Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1959, Qupperneq 2

Dýraverndarinn - 01.12.1959, Qupperneq 2
Ometanleg og óbætanleg yerðmæti í veði „Vængjaðar hjarðir ...“ FEGURÐ Mývatnssveitar er með réttu rómuð af öllum, sem hafa það undraland augum litið. Fjarskinn er fagur og tilkomumikill — og hið ná- læga — hvílík furðusmíð skapandi og eyðandi afla voldugrar náttúru. Hraunið með sínum hrikalegu, stundum fáránlegu, en oft fögru myndum, sums staðar auðnarlegt eins og ríki heljar, en víða prýtt undursamlega ilm- og litríkum gróðri og hér og þar með hýrlegum bollum, fagurgrænum lautum, bleikkembdum mýrarsundum og jafnvel víðáttu- miklum og gróðursælum vallendisteigum, vekur undrun og aðdáun í senn, og svo hinar brosandi víkur og vogar, fagurlega sveigð milli teygðra hraunarma — og hinn mikli spegill megindjúps- ins, dásamlega litbrigðafagur í hverfibirtu létt- skýjaðra sumardaga. Og líf þessa vatns, hinn margvíslegi gróður, hin iðandi ský mýsins, — sums staðar orðið svo einstætt skýfall, að skýið sjálft er sem grár flekk- ur á spegli vatnsins. Fiskar vaka, hnita hringa, kalla á háskann, hér er ég! — eða þeir brjóta hið gljáða gler, blika í glampandi ljósbroti í sjálfu hinu raka geislamettaða lofti. Og: „Vængjaðar hjarðir hljóðlega synda til hvíldar að bökkum við ey og strönd, en hér og þar lyftist ein hraðfleyg önd og hálsinn teygir svo langt sem hún eygist — í gegnum sólroðans tindrandi tjöld . . .“ Duggönd og hrafnönd og húsönd og skeiðönd, — æ, hver skil mundi ég, fjarðabúinn, kunna á öllum þessum dásamlega ríkdómi! Mæður með unga á ýmsum aldri og margvíslegrar stærðar og þroskastiga, unga, sem lífsins faðir hefur alla gætt hinni miklu og dulúðgu gáfu vaxtarins. Frá stundu til stundar, frá degi til dags sérðu árvakr- ar, en virðulega rósamar ungamæður í þjónustu þessarar gáfu — sem verndara og leiðbeinendur. Sko, þar kafar ein móðirin í hið lifandi djúp — og svo hópurinn hennar, einn, tveir, þrír fjórir og og fimm. Þú bíður, horfir, jafnvel hlustar, eins og þú búist við að heyra brjóstin litlu teyga lífs- loftið, þegar þeim skýtur upp á ný, þessum fiðr- uðu vaxtarverum. Þarna birtist þá móðirin, þarna einn hinna brúnu hnoðra, þarna annar, svo þriðji — en hvað hefur orðið af tveimur? Það er sem einhver vávætt hins lífrika djúps hafi hremmt þá. Þú sérð þá ekki framar, hve lengi sem þú stendur og starir. Þarna niðri í djúpinu felst augum þín- um hin tækniþróaða vél, sem upphaflega varð til í hinum síkæna heila Loka, reyndist honum sjálfum örlögþrungin og síðan hefur þjónað mann- inum. Hvaða Mývetningur mundi það vera, sem ekki hugsar með hjartanlegri hrifni til þeirra stunda bernskuáranna, þegar hann gekk frá hreiðri til hreiðurs í fuglaparadís sinna heimahaga og hugaði að eggjum og ungum — og hinum hjúfrandi mæðrum, eða horfði á móður leita með hópinn sinn í hinn gjöfula faðm hins mikla Mývatns? Hvílík náð og blessun ungum sveini og meyju 82 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.