að á síðasta landsfundi Ungra vinstri-grænna var samþykkt ályktun um að flokkurinn myndi gefa það út aó hann færi ekki í stjóm með Sjálfstæóisflokknum. „Það er voðalega hæpið að VG myndi stjóm með íhaldinu á gmnd- velli Evrópumálanna. Ég hugsa að sjálfstæðismenn vilji fara í stjóm með okkur en það er ekki gagn- kvæmt. Við yrðum taglhnýtingar Sjálfstæðisflokksins í slíkri stjóm sem litli flokkurinn og þyrftum væntanlega að sjá á eftir mörgum málefnum sem eru okkur hjart- fólgin." Tími handaflsaðgerða Drifa hefur mikinn áhuga á jafnrétt- ismálum eins og áður kom ffam og er jafhframt að taka 10 einingar í kynjafræði með viðskiptaffæðinni til að dýpka skilning sinn á kvenfrelsis- málum. Hún telur að við séum komin eins langt og við komumst með lagasetningu. Jafnréttislög vom sett 1961 með sex ára aðlögunartíma. Á þessum sex ámm átti launamunur að heyra sögunni til. Nú 40 árum síðar emm við enn að berjast við þennan launamun. Fæðingarorlofið var skref í rétta átt að hennar mati. „En eins og staðan er núna þá er ekkert annað eftir en handaflsaðgerðir til að minnka launamun kynjanna. Við ströndum á einhverju, erum alveg við glerþakið en komumst af ein- hverjum ástæðum ekki í gegnum það. Jafnréttismálin em þannig að hlutimir ná ekki fram að ganga nema með samstilltu átaki. Karlmenn verða t.d. að fara að sjá hag sinn í því að taka þátt í jafnréttismálum til þess að breytingar geti orðið því að jafn- rétti er hagur allra.“ I huga Drifu eru nýfrjálshyggj- an og einstaklingshyggjan verstu óv- inir jafnréttisbaráttunnar. Ekki sé hægt að heyja jafnréttisbaráttu á þeim forsendum að hver sé sjálfum sér næstur, heldur með fjöldaátaki. Hún ætlar í þessum anda að skrifa lokaritgerð um hvemig dreifistýring launa hafi áhrif á launamuninn. „Rannsóknir gefa vísbendingu um að þegar launaákvarðanir færast inn á skrifstofur forstjóranna frá kjara- samningum, verður erfiðara að jarða launamuninn. Launaleynd og annað slíkt verður til trafala og í skjóli þessarar leyndar er fólki mismunað. Launamunur virðist vera að aukast á sumum sviðum - hann er a.m.k. ekki að minnka á þeim hraða sem við viljum,“ útskýrir hún. Skólagjöld í felulitum Þegar böndin berast að málefnum iðnnema líkir Drífa stöðu þeirra við aðstæður unglækna. Sveinar og þeir sem eru nýútskrifaðir semja fyrir iðnnema og iðnnemar sem aðrir lær- lingar eru gjaman notaðir sem skipti- mynt í kjarasamningum. Þar af leiðandi hefur gengið mjög erfiðlega að hækka laun nemanna. Hún segir að í sumum tilvikum, t.d. hjá þjónum, kokkum og hárgreiðslu- nemum, sé verið að tala um hlægi- lega lág laun. „Það hefur verið erfitt að ná samstöðu meðal nemanna og viðhorfíð hjá þeim sem em útskrif- aðir er að fyrst þeir fóm í gegnum þetta þá geti hinir það einnig. Ég held að það séu hugmyndir á borði menntamálaráðherra um að meist- arar fái greitt fyrir að taka nema á samning eins og gert er i öðmm löndum, það er a.m.k. jákvætt að ráðuneytið sé að velta þessum málum fyrir sér.“ Drífa er ánægðari þegar minnst er á Háskóla íslands. „Mér fínnst Háskólinn vera að mörgu leyti alveg frábær stofnun. Hann mætti nýta sér betur þá stöðu sem hann er í. Hann kennir fjölda greina hvort sem þær em vinsælar í augnablikinu eða ekki og ætti að hvetja fólk til að flakka á milli greina og ýta undir það að fólk fái þverfaglega þekkingu. Ég tek til dæmis kynjafræðina með viðskiptaffæði. Svona samsetningar eru ómetanlegar fyrir nemana og vinnumarkaðinn þegar að því kem- ur.“ Henni líst hins vegar illa á þá þróun í skólamálum að skólar, sem fá framlög frá ríkinu og leggja skólagjöld ofan á það, geti boðið upp á betra nám en ríkisskólarnir. „Þannig er hætta á að misvægi sé komið í þjóðfélaginu með stétta- skiptingu þar sem hinir ríkari eiga kost á betri menntun. Ég vara við því að vera með skólagjöld í felulitum eins og innritunargjöld og efnisgjöld. Þetta er ein af undarlegu stefnum ríkisstjómarinnar að láta þá sem nýta þjónustuna greiða fýrir hana, í stað þess að líta á hana sem samfélagslegt mál og hag allra að menntunarstig þjóðarinnar sé sem hæst“ segir hún að endingu. Eggert Þór Aðalsteinsson ctha@hi.is

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.