Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1959, Side 3

Dýraverndarinn - 01.12.1959, Side 3
að mega fylgjast með þróun lífsins frá dropóttu eggi til vængjaðs loftfara — með öllum þeim margvislegu tilbrigðum harms og gleði, slysa og dásemda, sem þeirri þróun fylgja . . . Og — hve oft mundi ekki hugur hinnar eldri kynslóðar hvarfla til þeirra tima, þá er árstíð gróandans beitti hörku í stað mildi og sultur var í landi, en egg úr hreiðri og fiskur úr vatni veitti æsku Mý- vatnssveitar holla og hressandi næringu, — því að svo gott sem hunang draup af mosaþembum hraunsins á nesjum og i víkum — og upp um helkynjaðan vorísinn skaut glitrandi blessun bleikjunnar. Hvort mundi svo ekki mega treysta því, að Mý- vetningar sjálfir reynist sitt náttúruverndarráð, að þeir muni nú taka sig til, þegar annir minnka, og koma sér saman um aðgerðir, sem stemmi að ósi þá elfu dauða og eyðingar, sem nú ógnar hinu ómetanlega og óbætanlega fuglalífi við Mý- vatn og á þvi — og ef til vill líka gullfiskunum í hinu gróðurríka djúpi? Nýtt og gamalt Það hefur reynzt æðimargt, sem hugvit manns- ins hefur fundið upp til hagræðis og aukins arðs, en orðið lífinu og vexti þess og viðgangi ógnun og jafnvel háski. Sú hefur til dæmis orðið raunin um ýmis hin stórvirku veiðitæki, sem upp hafa verið fundin og sívaxandi tækni síðustu manns- aldra hefur þróað til hinnar furðulegustu virkni. Þau hafa gengið nær og nær stofni dýralifsins á láði og legi, og nú er svo komið, að samtímis þvi að hinar mönnuðustu þjóðir heims kappkosta að draga úr sjúkdómum og manndauða með því að bæta heilbrigðishætti og lífsskilyrði frumstæðra þjóða og mannfjölgunin verður örari með hverju árinu sem líður, spá spekingar mannkyninu sulti, úrkynjun, hruni menningar og jafnvel felli i ekki órafjarlægri framtíð. Eitt af þessum tækjum er nælonnetið. Vissulega gaf það mörgum áhugasömum veiðimanni og þá ekki siður gámum fjármagns og gróðahyggju glæstar vonir um vaxandi feng og arð, og þær vonir hafa rætzt svo fullkomlega, að trúnaðar- menn sjálfra Sameinuðu þjóðanna eru nú teknir að brjóta heilann um, hvort mótleikir muni finn- anlegir gegn þeim eyðingarvoða, sem þeim fylgir. Um aldir hafa Mývetningar gengið eggver sín á vori hverju. En jafnvel ekki ógnir harðindanna hafa unnið þann bug á hrifni þeirra af hinu óvið- jafnanlega fuglalífi og fyrirhyggju þeirra fyrir framtíðinni, að þeir hafi freistazt til að gerast stórtækir um of. Og úr þeirra hópi og annarra Þingeyinga heyrðust einna áhrifaríkastar raddir til vakningar, þegar nýtir menn og vitrir hófust handa um að vekja samvizku íslenzku þjóðar- innar til dýraverndar. Einnig hafa þeir um alda- raðir veitt hinn fræga Mývatnssilung. Hann er veiddur bæði á dorg og í net'— og á öllum tímum árs, en enginn hafði mergð af netum, og hver einstakur komst ekki ýkjalangt til fanga á lítilli og oft lélegri fleytu, sem aðeins var knúin afli vinnuþjálfaðra arma og axla. Veiðitækni og sam- göngutregða hamlaði því, að sölugróði fengi freist- að til ofveiði, og eins var það, að þótt ekki yrði hjá því komizt, að einn og einn andarungi biði bana í silunganeti, var þar engin vá búin hinu heillandi og nytjaríka fuglalifi vatnsins og þess furðustranda. En nú er um skipt. Hin tækniþróaða vél Loka sálaða Nú er svo komið, að mikinn hluta ársins geta Mývetningar flutt á markað hið eftirsótta hnoss- gæti Mývatnssilunginn. Ekki þarf annað en koma í Mývatnssveit og svipast um á býlunum til að sjá, að þar búa duglegir menn og framtakssamir, sem þrátt fyrir „bókadrauminn, böguglauminn“ eru allt í senn: hagsýnir, smekkvísir og kapp- samir. Og eins og hjá þeim íslendingum, sem sjóinn stunda, hafa auðvitað vaxandi möguleikar á veiði og arði vakið hjá Mývetningum kapp, svo að sérhver búandi mundi hafa ærna tilhneigingu til að gera sinn hlut í veiði og verðmætum sem mestan. Þeir hafa þvi aflað sér vélbáta, svo að þeir þurfi ekki lengur að sækja „stutt til fanga“, heldur geti leitað hinna fengsælustu miða. Þeir hafa og dregið að sér mikinn fjölda neta, hnýta ekki nokkra netstubba heima, svo sem áður fyrr- um — úr feysknu efni og tiltölulega lítið veiðnu, heldur kaupa nælonnetin, sem litt eru sýnileg í vatninu og aldrei fúna, hve lengi, sem þau liggja, verða ,,drauganet“, þegar þau hafa tapazt, halda áfram að veiða, þótt enginn hirði um þau eða DÝRAVERNDARINN 83

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.